Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 21
Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vítastígsmegin) Sími 551 2040 Útsalan hefst í dag 20 - 70% afsláttur Andri Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, er mikill fagurkeri og kann vel að meta fallegar byggingar. „Mér finnst auðvitað húsið í Póst- hússtræti 2, fyrrum hús Eim- skipafélags Íslands, fallegast,“ segir Andri. „Það er að mínu mati reisulegasta húsið í Reykjavík. Húsið er byggt í þessum klassíska stíl sem er að finna í stórborgum Evrópu og við eigum því miður alltof fá dæmi um. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja og húsið er byggt meðan menn byggðu ennþá eins og karlmenni,“ segir hann og hlær. Nú er verið að breyta húsinu í Hótel 1919, en það er einmitt byggingarár hússins. „Hótelið verður opnað í lok apríl,“ segir Andri, sem er einn eigenda þess. „Öllum sérkennum hússins verður haldið, ytra byrðið verður óbreytt og sérkennin innanhúss, eins og til dæmis loftskreytingarnar munu áfram njóta sín. Í þessu húsi er líka fallegasta stigahús í bænum og ákaflega fallegur stigi sem allt mun njóta sín mjög vel.“ Andri segist helst heillast af arkitektúr nítjándu aldar. „Fallegasta bygg- ingarlist sem okkar menningar- saga hefur framkallað er að mínu mati byggingar sem við finnum í gömlum höfuðborgum Evrópu, ekki síst Prag. Svo er auðvitað óskaplega gaman að sjá nýja hluti eins og til dæmis Gugggenheim- safnið í Bilbao, sem er algjörlega nýtt og ólíkt öllu öðru. En arki- tektúr hlýtur alltaf að vera sam- spil áhrifa umhverfis og náttúru.“ Andri hefur ekki byggt sér hús frá grunni, en hann hefur endur- byggt hús. „Það hús var byggt ör- lítið seinna en Pósthússtræti 2, en undir sömu áhrifum. Þetta er ör- ugglega sá byggingarstíll sem höfðar mest til mín.“ MÁNUDAGUR 10. janúar 2005 Láttu þér líða vel með 17 22 / TA K TÍ K 2 2. 9. ´0 4 ATH. Við erum á nýjum s tað Síðumúla 30 Síðumúla 30 • 108 Reykjavík OPIÐ Virka dag a kl. 10 - 1 8 Laugarda ga kl. 11 - 14 s. 553 6400 • f. 553 6403 • panorama@panorama.is • www. panorama.is Sýningari nnrétting ar til sölu 30–50% afsláttur JANÚARÚTSALAN ER AÐ HEFJAST 27.900 Þjóðlagagítar frá kr. 14.900 Þegar menn byggðu eins og karlmenni Andri Ingólfsson heldur mest upp á Pósthússtræti 2 þar sem hann mun opna hótel innan tíðar. Tískan í garðinum 2005 Blómin næsta sumar eiga að vera mörg og marglit. Garðyrkjuunnendur geta beðið spenntir eftir vorinu. Nú leggjast allir á eitt við að spá fyrir um hvernig allt verður á nýja árinu og það á líka við um heimilið og garðinn. Tímaritið Better Homes and Gardens er nú þegar farið að spá fyrir um garð- tískuna 2005. Samkvæmt vefsíðunni verða risastórir blómapottar í grískum stíl eitt af því sem mun heilla garðyrkjuáhugamenn. Stórum pottum fylgja vissulega stórar plöntur og sem verða aðalmálið þegar vora tekur. Einnig mun garðhönnun vera í sviðsljósinu en fólk mun einbeita sér að því að gera garðsvæðið og veröndina eða svalirnar heimilislegar - rétt eins og svæðið sé inni í stofu. Skreytt verður í fallegum, mjúk- um litum og falleg viðarhúsgögn látin kóróna huggulegheitin. Líf- rænn áburður mun tröllríða garð- inum og fyrirtæki keppast um að framleiða besta lífræna áburðinn. Og síðast en ekki síst eru það blómin sem eiga vera mörg og marglit. Merkingar þurfa að vera skýrar til að allar sendingar komist til skila. Ekki er nóg að hafa rétt heimilis- fang skrifað á póstsendingu til að hún sé borin út heldur verður nafn viðtakanda að vera skráð á póst- kassa eða við póstlúgu, jafnvel í einbýli. Á heimasíðu Íslandspósts stendur eftirfarandi: „Til þess að tryggja að Póstur- inn geti komið sendingum rétt til skila er nauðsynlegt að nöfn allra sem hafa aðsetur á viðkomandi heimili séu skráð á póstkassa, við póstlúgu eða á bjöllu. Póstmenn hafa ekki leyfi til að setja sendingu í póstkassa eða inn um póstlúgu nema viðtakandi sé merktur á þann hátt sem fyrr greinir. Miklu skiptir að húsnúmer séu skýr og greinileg allan ársins hring. Aðsetur fyrirtækja þarf að vera vel merkt við inngang og á viðkomandi hæð.“ Ef jólapósturinn hefur ekki all- ur komið fram er ástæðan hugsan- lega sú að nafn viðtakanda vanti á póstkassann sem sendingum er ætlað að fara í svo það borgar sig að merkja vel. Öll nöfn við póstlúguna Bréfberar mega ekki setja póst inn um ómerkta lúgu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.