Fréttablaðið - 10.01.2005, Page 12

Fréttablaðið - 10.01.2005, Page 12
12 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR SANNUR STUÐNINGSMAÐUR Stuðningsmaður Mahmouds Abbas, for- setaframbjóðanda í Palestínu, ekur um á bíl sínum í Khan Younis flóttamanna- búðunum. Landspítali – háskólasjúkrahús: Hefur yfirtekið starfrækslu sjúkrahótels HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn – háskólasjúkrahús hefur tekið við starfrækslu sjúkrahótels frá og með áramótum. Síðastliðna þrjá áratugi hefur Rauði kross Íslands staðið að rekstri sjúkrahótels, nú síðast í samvinnu við Fosshótel og LSH. Rauði krossinn ákvað nýlega að selja Fosshótelum húseign sína við Rauðarárstíg 18. LSH hefur gengið til samn- inga við Fosshótel um áfram- haldandi samstarf um rekstur sjúkrahótels samkvæmt þjón- ustusamningi sem undirritaður var við Fosshótel Lind fimmtu- daginn 23. desember og stað- festur af Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra. Samning- urinn er til 5 ára. Sjúkrahótel er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar eða aðstand- enda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferða auk þess sem sjúkrahótel nýtist þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem lið- ur í frekari endurhæfingu og bata. Auk almennrar hótelþjónustu er gestum veittur stuðningur og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu. ■ Ófærð við Hvammstanga: Tveir bílar festust í sama skaflinum ÓFÆRÐ Tvisvar þurfti að kalla út Björgunarsveitina Káraborg á Hvammstanga aðfaranótt laug- ardags vegna vegfarenda sem lentu í vandræðum vegna ófærðar á þjóðveginum milli Hvammstanga og Víðihlíðar. Við fyrra útkallið þurfti að aðstoða vegfaranda sem var fastur í skafli við bæinn Vatns- horn, en greiðlega gekk að losa bílinn og var honum fylgt af stað aftur. Við seinna útkall var óskað eftir aðstoð við vegfaranda sem sem reyndist vera fastur í sama skafli og fyrri vegfarandi. Greiðlega gekk að losa bílinn úr skaflinum. - keþ ÞENSLA Fasteignamat á íbúðar- húsnæði í Fjarðabyggð hækkaði um 30 prósent um síðastliðin ára- mót. Hækkunin var hvergi meiri á landinu, en fasteignamat á sér- býli á Seltjarnarnesi hækkaði einnig um 30 prósent. Í septem- ber síðastliðnum hækkaði fast- eignamatið í Fjarðabyggð um 20 prósent og því nemur hækkunin á síðustu fjórum mánuðum 56 prósent. Tekjur sveitarfélaga vegna fasteignaskatts, holræsagjalda og vatnsskatts eru tengdar fast- eignamatinu. Að sögn Gunnars Jónssonar, forstöðumanns fjár- mála- og stjórnsýslusvið Fjarða- byggðar, aukast tekjur sveitar- félagsins um 25 milljónir króna á yfirstandandi ári vegna hækkun- ar á fasteignaskattinum einum og sér. Hækkun fasteignamatsins kemur í kjölfarið á mikilli hækk- un húsnæðisverðs í Fjarðabyggð. Að sögn Gísla M. Auðbergssonar, fasteignasala á Eskifirði, tóku fasteignir að hækka í verði um leið og ákvörðun um byggingu ál- vers í Reyðarfirði lá fyrir. „Fast- eignamarkaðurinn á Austfjörð- um svaf Þyrnirósarsvefni í a.m.k. þrjá áratugi. Markaðurinn hefur hins vegar aldrei verið líf- legri en undanfarin tvö ár,“ segir Gísli. - kk Lífleg fasteignasala í Fjarðabyggð: Fasteignamat hækkar um helming NÝBYGGINGAR Í FJARÐABYGGÐ Í kjölfar ákvörðunar um byggingu álvers hafa heilu íbúðahverfin risið á Reyðarfirði og töluvert verið byggt á Eskifirði og í Neskaupstað. SJÚKRAHÓTEL Landspítali – háskólasjúkrahús hefur tekið við rekstri sjúkrahótelsins við Rauðarárstíg.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.