Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 8

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 8
1Fyrrverandi starfsmenn hvaða fyrir-tækis setti sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann á? 2Í hvaða sæti er Ísland á lista yfir þaulönd sem best standa í sjálfbærri þróun? 3Hvaða bandaríski konungur spjall-þáttanna lést í vikunni? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Starfsmannafélag Hafnarfjarðar: Sveitarfélögin reka grjótharða láglaunapólitík KJARAMÁL Almennir starfsmenn Hafnarfjarðar vilja að bærinn taki upp sjálfstæða launastefnu gagnvart þeim og hætti að láta launanefnd sveitarfélaganna semja um kjör þeirra á milli. Var það samþykkt einróma á ríflega 70 manna aðalfundi Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar 19. janúar. Árni Guðmundsson, formaður félagsins, segir stefnu launa- nefndar sveitarfélaganna mjög fjandsamlega gagnvart almennu launafólki. „Almennum bæjarstarfs- mönnum finnst illa farið með sig launalega. Þeim finnst ábyrgðar- hluti hjá bæjarfélögum að láta málin þróast út í þessa grjót- hörðu láglaunapólitík eins og orðið er,“ segir Árni. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir ályktun starfsmannafélagsins verða á borði bæjarráðs í næstu viku. Afstaða til hennar hafi ekki verið tekin. Með samstarfi sveitar- félaga sé ekki stefnt á lág laun. „Sveitarfélögin hafa sýnt það í samningum sem hafa verið gerðir að undanförnu. Þar hafa orðið hækkanir umfram það sem mörg hafa verið sátt við,“ segir Lúðvík. - gag Ágúst Ólafur um dómsmálaráðherra: Grafið undan embætti umboðsmanns ALÞINGI Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, seg- ir að stjórnvöld og sérstaklega dómsmálaráðherra hafi með um- mælum sínum grafið undan emb- ætti Umboðsmanns Alþingis og virðingu þess. „Dómsmálaráðherra hefur kallað Umboðsmann Alþingis „álitsgjafa“, „mann úti í bæ“ og niðurstöður hans „lögfræðilegar vangaveltur“ og „fræðilegar vanga- veltur“,“ segir Ágúst Ólafur. „Eins og kemur fram í skýrsl- unni hefur umboðsmaður neyðst til þess að setja sér skriflegar sam- skiptareglur gagnvart stjórnvöld- um í kjölfar reiðisímtals þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddsson- ar. Það er alveg sambærilegt og ef menn væru að hringja í dómara. Auðvitað ætti umboðsmaður Al- þingis ekki að þurfa að setja sér skriflegar samskiptareglur við stjórnvöld en ef menn beita sínu áhrifavaldi svona neyðumst við til að fara í þennan farveg,“ segir Ágúst Ólafur. - sda Margar ábendingar um ólöglegt vinnuafl Samiðn hefur borist aragrúi ábendinga og upplýsinga um ólöglegt vinnuafl í byggingariðnaði hér, að sögn formanns sambandsins. Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa leitað eftir samstarfi við Samiðn um málið. ATVINNUMÁL Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa óskað eftir samstarfi við Samiðn, sam- band iðnfélaga, vegna gruns um fjölda útlendinga í ólöglegri atvinnu hér á landi, að sögn Finn- björns A. Hermannssonar, for- manns Samiðnar. „Við munum að sjálfsögðu verða því,“ sagði Finnbjörn, sem sagði jafnframt að óskin hefði borist í kjölfar umræðu í fjölmiðl- um. „Við ætlum ekki að að stilla okkur upp sem eftirlitsvaldi hér á landi,“ sagði Finn- björn enn fremur. „Þetta er á forræði op- inberra aðila, en við erum til- búnir til að vinna með þeim ef það hjálpar. Við lít- um svo á að þetta sé fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda.“ Samiðn vinnur nú að könnun á starfsemi með ólöglegt erlent vinnuafl og stendur hún fram á vorið. Hlutur erlenda vinnu- aflsins er aðeins hluti af þeirri könnun, því hún nær til þess hverjir eru almennt að vinna störf iðnaðarmanna. Hörgull er á þeim þessa dagana, að sögn Finnbjörns, og þá fara aðrir í störfin. „Við erum búnir að fá aragrúa ábendinga og upplýsinga, þannig að það fer ekkert á milli mála að við höfum síst verið of stórtækir í yfirlýsingum um fjölda,“ sagði Finnbjörn. „Upplýsingar berast frá fólki sem veit um vinnuafl af þessu tagi í sínu umhverfi og vill láta okkur vita. Við viljum fá far- veg hjá opinberum aðilum, hvern- ig við förum með upplýsingar, bæði sem koma til okkar frá utan- aðkomandi og eins það sem eftir- litsmenn okkar verða varir við, því við erum auðvitað með okkar vinnustaðaeftirlit samt sem áður. En það snýr ekki einungis að út- lendingum, heldur er um almennt vinnustaðaeftirlit að ræða. Og þetta ólöglega vinnuafl er víðar en í byggingariðnaði.