Fréttablaðið - 10.01.2005, Side 53

Fréttablaðið - 10.01.2005, Side 53
24 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR Við lýsum eftir... ... stórskyttunni Jaliesky Garcia en handknattleiksforystunni hefur ekki tekist að hafa upp á honum þótt mikið hafi verið reynt. Það er spurning hvort HSÍ þurfi ekki að kalla á Hákon Sigurjónsson, formann dómaranefndarinnar, sem er þrautreyndur rannsóknarlögreglumaður og væri vafalítið snöggur að finna Garcia í Havana þar sem hann fer huldu höfði. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Mánudagur JANÚAR HANDBOLTI Handboltakappinn Alex- ander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarlið- inu í hægra horninu á heims- meistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gam- all þegar hann hleypti heimdrag- anum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frá- bæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum ís- lensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslensk- an ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var lög- legur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jó- hannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lyk- ilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörn- unnar í Garðabæ. Vel tekið af hópnum Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með ís- lenska landsliðinu. „Ég fékk að spila meira en ég átti von á og var ánægður með mína eigin frammi- stöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í lið- inu.“ Uppáhaldsleikmaður Peters- sons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. „Ég var stressaður fyrir leik- inn en eftir að ég fékk fyrstu send- inguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loks- ins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.“ Hann sagðist aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. „Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta.“ Vill komast frá Düsseldorf Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samn- ingur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samningi sínum sem ger- ir það að verkum að hann getur losnað í sumar. „Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnu- mannalið en önnur lið eru einfald- lega með áhugamenn í atvinnu- mennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til heimsmeistara- mótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri,“ sagði Petterson. oskar@frettabladid.is FEÐGARNIR SAMAN Á HANDBOLTALEIK Alexander Petersson var í Stjörnuheimilinu á laugardaginn ásamt syni sínum, Lúkasi Jóhannesi, og skemmtu þeir sér konunglega við að horfa á kvennalið Stjörnunnar rúlla yfir tyrkneska liðið Eskisehir. Fréttablaðið/E. Ól Mikil upplifun að spila með Óla Stefáns Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í síðustu viku og fékk þá tækifæri til að spila með sínum uppáhaldsleikmanni, Ólafi Stefánssyni. ■ ■ LEIKIR  19.15 Breiðablik og Ár- mann/Þróttur mætast í Smáranum í 1. deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Útsending frá leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings í ameríska fótboltanum.  18.30 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.05 Opna breska meistaramótið í golfi á RÚV.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Argentínumaðurinn Santiago Sol-ari hjá Real Madrid segist lítið heilla sig við að ganga til liðs við erki- fjendur liðsins í Barcelona en sögu- sagnir herma að þar hyggist menn bjóða honum samning fljótlega enda renn- ur samningur hans við Real út í sumar. Solari heldur þó enn í vonina að fá lengri samning og vill ógjarna fara til Katalóníu. Vanderlei Luxemburgo, nýr þjálf-ari Real, hefur sent þá Arrigo Sacchi og Emilio Butragueno af örk- inni og leita þeir nú logandi ljósi að öfl- ugum miðjumanni fyrir átökin framundan. Telur Luxemburgo að það sé það púsl í lið Real sem nauðsyn- lega þarf að fá sem fyrst og horfa þeir helst til Þjóðverjans Sebastian Kehl hjá Borussia Dortmund. Ralf Schumacher hefur skotiðföstum skotum að sínu gamla Willi- ams liði í Formúl- unni og segir að möguleikar hans með hinu nýja liði Toyota séu miklu betri en með Willi- ams áður. Segir hann Toyota hafa yfir meira fjár- magni að spila og metnaður sé á þeim bænum fyrir komandi tímabil. Vonir Lundúnabúa um að fá aðhalda ólympíuleikanna árið 2012 dvína nú dag frá degi enda virðast mörg yfirsambönd íþróttagreina sem þegar eru í landinu vera að hugsa sér til hreyfings. Þannig er Alþjóðaskútusigl- ingasambandið sem hefur höfuðstöðvar í Southampton að íhuga flutning til Frakklands og Al- þjóða badminton- sambandið sem verið hefur í London í áratugi hefur þegar flutt sig um set til Asíu. Frakkinn Stephane Peterhanselhefur náð sér í þægilega 20 mín- útna forystu í flokki bíla í Dakar rallinu sem nú er rúmlega hálfnað. Hans helsti keppinautur fyrstu umferðirnar, Skot- inn Colin McCrea, féll úr keppni fyrr í vikunni og missti þar með toppsætið og nú virðist fátt annað en slæmt óhapp koma í veg fyrir að Frakkinn taki titilinn í þessari geysierfiðu keppni. Ekkert virðist geta stöðvað Sviss-lendinginn Roger Federer í tenn- isheiminum. