Fréttablaðið - 10.01.2005, Side 65

Fréttablaðið - 10.01.2005, Side 65
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Innritun fyrir vorönn 7. – 17. janúar á www.fa.is Skólameistari SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Sendu SMS skeytið JA TBF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKUR Vinningar eru miðar á myndina TAXI, DVD myndir og margt fleira. Bíómiði á 99 kr? 9. H VER VIN N U R ! Í B ÍÓ 6 .J A N . 99 kr/skeytið Að hætta við uppskurð? Ekki nóg með að pólitísk umræðaá landinu sé á villigötum heldur rekur skoðanakönnun Gallup smiðs- höggið á delluna með því að spyrja þjóðina spurninga sem eru svo vit- lausar, að utanríkisráðherrann seg- ist hefði lent í vandræðum að svara þeim. Gallup asnaðist til að spyrja fólk hvort Ísland eigi að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hern- aðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þótt það sé of seint í rassinn gripið er augljóst að vís- indalegra hefði verið að spyrja: Viltu að utanríkisráðherrann hætti að fara í uppskurðinn í fyrrasumar? AUÐVITAÐ er þetta öldungis rétt hjá ráðherranum sem bendir á að hann yrði settur á Klepp ef hann gerði sér ferð upp á Landspítala til að heimta að uppskurðurinn sem hann fór í fyrir nokkrum mánuðum verði tekinn til baka. SVONA rök getur enginn hrakið, og allra síst þegar ráðherrann bætir því við að Íslendingar hafi aldrei verið í hópi svonefndra „staðfastra þjóða“ – og reyndar aldrei í „nein- um sérstökum hópi“. Þar fyrir utan bendir hann á að villandi upplýsing- ar hafi borist úr utanríkismála- nefnd: Formaður Framsóknar- flokksins og óbreyttur framsóknar- maður (reyndar bara kona) í nefnd- inni eru missaga um hvort málið hafi komið fyrir nefndina. Þar stendur orð á móti orði, og því er ástæðulaust að ræða það frekar. Og hvað ákvörðunina um stuðninginn varðar var þessi ákvörðun ekki beinlínis „ákvörðun“ heldur meira svona „pólitísk yfirlýsing“ og þeir sem gáfu hana voru þeir sem eiga að gefa „pólitískar yfirlýsingar“ samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Þetta hljóta allir að sjá að er fínasta lögfræði. VIÐ ÞETTA léttir af manni þungu fargi. Maður hélt að Íslendingar væru staðfastir stuðningsaðilar inn- rásar í fullvalda ríki og bæru ábyrgð samkvæmt því. Nú kemur á daginn að þetta er allt saman tóm della og enginn ber ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut, nema því að hafa látið stjórnarandstöðuna og Gallup leiða sig á villigötur. Maður vonar bara að utanríkisráðherrann taki ekki skyndilega upp á því að afturkalla uppskurðinn sem forsæt- isráðherrann samþykkti að undir- gangast. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.