“ Finnbjörn sagði að samkvæmt orðrómi væru ólöglegir starfs- menn með fjögur til átta hundruð krónur á tímann í dagvinnu, á meðan íslenskur smiður með rétt- indi fengi fjórtán til sextán hund- ruð krónur á tímann. „Við höfum mikinn áhuga á að nálgast þessa menn og aðstoða þá við að innheimta rétt laun,“ sagði Finnbjörn. jss@frettabladid.is Ráðherra á Spáni: Páfinn líti í eigin barm MADRÍD, AP Jose Bono, varnar- málaráðherra Spánar, vísar á bug gagnrýni Jóhannesar Páls páfa sem hefur mótmælt lögleið- ingu fóstureyðinga og því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Ráðherrann segir að afstaða kirkjunnar gangi í sum- um tilfellum gegn boðskap Jesú Krists. Ráðherrann sagði að ríkið gæti ekki troðið trú upp á fólk heldur ætti fólkið að ráða sínum trúmálum sjálft. hann sagði að ef kaþólska kirkjan teldi guðsótta manna fara hnignandi ætti hún ef til vill að líta í eigin barm. ■ BUSH RÆDDI VIÐ ALLAWI George W. Bush Bandaríkjaforseti og Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, ræddu saman í síma í gær. Þeir fóru yfir undirbúning kosninganna á sunnu- dag en þetta er í sjötta sinn á fáein- um dögum sem þeir ræða saman. FJÓRÐUNGUR SKRÁÐI SIG Um fjórð- ungur íraskra ríkisborgara erlendis hafði í gær skráð sig til þátttöku í kosningunum á sunnudag. 1,2 millj- ónir Íraka sem búa utan Íraks hafa atkvæðarétt og skráðu 255 þúsund þeirra sig á kjörskrá áður en frest- ur til þess rann út. SKOTIÐ Á KJÖRSTAÐ Vígamenn skutu úr vélbyssu á kjörstað í Diwaniyah-borg í miðhluta Íraks í gær. Enginn særðist en árásin er enn ein áminningin um andstöðu vígamanna við kosningarnar. HAFNARFRAMKVÆMDIR Á REYÐARFIRÐI Fjarðabyggð: Áætlun talin standast HÖFNIN Framkvæmdir við höfn- ina í Fjarðabyggð ganga þokka- lega en nokkur seinkun hefur orðið á vinnu Arnarfells við að reka niður 380 metra þil. Guð- mundur Bjarnason bæjarstjóri segist ekki hafa stórar áhyggjur af seinkun. Siglingastofnun telji að áætlun standist. Bygging hafnarinnar kostar einn milljarð króna og á fyrsti hluti hafnarinnar að vera til- búinn 1. júlí í sumar. Verið er að reka niður síðustu 100 metrana af þilinu þannig að í sumar geti skip lagst að bryggju. Höfnin á að vera tilbúin 1. nóvember 2006. - ghs – hefur þú séð DV í dag? Eiginkonuníðingur dæmdur fyrir kannabisræktun í héraðsdómi: Fékk skilorð fyrir að berja konuna sína í tætlur KAFTEINN KÓKAÍN RAUF SKILORÐ EN SLEPPUR VIÐ REFSINGU ■ ÍRAK ÁRNI GUÐMUNDSSON Formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Segir að með ummælum sínum hafi stjórnvöld grafið undan embætti Umboðs- manns Alþingis og virðingu þess. Afganistan: Einn gyðing- ur eftir KABÚL, AP Einn gyðingur býr í Afganistan eftir að sá næstsíðasti bar beinin fyrir viku síðan, áttræð- ur að aldri. Báðir mennirnir höfðust við í eina samkomuhúsi gyðinga í landinu og elduðu saman grátt silf- ur um árabil. Um 40 þúsund gyðingar bjuggu í Afganistan í lok 19. aldar en um miðja 20. öld voru þeir aðeins fimm þúsund. Flestir fluttu til Ísraelsríkis við stofnun þess og síðustu fjöl- skyldurnar flúðu land við innrás Sovétmanna. Ishaq Levin varð þó eftir og bjó í eina samkomuhússi landsins. Árið 1992 flutti Zebulon Simentov í samkomuhúsið en ná- grannarnir áttu ekki skap saman. ■ FINNBJÖRN A. HERMANNSSON Lögregla og Útlend- ingastofa leita sam- vinnu. BYGGINGARIÐNAÐUR Ólöglegt vinnuafl er ekki sagt bundið við byggingariðnaðinn. Myndin er ótengd efni fréttarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ríkisstjórnin vill friða hluta landsins: Þjóðgarður í undirbúningi STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hafinn yrði undirbúningur þess að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stofnaður. Stefnt er að því hann nái yfir 10.600 ferkílómetra svæði. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra segir undirbún- ingsvinnu hefjast strax en hún geti tekið nokkurn tíma. Ef til vill verði þjóðgarðurinn opnaður í áföngum. Umhverfisráðuneytið ætli að vinna með heimamönnum þeirra sjö sveit- arfélaga sem þjóðgarðurinn nái til og annarra sem hlut eigi að máli. Sigríður segir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hafa átt sér langan að- draganda. Nefnd fulltrúa frá stjórn- málaflokkunum hafi skilað áliti í maí og á grundvelli tilagna hennar verði unnið áfram að málinu. Í áliti nefndarinnar segir að Vatnajökulsþjóðgarður verði ein- stakur í heiminum þegar horft sé til stærðar og fjölbreytileika. Hann verði aufúsugestur á heimsminja- skrá Sameinuðu þjóðanna um at- hyglisverða staði í heiminum og með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar. - gag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.