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði sitt fjórtánda mót í röð í Katar um helgina og er í al- gjörum sérflokki í greininni. Hefur hann þar með leikið 21 leik án taps og áttti ekki í neinum vandræðum með að klára Króatann Ivan Ljubicic auð- veldlega þrátt fyrir að jólafrí hafi ver- ið í tennisheiminum sem annars staðar. Fimmtán félög í NBA deildinnibandarísku hafa tekið höndum saman og safnað fé með ýmsu móti til handa fórnarlömbum flóðbylgj- unnar í Asíu. Flest munu halda ágóðaleiki næstu daga og vikur þar sem allur ágóði og aðgangseyrir rennur óskiptur til þeirra sem á þurfa að halda. Það var víðar en á Englandi þarsem óvænt úrslit litu dagsins ljós í bikarkeppni. Í þeirri frönsku töpuðu tífaldir franskir bikarmeistarar Marseille á heimavelli gegn annarrar deildar liðinu Angers, 2-3. Marseille tefldi fram sínu besta liði en hugur og hjarta andstæðinganna reyndist stærri þegar á reyndi. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Frjálsar íþróttir: Gullmótin vekja áhuga FRJÁLSAR Gullmót Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins hafa skilað því sem skipuleggjendur þeirra vonuðust eftir; fleiri áhorfendum og auknu áhorfi í sjónvarpi. Samanlagt áhorf jókst um tæp 140 prósent frá árinu áður og verður slíkt að teljast með eindæmum vel heppnað. Sambandið hefur tekið saman dagskrá Gullmótanna fyrir árið 2005 og verða þau með sama sniði og síðasta ár en dagskrá þeirra verður þéttari og styttra verður milli móta. Sambandið vonast þannig til að byggja enn frekar á vaxandi áhuga almennings en frjálsar íþróttir hafa um langt árabil átt undir högg að sækja eins og svo margir aðrir íþróttaviðburðir að fótbolta undanskildum. Væri kannski ráð fyrir forkólfa ýmissa íþróttagreina að klóra í bakkann með sama móti og frjálsíþrótta- sambandinu hefur tekist með gullmótununum. ■ KEPPT UM GULLIÐ Sú ákvörðun Al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins að setja á fót Gullmótin svokölluðu þar sem kepp- endur geta unnið raunverulegt gull hefur vakið verðskuldaða athygli og áhugi á frjálsum íþróttum aukist til muna. FERILL PETERSSONS til 1998 Lettland 1998-1999 Grótta/KR 1999-2000 Grótta/KR 2000-2001 Grótta/KR 2001-2002 Grótta/KR 2002-2003 Grótta/KR 2003-2004 HSG Düsseldorf 2004-2005 HSG Düsseldorf Landsleikir: Lettland 25 Ísland 2 Viggó Sigurðsson um Alexander Petersson: Vænti mikils af honum HANDBOLTI Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari var mjög ánægður með Alexander Petersson í frumraun hans með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Svíum í síðustu viku. Viggó sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að innkoma Peterssons í landsliðið hefði verið mjög já- kvæð. „Ég er mjög ánægður með hann. Hann smellur vel inn í hóp- inn og spilaði mjög vel bæði í vörn og sókn í leikjunum tveim- ur gegn Svíum. Það var alveg greinilegt að hann var hungraður og langaði mikið til að sýna sig og sanna. Ég vænti mikils af hon- um í Túnis og tel að hann geti verið í lykilhlutverki þar.“ Spurður um hvaða stöðu Petersson myndi spila í Túnis sagði Viggó að líklegast yrði hann mest í hægra horninu. „Hann getur líka spilað fyrir utan og ég treysti honum til að leysa þá stöðu en við erum með bæði Ólaf Stefánsson og Einar Hólmgeirsson þar þannig að það má segja að hægri helminguirnn sé ótrúlega vel mannaður,“ sagði Viggó. Petersson byrjaði báða leikina gegn Svíum í hægra horninu en Viggó sagði það ekki vera ávísun á sæti í byrjunarliðinu í fyrsta leik í Túnis. „Það er enginn núm- er eitt í neinni stöðu. Þeir sem standa sig spila – svo einfalt er það,“ sagði Viggó og benti á að Einar Hólmgeirsson hefði ýtt Ólafi Stefánssyni á bekkinn í seinni leiknum gegn Svíum. -ósk SÁTTUR MEÐ PETERSSON Viggó Sig- urðsson landsliðsþjálfari hrósar Alexand- er Petersson fyrir góða frammistöðu gegn Svíum. Fréttablaðið/Pjetur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.