Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 54
MÁNUDAGUR 10. janúar 2004 25 Fyrstu 300 sem vinna fá miða fyrir 2 á myndina Vinningar eru: Miðar fyrir 2 á oldboy DVD myndir Margt fleira LEIKUR SMS 99kr. bíómiðar2 Sendu SMS skeytið JA OBF á númerið 1900 og þú gætir unnið 9. hver vinnur Vinningar verða afhendir hjá Office 1, Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Kobe Bryant sýnir á sér nýja hlið og betri hlið: Styrkir fórnarlömb flóðanna í Asíu KÖRFUBOLTI Körfuboltastjarnan Kobe Bryant, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna framkomu sinnar utan vallar. Hann hefur lent upp á kant við marga leik- menn í deildinni en hann sýndi á föstudaginn að honum er ekki alls varnað. Hann tilkynnti á föstudaginn að hann myndi gefa eitt þúsund dollara (um 60 þúsund íslenskra króna) fyrir hvert stig sem hann myndi skora í leiknum gegn Hou- ston Rockets það kvöld til fórnar- lamba flóðanna í Asíu. Félag hans, Los Angeles Lakers, lofaði síðan að gefa jafn mikið og Kobe. Hann skoraði 27 stig í leiknum og því gaf hann ásamt félagi sínu 54 þús- und dollara (um 3,2 milljónir ís- lenskra króna) í sjóð til styrktar fórnarlömbunum. Tracy McGrady og Bob Sura, leikmenn Houston Rockets, gáfu einnig þúsund dollara fyrir hvert stig sem þeir skoruðu. McGrady skoraði 26 stig og Sura 20 en Los Angeles Lakers vann leikinn, 111- 104. -ósk KOBE BRYANT Sýnir fórnarlömbum flóðanna í Asíu samúð og leggur sitt af mörkum til uppbyggingar. I n G oodC ompany od any I n G ood C ompany *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum • Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Klikkaður útsölu-leikur! Allir sem taka þá tt fá glaðning! Aðal- vinnin gur er MEDI ON XX L tölva með 1 7” flatsk já! Napoli-búar sýna goðsögn virðingu sína í verki: Safn opnað til heiðurs Maradona FÓTBOLTI Diego Maradona mun, þrátt fyrir offitu, lyfjavandamál og hjartaflökt, leika sinn síðasta knattspyrnuleik í október næst- komandi og mun leikurinn fara fram á þeim velli sem Maradona naut hvað mestrar virðingar á ferlinum; í Napoli. Þetta ákvað kappinn um jólin og vill hann þannig þakka aðdáendum sínum stuðninginn á fyrri árum. Verði draumurinn að veru- leika munu þátt taka í leiknum fjöldi leikmanna Napoli frá árin- um þegar Maradona lék með fé- laginu og mótherjarnir að líkind- um verða aðrir leikmenn ítölsku deildarinnar frá þeim tíma. Þessi ákvörðun goðsins var tilkynnt á sama tíma og safn hon- um til heiðurs var opnað með pompi og prakt í borginni. Má þar sjá treyjur, skó og aðra þá hluti sem tengdust litríkum knattspyrnuferli Maradona og ætlar hann sjálfur að skoða safn- ið þegar að leiknum kemur á þessu ári. ■ TÁR, BROS OG TAKKASKÓR MARADONA Viðamikið safn til heiðurs Maradona hefur nú verið opnað í Napoli á Ítalíu. Fréttablaðið/AP Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst á laugardag: Óvæntur sigur hjá Jets gegn Chargers NFL New York Jets stal senunni á laugardag þegar fyrstu leikirnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar fóru fram. Jets gerði sér lítið fyrir og sigraði San Diego Chargers á útivelli, 20-17, í framlengdum leik. Doug Brien sparkaði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin voru sérstakt áfall fyrir Marty Schottenheimer, þjálf- ara Chargers, en hann hefur lengi staðið í eldlínunni en aðeins einu sinni unnið leik í úrslitakeppninni. Það var árið 1993 og hann hefur tapað fimm sinnum í röð síðan þá. „Ég veit hvernig árangur minn í úrslitakeppninni er. Það er búið að greina ansi oft frá því,“ sagði gamla brýnið súr á svip eftir leik- inn. Hann státar engu að síður af nafnbótinni þjálfari ársins enda náði hann ótrúlegum árangri með Chargers í vetur en ekki var búist við miklu af liðinu fyrir tímabilið. Hinn leikur laugardagsins var viðureign Seattle Seahawks og St. Louis Rams í Seattle. Þar var einnig útisigur en Rams vann leik- inn nokkið örugglega, 27-20. Marc Bulger, leikstjórnandi Rams, fór á kostum í leiknum og lagði grunn- inn að sigri sinna manna. - hbg EKKERT GENGUR Í ÚRSLITAKEPPNINNI Það ætlar að reynast erfitt fyrir hinn gamalreynda þjálfara San Diego Chargers, Marty Schottenheimer, að komast eitthvað áleiðis í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Hans menn lágu fyrir New York Jets á laugardaginn og hefur hann nú tapað fimm leikjum í röð í úrslitakeppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.