Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 8
KÁRAHNJÚKAR Ómar R. Valdimars-
son, talsmaður Impregilo, segir
að laun erlendra starfsmanna
hafi verið greidd samkvæmt sam-
komulagi við ASÍ frá 10. október
2003. Samkvæmt því skyldu er-
lendir starfsmenn sem vinna und-
ir virkjunarsamningnum fá ís-
lenskan launaseðil þar sem fram
koma vinnutímar og tímakaup.
Frá brúttólaunum væri dregin
fjárhæð sem svarar til lífeyris-
sjóðs, skatta og greiðslu til stétt-
arfélags. Launaupphæðin sem
eftir standi sé lágmarksgreiðsla
og fari inn á reikning starfs-
manns, hvar í heiminum sem það
er. Ef erlenda launauppgjörið gefi
lægri niðurstöðu en það íslenska
fái starfsmaðurinn uppbót svo að
hann fái að minnsta kosti sömu
upphæð og íslenskir samstarfs-
menn. Gefi erlendi samningurinn
betri niðurstöðu þá njóti hann
góðs af því.
Ómar telur fjarstæðu að
Impregilo hafi stjórnvöld í vasan-
um og komist upp með ýmislegt
sem aðrir fái ekki. Fyrirtækið
vinni ágætlega með íslenskum
stjórnvöldum og fái að kenna á
því ef eitthvað sé að. Alrangt sé
að fyrirtækinu hafi verið hótað
dagsektum fyrir það sem aflaga
hafi verið farið og þeim ekki
beitt. „Að vissu leyti má segja að
í upphafi framkvæmdanna hafi
yfirvöld sýnt fyrirtækinu skiln-
ing vegna þess hve skammur und-
irbúningstíminn var en fyrirtæk-
ið fær enga sérmeðferð,“ segir
Ómar.
Um 1.000 starfsmenn vinna
hjá Impregilo á Kárahnjúkum.
Ómar segir að um 600 þeirra séu
frá löndum innan Evrópu. „Þegar
Impregilo bauð í þessa fram-
kvæmd taldi fyrirtækið sig geta
gert það á þeim kostnaði sem í til-
boðinu stóð vegna þess að það
ætlaði að bjóða laun samkvæmt
virkjanasamningi. Það stendur
ekki til og stóð ekki til að yfir-
bjóða fólk. Það er ekki þar með
sagt að enginn sé yfirborgaður.
Það er vissulega samkeppni og
margir iðnaðarmenn eru yfir-
borgaðir og fólk í stjórnunar-
störfum og fleiri störfum eru á
hærri launum en virkjanasamn-
ingurinn kveður á um. Hvað varð-
ar kínverska starfsmenn og
starfsmenn utan Evrópska efna-
hagssvæðisins þá hefur fyrirtæk-
ið verið í stóru verkefni í Kína.
Þar er meirihluti starfsfólksins
Kínverjar. Þeir hafa reynst fyrir-
tækinu ákaflega vel og unnið við
svipuð skilyrði. Fyrirtækið
treystir þeim og þætti því æski-
legt að geta nýtt þessa starfs-
krafta á Íslandi líka.“
Kína er kommúnistaríki og
kínverska þjóðin ein sú kúgaðasta
í heimi. Ómar segir að Impregilo
sækist eftir því að fá Kínverja til
starfa því að fyrirtækið þekki þá
og treysti þeim, þeir séu harðdug-
legir og framleiðnin mikil. Fárán-
legt sé að halda að áhugi Impreg-
ilo á þeim sé vegna þess að þeir
segi hugsanlega síður skoðun sína
og láti bjóða sér meira en Íslend-
ingar.
„Þú lætur að því liggja að
Impregilo sæki í starfsmenn sem
eru fullir þrælsótta. Kína á yfir
6.000 ára sögu sem er langt í frá
öll lituð af kúgun núverandi vald-
boða. Kínverjar hafa ekki alltaf
verið kúgaðir þó að þeir hafi
kannski verið það síðustu 70 ár.“
Verktakar telja ljóst í upp-
runalegu tilboði að Impregilo hafi
ekki gert ráð fyrir að borga nema
þriðjung af íslenskum launum.
Ómar segir ekki mikið að marka
þessa gagnrýni því hún komi frá
Jóhanni Bergþórssyni sem hafi
gert tilboð í verkið með öðru
fyrirtæki. Hann hljóti að vera lit-
aður af því.
Ómar segir að gerð hafi verið
bragarbót á umfjöllun Impregilo
á umsóknum. Hæfum umsækj-
endum sé öllum svarað, hinir
mæti afgangi. Betur hefði verið
að verki staðið ef öllum hefði ver-
ið svarað bréfleiðis.
Hvað varðar gagnrýni á það að
erlendir starfsmenn séu fluttir
beint að Kárahnjúkum án þess að
fara fyrst í heilbrigðisskoðun þá
segist Ómar ekki þekkja verk-
lagsreglurnar en heilsugæslan á
Kárahnjúkum sé opin allan sólar-
hringinn og hún sé rekin í sam-
vinnu við Heilbrigðisstofnun
Austurlands.
