Fréttablaðið - 07.01.2005, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Vi› segjum fréttir
Fimm-orða-
kúrinn
Flestir megrunarkúrar byggjast áþví að útskýra í löngu máli að
nauðsynlegt sé að borða lítið af því
sem mann langar í en hins vegar
meira af því sem mann langar ekki
í. Yfirleitt er þetta gert í afarlöngu
máli með efnafræðiformúlum og
vísindalegum upptalningum á marg-
víslegum bætiefnum sem hægt er að
fá í pilluformi fyrir stórfé í næsta
apóteki eða heilsuvöruverslun, rétt
eins og maður sé staddur í geimfari
langt utan við vetrarbrautina og hafi
ekki aðgang að kjöti, fiski, grænmeti
og ávöxtum sem innihalda þessi
bætiefni. Þessum upplýsingum fylg-
ja síðan yfirleitt mataruppskriftir
sem eru svo nýstárlegar að til að
fylgja þeim út í æsar þyrfti maður
að helga sig matarinnkaupum og
skipulagningu og undirbúningi mál-
tíða, auk þess sem það nálgast að
vera fullt starf að borða fimm til sex
„léttar“ máltíðir á dag og þamba alla
þá lítra af vatni sem nýtískuteóríur
um innvortis hreinsun og þvotta
kveða á um.
ÍSLENDINGAR eru stórmerkileg
þjóð. Til dæmis um sérvisku okkar
má nefna að það er landlægur siður
þegar skammdegið er hvað svartast
að hefja nýtt ár á stórkostlegum
megrunarkúr eða leggjast inn á spít-
ala til að láta fjarlægja úr sér megn-
ið af meltingarfærunum með skurð-
aðgerð, minnka magann um mörg
númer og stytta garnirnar um bæj-
arleið.
YÐAR EINLÆGUR hefur áratuga
reynslu af megrunarkúrum og átti
að baki stórkostlega og erfiða megr-
unarkúra þegar flestir helstu megr-
unarfræðingar nútímans voru enn á
brjósti. Eftir að hafa stundað stran-
ga megrun um árabil hefur maður
öðlast mikla samkennd með hvítum
músum og öðrum tilraunadýrum
sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að deyja úr einhverju öðru en
offitu. Reynslan bendir til að flestir
þessir megrunarkúrar hafi eitthvað
sér til ágætis, en það sem er sameig-
inlegt með þeim öllum er að þeir
mæla með því að fólk innbyrði ekki
fleiri hitaeiningar en það brennir.
ÉG HEF ÞVÍ sem áhugamaður um
megrunarkúra hannað minn eigin
sem ekki þarf að útskýra á mörg
hundruð blaðsíðum og hljóðar svo:
„Borða minna, hreyfa sig meira.“
Það er Fimm-orða-kúrinn.
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR