Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 10. janúar 2004
SAMGÖNGUR Sveitarstjórn Aust-
urbyggðar hefur óskað eftir því
við samgönguráðherra að opnun
Fáskrúðsfjarðarganga verði
flýtt um nokkra mánuði þar sem
verkið er á undan áætlun. Að
sögn Steinþórs Péturssonar,
sveitarstjóra Austurbyggðar, er
ólíklegt að ráðherra verði við
óskinni þar sem Vegagerðin tel-
ur að það muni auka kostnað við
göngin.
Sturla sprengdi síðasta haftið
í göngunum 4. september sl. og
þá var verkið um tveimur mán-
uðum á undan áætlun. „Með því
að opna göngin fyrr verður
Austurbyggð betri valkostur
fyrir það fólk sem er að flytja til
Austurlands, auk þess sem
margir íbúar sveitarfélagsins
sækja vinnu til Reyðarfjarðar
vegna framkvæmdanna í tengsl-
um við álverið. Þar að auki vild-
um við freista þess að fá göngin
í notkun áður en ferðamanna-
tímabilinu lýkur,“ sagði Stein-
þór Pétursson.
Það er Ístak sem vinnur að
gerð Fáskrúðsfjarðarganga og
verða þau 5,9 km löng með veg-
skálum. Kostnaður við göngin,
og 14,4 km tengiveg, verður
tæpir 3,3 milljarðar króna og á
framkvæmdum að ljúka í októ-
ber á næsta ári. - kk
GLÖÐ Í NÝJUM KLÆÐUM
Indónesísk stúlka brosir eftir hafa fengið
ný föt frá hjálparstarfsmönnum í Aceh-
héraði á Súmötru.
AÐ LOKINNI SPRENGINGU
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Páll Sigurjónsson, starfandi stjórnarformaður
Ístaks, fylgdust með þegar síðasta haftið í göngunum var sprengt 4. september.
Sveitarstjórn Austurbyggðar:
Vilja göngin sem fyrst
HEILBRIGÐISMÁL Samstarf hefur
tekist með Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi og St.
Franciskusspítala Stykkishólmi
í vistunarmálum og umönnun
hjúkrunarsjúklinga, samkvæmt
viljayfirlýsingu forstöðumanna
stofnananna.
Markmiðið er að stuðla að
betri nýtingu sjúkrarúma
beggja stofnana með því að
sjúklingum sem bíða eftir
hjúkrunarrými á LSH verði boð-
in dvöl á SFS í umsaminn tíma.
Gert er ráð fyrir því að allt að
fimm rúm verði til tímabund-
inna afnota fyrir sjúklinga frá
LSH á St. Franciskusspítala sem
bíða eftir hjúkrunarheimilis-
vist. Auk þessa er um að ræða
tvö pláss fyrir lengri vistun.
Jafnréttis- og sjálfsákvörð-
unarákvæði í lögum um aldraða
verða virt í hvívetna og þeir því
ekki lagðir inn á SFS sem eru
mótfallnir dvöl þar. Einstakling-
ar með einkenni heilabilunar
verða heldur ekki vistaðir á SFS
þar sem þeir eiga rétt til vistar á
sérhæfðum deildum sem ekki
eru þar.
-jss
Landspítali og St. Franciskusspítali:
Samstarf um vistun
hjúkrunarsjúklinga
BETRI NÝTING
Þeir sem mótfallnir eru dvöl í Stykkis-
hólmi verða ekki sendir þangað.
KJARNORKUKAFBÁTUR
Kjarnorkukafbátur strandaði suður af kyrra-
hafseyjunni Gvam á laugardaginn.
Kafbátur strandaði:
Einn lét lífið
GVAM, AP Sjómaður lét lífið þegar
bandarískur kjarnorkukafbátur
strandaði suður af kyrrahafseyj-
unni Gvam á laugardaginn.
Alls voru 137 manns um borð og
23 aðrir farþegar særðust en enginn
alvarlega. Kafbáturinn var á leið til
Brisbane í Ástralíu þegar hann
strandaði en ekki er vitað hvað or-
sakaði óhappið. Verið er að rann-
saka atvikið og er ætlunin að koma
bátnum í heimahöfn í dag. ■