Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 10. janúar 2004 milli ríkisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um verk- efnatilfærslu og tekjustofna. Ef samþykkt verður að mynda eitt sveitarfélag á Eyjafjarðar- svæðinu verða íbúar þess 23 þús- und talsins. Þar með verður kom- inn sterkur landsbyggðarkjarni, til móts við höfuðborgarsvæðið, eins og hugur núverandi ríkis- stjórnar stendur til. Um 70% íbúa þess sveitarfélags munu búa á Ak- ureyri. Fjárhagslegur ávinningur Í skýrslu RHA er gert ráð fyrir töluverðum fjárhagslegum ávinn- ingi með sameiningu vegna sparn- aðar í stjórnsýslu. Í stað átta bæj- ar- og sveitarstjóra, auk tveggja starfandi oddvita, verður einn bæjarstjóri. Í stað 68 sveitar- stjórnamanna er gert ráð fyrir 15 manna bæjarstjórn og nefndar- sætum mun fækka um 350, svo dæmi séu tekin. Stjórnsýslan verð- ur að mestu leyti staðsett á Akur- eyri en gert er ráð fyrir að einhver hluti hennar verði í þéttbýliskjörn- unum við utanverðan Eyjafjörð. Íbúar sveitarfélaganna tíu munu verða mismunandi mikið varir við breytingar, verði af sam- einingu. Þjónustustigið er hæst á Akureyri og munu Akureyringar finna fyrir litlum breytingum. RHA gerir ráð fyrir að þjónusta við íbúa hinna sveitarfélaganna muni aukast og ýmsar gjaldskrár þar lækka. Engu að síður telur RHA að ávinningur Akureyringa sé töluverður, ekki síst í formi aukins landrýmis. Í skýrslu RHA er gert ráð fyr- ir árlegum sparnaði upp á 80 milljónir króna en á móti kemur töluverður kostnaður í upphafi vegna sameiningarinnar. Skuldastaðan misjöfn Í viðhorfskönnun sem RHA gerði á meðal íbúa sveitarfélaganna kemur fram að mikill meirihluti telur sig eiga mikla eða nokkra samleið með íbúum Akureyrar; frá 67% og upp í 95% eftir sveit- arfélögum. Sameinað sveitarfélag myndi taka við öllum eignum og skuldum sveitarfélaganna tíu. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjár- hagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Að teknu tilliti til eigna og skulda stóð Arnarneshreppur best í árslok 2003 með eign upp á rúm- lega 797 þúsund krónur á íbúa um- fram skuldir. Þar á eftir kom Sval- barðsstrandarhreppur með 733 þúsund, Grýtubakkahreppur með 685 þúsund og Akureyri með 445 þúsund. Hrísey, sem nú hefur sameinast Akureyri, stóð lang- verst með neikvætt eigið fé upp á 96 þúsund á hvern íbúa. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja til að byggja upp Eyjafjarðar- svæðið, Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri segir svæðið sterkara sem heild og sveitar- stjórnarmenn í a.m.k. sex sveitar- félögum á svæðinu, með yfir 90% íbúa svæðisins að baki sér, vilja að kosið verði um sameiningu allra 10 sveitarfélaganna að uppfylltum þremur skilyrðum. Flest rök hníga að því að sameiningarnefndin muni telja kosningu um samein- ingu allra tíu sveitarfélaganna í og við Eyjafjörð mjög spennandi kost. kk@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Mjólkurframleiðsl- an var með ágætum á árinu 2004 og lögðu bændur inn meiri mjólk í mjólkurbúin en þeir hafa gert í tæp tuttugu ár. Samtals komu 112 milljónir lítra í mjólkurbú lands- ins og var mjólkin ýmist unnin til drykkjar eða í þær fjölmörgu af- urðir mjólkurinnar sem fram- leiddar eru vítt og breitt um land. Þetta er mesta mjólkurfram- leiðslan síðan 1985 þegar 116 lítr- ar voru lagðir inn til afurðastöðv- anna. - bþs Nýtt nafn á gömlu fyrirtæki: PharmaNor verður Vistor VIÐSKIPTI Fyrirtækið PharmaNor, sem nýlega var gert af dómstólum að skipta um nafn, mun hér eftir heita Vistor. Gamla nafnið þótti um of líkt nafni danska fyrirtæksins Pharma Nord. Vistor er samsett úr íslenska orðinu vist og alþjóðlega viðskeyt- inu -or. Vistor er heildsala sem selur ýmsar heilbrigðisvörur, til dæmis lyf og lækningatæki. Fyrirtækið var áður hluti af Pharmaco. Um leið og fyrirtækið tekur upp nýja nafnið verða kjörorð þess: Bakhjarl fyrir betri líðan. - bþs VIÐURKENNING Hjalti Þór Vignisson er Hornfirðingur ársins að mati lesenda vefsíðunnar horn.is sem starfrækt er í Hornafirði. Hjalti Þór þótti sýna gott frumkvæði með því að flytja, ásamt fjöl- skyldu sinni, á heimaslóðirnar að loknu námi og synda þannig gegn straumnum sem jafnan liggur á höfuðborgarsvæðið. Á horn.is kemur fram að Hjalti Þór er staddur á Kanaríeyjum en hafi verið gert viðvart um titilinn. Verður honum fært viðurkenning- arskjal við heimkomu. Hjalti Þór er fjórði í röðinni til að hljóta sæmdarheitið Hornfirð- ingur ársins. Aðrir sem borið hafa titilinn eru Hajrudin Kardaklija, Ármann Smári Björnsson og Svafa Mjöll Jónasar. - bþs Hornfirðingur ársins 2004: Flutti heim á árinu FRÁ HÖFNINNI Í HÖFN Í HORNAFIRÐI Myndin er tekin að sumarlagi en þar er nú hvít jörð eins og annars staðar á landinu. VIÐ MJALTIR Meiri mjólk var lögð inn í mjólkurbúin á síðasta ári en í mörg ár. Mjólkurframleiðsla: Mikið mjólkað í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.