Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 10. janúar 2004 STJÓRNMÁL Nefnd hefur verið skip- uð til þess að fjalla um sjávarút- veginn og hágengið. Henni er ætl- að að gera úttekt á stöðu sjávarút- vegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og væntinga um að gengið haldist hátt um nokkurn tíma. Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra kynnti þetta á fundi í Stykkishólmi í gær. For- maður nefndarinnar er Friðrik Már Baldursson en í henni eru einnig þeir Loftur Ólafsson og Davíð Ólafur Ingimarsson. Nefndinni er einnig ætlað að fjalla almennt um áhrif mismun- andi hagstjórnaraðgerða á stöðu sjávarútvegsins og hvort ástæða sé fyrir stjórnvöld að bregðast með einhverjum hætti við þeirri stöðu sem atvinnugreinin verður í. Ætlast er til að nefndin skili nið- urstöðum sínum innan tveggja mánaða. ■ ÞENSLA Vegna mikilla byggingar- framkvæmda á Egilsstöðum er sýnt að Hitaveita Egilsstaða og Fella (HEF) mun ekki anna eftir- spurn eftir heitu vatni í náinni framtíð en á síðustu misserum hafa verið byggðar um 400 íbúðir í sveitarfélaginu. Til að bregðast við því mun hitaveitan ráðast í framkvæmdir á árinu og er ætl- unin að taka 100 milljóna króna lán hjá KB banka. Vilji er innan bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs til að breyta rekstri HEF í einkahlutafélag en frá og með 1. janúr sl. tók HEF að sér rekstur á vatnsveitu sveitar- félagsins. - kk VIÐSKIPTI Veltan í fasteignavið- skiptum á höfuðborgarsvæðinu jókst um ríflega 50 milljarða króna á milli áranna 2003 og 2004, að því er fram kemur hjá Fast- eignamati ríkisins. Á nýliðnu ári var 10.045 kaup- samningum um fasteignir þing- lýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Heildar- upphæð veltu nam 177,0 milljörð- um króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 17,6 milljónir króna. Á árinu 2003 var 8.465 kaup- samningum þinglýst og nam upp- hæð veltunnar 125,6 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 14,8 milljónir. Gríðarleg aukning varð í veltu á fasteignamarkaðinum á milli 4. ársfjórðungs 2003 og 2004, eða 80,9 prósent. Á síðustu þremur mánuðum 2004 var þinglýst 3.337 kaupsamningum, samtals að upp- hæð 62,8 milljarðar króna á móti 2.298 kaupsamningum upp á 34,7 milljarða á síðustu þremur mán- uðum ársins 2003. - jss ÁRNI M. MATHIESEN Hann kynnti þá ákvörðun sína í gær að skipa nefnd til þess að fjalla um sjávarút- veginn og hágengið. Sjávarútvegurinn og hágengið: Sjávarútvegsráðherra skipar nýja nefnd NÝBYGGINGAR VIÐ SELBREKKU Á EGILSSTÖÐUM Óskað var eftir tilboðum í lán vegna hitaveituframkvæmda frá fimm fjár- mögnunaraðilum og bauð KB banki lægstu vextina, 4,5%. Fljótsdalshérað: Vantar heitt vatn FASTEIGNAMARKAÐURINN Mikið líf var í fasteignasölu á síðasta ári, einkum á þremur síðustu mánuðum þess. SAMANBURÐUR 4. ársfjórðungur 2004 og 4. ársfjórðungur 2003 4. ársfj. 2004 4. ársfj. 2003 Breyting Velta (m.kr) Fjöldi Velta (m.kr) Fjöldi Velta (m.kr) Fjöldi Fjölbýli 41.316 2.707 23.674 1.793 74,5% 51,0% Sérbýli 12.423 459 7.426 347 67,3% 32,3% Aðrar eignir en íbúðarhúsnæði 9.096 171 3.634 158 150,3% 8,2% Samtals 62.836 3.337 34.734 2.298 80,9% 45,2% Fasteignaviðskipti á höfuðborgarsvæðinu: Veltan jókst um 50 milljarða Líbanon: Friðargæslu- liðar létust í árásum LÍBANON, AP Tveir menn létust og tveir særðust í sprengjuárásum Hezbollah-skæruliða í Líbanon við landamæri Ísraels. Franskur friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna lést sem og ísra- elskur hermaður. Sænskur friðar- gæsluliði og líbanskur maður særðust. Skæruliðarnir segja að einn úr þeirra röðum hafi látist í átökum við ísraelska hermenn. Um tvö þúsund friðargæsluliðar eru í Ísrael þar af eru tvö hundruð Frakkar. Í yfirlýsingu frá Hezbollah segir að árásin hafi verið gerð til þess að reyna að ná aftur landi sem skæruliðasamtökin segja til- heyra Líbanon. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.