Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 12
12 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR SANNUR STUÐNINGSMAÐUR Stuðningsmaður Mahmouds Abbas, for- setaframbjóðanda í Palestínu, ekur um á bíl sínum í Khan Younis flóttamanna- búðunum. Landspítali – háskólasjúkrahús: Hefur yfirtekið starfrækslu sjúkrahótels HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn – háskólasjúkrahús hefur tekið við starfrækslu sjúkrahótels frá og með áramótum. Síðastliðna þrjá áratugi hefur Rauði kross Íslands staðið að rekstri sjúkrahótels, nú síðast í samvinnu við Fosshótel og LSH. Rauði krossinn ákvað nýlega að selja Fosshótelum húseign sína við Rauðarárstíg 18. LSH hefur gengið til samn- inga við Fosshótel um áfram- haldandi samstarf um rekstur sjúkrahótels samkvæmt þjón- ustusamningi sem undirritaður var við Fosshótel Lind fimmtu- daginn 23. desember og stað- festur af Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra. Samning- urinn er til 5 ára. Sjúkrahótel er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar eða aðstand- enda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferða auk þess sem sjúkrahótel nýtist þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem lið- ur í frekari endurhæfingu og bata. Auk almennrar hótelþjónustu er gestum veittur stuðningur og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu. ■ Ófærð við Hvammstanga: Tveir bílar festust í sama skaflinum ÓFÆRÐ Tvisvar þurfti að kalla út Björgunarsveitina Káraborg á Hvammstanga aðfaranótt laug- ardags vegna vegfarenda sem lentu í vandræðum vegna ófærðar á þjóðveginum milli Hvammstanga og Víðihlíðar. Við fyrra útkallið þurfti að aðstoða vegfaranda sem var fastur í skafli við bæinn Vatns- horn, en greiðlega gekk að losa bílinn og var honum fylgt af stað aftur. Við seinna útkall var óskað eftir aðstoð við vegfaranda sem sem reyndist vera fastur í sama skafli og fyrri vegfarandi. Greiðlega gekk að losa bílinn úr skaflinum. - keþ ÞENSLA Fasteignamat á íbúðar- húsnæði í Fjarðabyggð hækkaði um 30 prósent um síðastliðin ára- mót. Hækkunin var hvergi meiri á landinu, en fasteignamat á sér- býli á Seltjarnarnesi hækkaði einnig um 30 prósent. Í septem- ber síðastliðnum hækkaði fast- eignamatið í Fjarðabyggð um 20 prósent og því nemur hækkunin á síðustu fjórum mánuðum 56 prósent. Tekjur sveitarfélaga vegna fasteignaskatts, holræsagjalda og vatnsskatts eru tengdar fast- eignamatinu. Að sögn Gunnars Jónssonar, forstöðumanns fjár- mála- og stjórnsýslusvið Fjarða- byggðar, aukast tekjur sveitar- félagsins um 25 milljónir króna á yfirstandandi ári vegna hækkun- ar á fasteignaskattinum einum og sér. Hækkun fasteignamatsins kemur í kjölfarið á mikilli hækk- un húsnæðisverðs í Fjarðabyggð. Að sögn Gísla M. Auðbergssonar, fasteignasala á Eskifirði, tóku fasteignir að hækka í verði um leið og ákvörðun um byggingu ál- vers í Reyðarfirði lá fyrir. „Fast- eignamarkaðurinn á Austfjörð- um svaf Þyrnirósarsvefni í a.m.k. þrjá áratugi. Markaðurinn hefur hins vegar aldrei verið líf- legri en undanfarin tvö ár,“ segir Gísli. - kk Lífleg fasteignasala í Fjarðabyggð: Fasteignamat hækkar um helming NÝBYGGINGAR Í FJARÐABYGGÐ Í kjölfar ákvörðunar um byggingu álvers hafa heilu íbúðahverfin risið á Reyðarfirði og töluvert verið byggt á Eskifirði og í Neskaupstað. SJÚKRAHÓTEL Landspítali – háskólasjúkrahús hefur tekið við rekstri sjúkrahótelsins við Rauðarárstíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.