Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 10
10 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR
KOSNINGAR UNDIRBÚNAR
Íraskur sjálfboðaliði raðar veggspjöldum
og bæklingum með kosningaáróðri sem
dreift verður um götur Bagdad á næstu
dögum. Kosningar verða í Írak 30. janúar.
Blönduós:
Vilja aðstoð við
rækjuvinnslu
SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn
Blönduóssbæjar eiga í viðræð-
um við þingmenn, ráðherra og
fulltrúa Byggðastofnunar vegna
atvinnuástands í bænum eftir að
rækjuvinnslan Særún hætti
störfum.
Valgarður Hilmarsson, for-
seti bæjarstjórnar Blönduóss,
segir að forsvarsmenn Særúnar
hafi reynt að bjarga rekstrinum
en það hafi reynst árangurs-
laust. Um fimmtán starfsmenn
misstu við það vinnuna. Val-
garður segir þetta mikla blóð-
töku fyrir svo lítið sveitarfélag
þar sem munar um hvert starf.
Um 920 manns búa á Blönduósi.
Það kemur í ljós á næstu dögum
hvort fyrirtækið geti hafið
rekstur að nýju.
- ghg
ENGLAND, AP Þrír eru látnir og
tveggja er saknað eftir fárviðri í
Norður-Englandi. Áin Eden flæddi
út fyrir bakka sína og orsakaði flóð
í borginni. Maður á sjötugsaldri lést
þegar hlaða hrundi ofan á hann í
Cumbria og tvær eldri konur létust
þegar flæddi inn í íbúðir þeirra í
Carlisle.
Þúsundir borgarbúa neyddust til
að yfirgefa heimili sín vegna flóð-
anna.
Fólk er hvatt til þess að halda sig
innan dyra og varað er við óhreinu
og sýktu vatni. Um sjötíu þúsund
heimili voru rafmagnslaus á svæð-
inu og ekki er vitað hvenær raf-
magn kemst á aftur. „Við erum öll í
sjokki og trúðum ekki að þetta væri
að gerast,“ sagði Peter Graham sem
þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna
flóðanna.
„Fullt af fólki þurfti að sofa á
dýnum á gólfinu og við þurfum
jafnvel að halda okkur hér í fjóra til
fimm daga.“ Lögreglumaður í Carl-
isle sagði að mögulega yrði hægt að
koma rafmagni aftur á í hluta borg-
arinnar í dag en alls ekki allri. ■
BLÖNDUÓS
Bæjaryfirvöld vilja aðstoð við
rækjuvinnslu í bænum sem
hefur hætt rekstri.
FLÓÐ Í ENGLANDI
Björgunarmenn hjálpa íbúa í Carlisle út úr húsi sínu. Þúsundir íbúa neyddust til að yfirgefa heimili sín vegna flóða.
Fárviðri á Bretlandseyjum:
Þrír létust og tveggja er saknað
Abu Ghraib:
230 fangar
látnir lausir
ÍRAK, AP Bandaríski herinn
sleppti í gær 230 íröskum föng-
um sem höfðu verið í haldi í
fangelsinu Abu Ghraib.
Í yfirlýsingu frá hernum seg-
ir að mennirnir séu ekki lengur
taldir hættulegir. Þetta er í ann-
að skiptið í þessum mánuði sem
föngum er sleppt úr fangelsinu.
Þann 1. janúar voru 260 fang-
ar látnir lausir. Enn eru 2.400
fangar í Abu Ghraib. Þá eru um
5.000 fangar í fangelsinu Camp
Bucca í grennd við Umm Quasr.
Á síðasta ári sleppti bandaríski
herinn um 9.000 föngum. Það
sem af eru þessu ári hefur
samtals 490 föngum verðið
sleppt.
Fangelsið Abu Ghraib komst
í fréttir á síðasta ári vegna
pyntinga bandarískra her-
manna á íröskum föngum. ■