Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 48
Ég skora á iðnaðar-
ráðherra að beita
sér fyrir því að koma með
öllum ráðum í veg fyrir þá
miklu hækkun sem er boð-
uð á húshitunarkostnaði.
Raforkuriddarinn Valgerður Sverrisdóttir
Á nýársdag hlotnaðist Valgerði
Sverrisdóttur sá mikli heiður að
hljóta stórriddarakross íslensku
fálkaorðunnar fyrir störf í opin-
bera þágu og vil ég nota tækifær-
ið og óska henni til ham-
ingju.Ekki er nokkur vafi á því að
Valgerður hefur beitt sér ötul-
lega fyrir opinberum stórvirkj-
unum og jafnvel svo mjög að í
kjölfar orðuveitingar herra Ólafs
Ragnars Grímssonar hefur hún
hlotið sæmdarheitið raforkuridd-
arinn manna á meðal.
Sá böggull fylgir þó skammrifi
að önnur verkefni ráðherrans
hafa verið látin sitja á hakanum.
Þekkt er hve ráðherrann hefur lítt
sinnt brotum á samkeppnislögum
sem varða almenning miklu. Mál
tryggingafélaganna dagaði nánast
uppi í eftirlitsstofnun ráðherrans
eftir að hafa verið til þar til „með-
ferðar“ í rúm 7 ár. Ekki var talið
rétt að beita fyrirtækin sem
hlunnfóru neytendur neinum
þvingunarúrræðum öðrum en til-
mælum um að brjóta ekki af sér
að nýju.
Byggðarmálum hefur nánast
ekkert verið sinnt og hafa ýmsar
ákvarðanir og ummæli ráðherr-
ans verið vægast sagt mjög um-
deild. Í pistli á heimasíðu ráðherr-
ans má lesa sérkennilegt viðhrof
til sjávarútvegs og sjávarbyggð-
anna. Í pistlinum er viðurkennt að
kvótakerfið væri sjávarbyggðun-
um dýrt en svo heilagt væri kerf-
ið að það væri af og frá að breyta
því á nokkurn hátt og vera með
því að föndra við byggðirnar. Við í
Frjálslynda flokknum sjáum alls
ekki neinn heilagleika við kerfi
sem skilar helmingi minni botn-
fiskafla upp úr sjó en fyrir daga
þess.
Byggðamálaráðherrann hefur
ennfremur beitt sér fyrir því að
afnema flutningsjöfnun til lands-
byggðarinnar og skilað þinginu
afspyrnu lélegri skýrslu um fram-
vindu byggðamála.
Nýtt skipulag í raforkumálum
virðist ætla að verða þeim fjöl-
mörgu á landsbyggðinni sem
kynda hús sín með raforku dýr-
keypt og hækkar orkuverðið um
15%. Raforkufyrirtækin bera þá
aumu afsökun á borð að ekki sé
lengur heimilt að veita sérstaka
afslætti vegna rafmagns til hús-
hitunar. Raforkufyrirtækin minn-
ast ekki á að það er ekkert sem
stendur í vegi fyrir því að þau
lækki verðið sem nemur þeim af-
slætti sem þau hafa gefið um ára-
bil.
Ég skora á iðnaðarráðherra að
beita sér fyrir því að koma með
öllum ráðum í veg fyrir þá miklu
hækkun sem er boðuð á húshitun-
arkostnaði. Ef ekki verður komið í
veg fyrir boðaða hækkun, þá tel
ég að þeir fjölmörgu sem verða
fyrir verulegri hækkun á húshit-
unarkostnaði munu minnast Val-
gerðar og Framsóknarflokksins
þegar þeir greiða hækkaðan raf-
magnsreikninginn. ■
19MÁNUDAGUR 10. janúar 2004
Móðursýki 84% Íslendinga
Formaður utanríkismálanefndar, Sólveig
Pétursdóttir, birtist þjóðinni sem vitring-
ur í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær;
listi hinna vígfúsu ríkja skiptir ekki máli
þar sem hann hefur ekki í för með sér
þjóðréttarlegar skuldbindingar fyrir Ís-
land. Þetta hlýtur að slá á móðursýki
þeirra 84 prósenta Íslendinga, sem
samkvæmt skoðanakönnun Gallups eru
andvíg veru Íslands á listanum. Hinir
fjölmörgu Íslendingar sem gátu ekki
sofið af ótta við að aðild að listanum
fæli í sér þjóðréttarlega skuldbindingu
geta nú andað léttar. Eða kannski var
það meira eitthvað svona í líkingu við
handfylli tæknikrata, er vilja gera Jón
Baldvin að formanni í sínu félagi, sem
hafði áhyggjur af slíkri nánasalögfræði.
Hvað sem því líður þá er gott að hafa
öflugan formann utanríkismálanefndar
sem leggur spilin á borðið. Slíkt má ekki
vanmeta.
Huginn Freyr Þorsteinsson á murinn.is
Samanburður á milli sveitarfélaga
Það er afar mikilvægt að íbúar höfuð-
borgarsvæðisins hafi samanburð á milli
sveitarfélaga, til dæmis Reykjavíkur-
borgar og Seltjarnarnesbæjar. Í Reykja-
vík var verið að hækka fasteignagjöld
þótt gjaldstofninn hafi stækkað veru-
lega vegna hækkunar á fasteignamati. Á
Seltjarnarnesi stendur á sama tíma til
að að lækka fasteignagjöldin til að vega
á móti hækkun fasteignaverðs. Reykja-
víkurborg innheimtir hámarksútsvar af
íbúum sínum á meðan það er mun
lægra á Seltjarnarnesi þótt gera mætti
ráð fyrir því að Reykjavík ætti að geta
haft lægri skatta vegna stærðar sinnar.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Klóra sér í kollinum
Það verður að segjast eins og er að
bankaheimurinn klórar sér í kollinum
yfir ráðningu Jóns Diðriks Jónssonar
sem framkvæmdastjóra fjárfestinga- og
alþjóðasviðs Íslandsbanka. Aðallega
vegna þess að hann hefur enga reynslu
sem bankamaður. Jón Diðrik var for-
stjóri Ölgerðarinnar þar sem hann var
látinn hætta um áramótin. Þar áður
vann hann hjá Coca Cola. Hann hefur
því mikla reynslu í að selja gosdrykki,
bjór og snakk – bæði hér heima og er-
lendis – og verður fróðlegt að sjá hvern-
ig það nýtist honum við að stýra útrás
bankans. Ég óska Jóni Diðrik alls hins
besta í starfi og minni á að nafni hans
Ásgeir hjá Baugi hafði einmitt reynslu úr
matvörunni þegar hann hóf sína útrás í
Bretlandi. En vissulega er ráðning Jóns
Diðriks dálítið kómísk í ljósi umræðunn-
ar um að verið væri „að senda heldur
kaldar kveðjur til iðnfyrirtækja í landinu“
með því að hafna Sveini Hannessyni,
framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins,
sem útibússtjóra bankans í Lækjargötu.
Jón Diðrik kemur úr iðnaðinum og ættu
menn þar á bæ að hafa tekið gleði sína
á ný eftir málalokin með Svein.
Jón G. Hauksson á heimur.is
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
UMRÆÐAN
RAFÖRKUVERÐ
,,
AF NETINU
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.