Búist er við að fljótlega liggi
fyrir ákvörðun Vinnumálastofn-
unar um undanþágu fyrir 44 Kín-
verja, níu Pakistana og einn Kól-
umbíumann. Ómar segir að takist
fyrirtækinu ekki að fjölga starfs-
mönnum og ná upp framleiðni á
svæðinu þá geti vinna við gerð
Kárahnjúkavirkjunar dregist „en
að kalla þetta hótun er algjörlega
fráleitt,“ segir hann.
ghs@frettabladid.is
8 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR
Tæpar sex milljónir fyrir byggingarrétt hverrar íbúðar í Garðabæ:
Hátt lóðaverð þrátt fyrir nægt framboð
LÓÐAVERÐ Bæjarstjórn Garða-
bæjar tekur afstöðu á þriðjudag
til tilboðanna 49 sem bárust í
byggingarrétt tveggja blokka
við Bjarkarás í Garðabæ. Hæsta
gildandi tilboð hljóðar upp á
rúmar 175 milljónir króna, eða
um 5,8 milljónir á íbúð.
Ásdís Halla Bragadóttir, bæj-
arstjóri Garðabæjar, segir verð-
tilboð í lóðirnar umtalsvert
hærra en búist hafi verið við.
Aldrei hafi fleiri lóðir verið í
uppbyggingu í Garðabæ:
„Verið er að byggja 760 íbúð-
ir í Sjálandi. Það á að fara að
byggja milli 400 og 500 íbúðir í
Akrahverfi. Við erum að skipu-
leggja fleiri hverfi og því engin
tengsl milli þess hve margar
lóðir voru boðnar út núna og
þessa háa verðs.“
Björn Þorri Viktorssson, for-
maður Félags fasteignasala,
segir verðið vekja athygli í
ljósi góðs framboðs á lóðum
víða um höfðuborgarsvæðið.
Staðsetning blokkanna hafi
ráðið verðinu.
Frjálsi fjárfestingabankinn
átti tvö hæstu tilboðin í lóðirnar
og dró það hærra til baka. Ekki
náðist í forsvarsmenn bankans.
- gag
Impregilo fær
ekki sérmeðferð
Talsmaður Impregilo er ósáttur við gagnrýni á fyrirtækið síðustu daga. Hann telur flestar fullyrðingar
verkalýðshreyfingarinnar rangar og ekki rétt að Impregilo hafi hótað Íslendingum.
LÍK FÓRNARLAMBA
Fimm borgarar létust í sprengjuárás
bandaríska hersins í Mosul.
Bandaríski herinn:
Borgarar
skotnir
BAGDAD, AP Bandaríski herinn
skaut tvo íraska lögreglumenn og
tvo almenna borgara til bana fyr-
ir mistök á laugardaginn.
Mistökin urðu eftir að ráðist
var á bílalest hersins suður af
Bagdad. Talsmenn hersins hafa
ekki gefið út neina yfirlýsingu í
kjölfar slyssins. Þetta eru önnur
mistök hersins á skömmum tíma.
Fyrir nokkrum dögum létust
fimm borgarar þegar herinn
sprengdi hús í borginni Mosul.
Forsvarsmenn hersins hafa beðist
afsökunar á sprengingunni.
Árásin á bílalestina á laugar-
daginn varð við Jussifiya sem er
innan svæðis sem kallast þríhyrn-
ingur dauðans. Þar hafa uppreisn-
armenn súnní-múslima haldið
uppi árásum um langa hríð. ■
1Hvers vegna bað Alex Fergusson,framkvæmdastjóri Man. Utd., stuðn-
ingsmenn félagsins afsökunar?
2Hversu hátt hlutfall háskólanema færnámslán frá Lánasjóði íslenskra
námsmanna?
3Hvar í Mið-Austurlöndum voru for-setakosningar í gær?
SVÖRIN ERU Á BLS. 34
VEISTU SVARIÐ?
– hefur þú séð DV í dag?
Börnin horfðu
á móður
sína barða
af fjórum
konum
MIÐBÆR GARÐABÆJAR
Fasteignafélagið Hlíð, sem er í eigu Frjálsa fjárfestingabankans, átti hæsta tilboðið sem
barst í lóðir við Bjarkarás í Garðabæ. Það var upp á rúmlega 200 milljónir króna en var
dregið til baka þar sem bankinn átti einnig næsthæsta tilboðið.
UNNIÐ VIÐ KÁRAHNJÚKA
Um 1.000 starfsmenn vinna hjá Impregilo á Kárahnjúkum. Ómar segir að um 600 þeirra séu frá löndum innan Evrópu.
ÓMAR VALDIMARSSON
Talsmaður Impregilo segir að farið sé eftir
reglum á Kárahnjúkum og erlendum
starfsmönnum greitt samkvæmt sam-
komulagi frá því í október 2003.