Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 47
Lofthreinsitæki Nýtt! ECC ehf Skúlagötu 17 101 Reykjavík Sími 511 1001 ecc@ecc.is www.ecc.is Upplýsingar í síma 511 1001 Opið frá 09.00 til 18.00 hreinsar loftið, eyðir lykt og drepur sýkla Kröftugt jónastreymi Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða m.a. ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur og eyðir lykt (t.d. reykinga- og matarlykt) Kröftug ryksöfnun Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhrein- indum í stað hefðbundins fílters. Þrjú skref HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós Ljós sýna hvort þrífa þarf stál blöðin eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Mikill orkusparnaður Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W/klst. GUJA DÖGG HAUKSDÓTTIR HÚSIN Í BÆNUM NESKIRKJA í Reykjavík Neskirkja stendur við Hagatorg í Reykjavík. Hún var vígð á pálma- sunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson húsameistari. Fyrsti prestur safnaðarins, séra Jón Thorarensen, kom til starfa árið 1941 en nú starfa tveir prestar við sókn- ina, séra Örn Bárður Jónsson sóknar- prestur og séra Sigurður Árni Þórðar- son. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra sem dæmi um eina fyrstu nútímabyggingu á Íslandi. Í kirkjunni er að finna glerverk eftir Gerði Helgadóttur og Leif Breiðfjörð. Á síðasta ári var tekið í notkun nýtt safnaðarheimili sem byggt hefur verið við kirkjuna. Það er teiknað af VA arkitektum. Skraut eða einfaldleiki Nú eru flestir búnir að taka niður jólatréð og ganga frá jólaskraut- inu. Sums staðar fá jólaseríurnar að lifa ögn lengur og lýsa í skammdeginu, en hitt dótið er miskunnarlaust tekið úr umferð. Gluggakistur og sófaborð virðast undarlega berstrípuð og þögul. Litríka skrautið hefur nú vikið fyrir gráma hversdags á ný, veggir eru bara veggir og baðher- bergi bara baðherbergi. Veturinn varla hálfnaður. Ísland hefur nokkra sérstöðu miðað við önnur Evrópulönd að því leyti að hér er enginn bygg- ingarlistararfur sem hefur vaxið og þróast með kynslóðunum í gegnum aldir. Fá hús á Íslandi eru mikið eldri en 100 ára, og mörg hús sem byggð eru í dag bera þess merki að vera tilraunastarf- semi upp að vissu marki. Gömlu torfbæirnir sem lásu sig svo fal- lega með landinu en entust ekki sérlega vel, eru illstaðsetjanlegir í borgarlandslag svo augum er gjarnan beint til útlanda eftir fyr- irmyndum að íslenskum nútíma- byggingum. Þessi skortur á tengslum við söguna - bæði okkar eigin og vest- ræna byggingarlistasögu - getur stundum skilað sér í skringileg- um áherslum. Þannig er afstaða til ytri ásýndar eða forms bygg- inga oft slitin úr samhengi.Eitt- hvað veldur því að íslensk bygg- ingarlist er með eindæmum litrík og skrautleg. Barnaskólar og kirkjur, verslanir og stofnanir: byggingar eins og Melaskóli og Seltjarnarneskirkja, Höfðaborg með Íbúðalánasjóð og höfuðstöðv- ar Orkuveitunnar uppi á Höfða, ásamt ótal íbúðarhúsum eru lif- andi staðfesting þess að agaður einfaldleiki í byggingalist er ekki það sem helst einkennir íslenska byggingamenningu. Byggingarn- ar eru gjarnan samsettar úr flóknum og margvíslegum form- um, steinsteypan er meðhöndluð á alla lund, þakin hrauni eða steypt með mynstri, þakin járni og tré, og bæði lóðréttir og lárétt- ir fletir eru málaðir í öllum regn- bogans litum. Lágstemmdari hús í öguðum hlutföllum og jarðbundn- um litaskala avant-garde naum- hyggju mega sín lítils í þessari ofgnótt skrautlegra bygginga, þau eru í besta falli kölluð „stíl- hrein“ meðan hin húsin eru bæði „glæsileg“ og „virðuleg“. Kannski eru það bara þessir löngu og dimmu vetur, eða fá- skrúðugur og litasnauður gróður hér á Íslandi sem veldur þessari sókn í ofgnótt og líflegheit. Kannski lætin í veðrinu allan árs- ins hring. Það er víst engin hætta á að grámi og leiðindi leggist yfir þótt jólunum sé lokið. Höfundur er arkitekt. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 10/12 - 16/12 FJÖLDI TÍMABIL 0 50 100 150 200 250 300 251 17/12 - 23/12 255 24/12 - 30/12 184 31/12 - 6/1 123245 26/11-2/12 285 3/12-9/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.