Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 12

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 12
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík bíður nú formlegrar álitsgerð- ar frá Landlæknisembættinu um dauðsfall aldraðs manns á Hrafn- istu, áður en tekin verður afstaða til þess hvort lögreglurannsókn fer fram, að sögn Egils Stephen- sen saksóknara hjá embætti lög- reglustjórans í Reykjavík. Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir sagði að í drögum að álitsgerð um málið væru talin nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara við umönnun gamla mannsins, Ólafs Gunnarssonar, frá því að hann féll og fékk höfuð- högg á Hrafnistu og þar til að hann var fluttur á spítala um það bil níu klukkustundum síðar. Drögin hafa verið send aðstand- endum gamla mannsins svo og viðkomandi heilbrigðisstarfsfólki til athugasemda. Matthías kvaðst ekki búast við neinum athuga- semdum, enda væri fresturinn að renna út. Hann sagði enn fremur að gamli maðurinn hefði látist af heilablæðingu, sem orsakast hefði af fallinu, en í drögunum kemur fram það álit landlæknis að lík- lega hefði ekki verið hægt að bjarga lífi hans þótt hann hefði komist fyrr á sjúkrahús. Egill Stephensen sagði að mál- ið hefði ekki verið tekið til eigin- legrar rannsóknar meðan það hefði verið í vinnslu hjá landlækn- isembættinu. Að fenginni niður- stöðu þess yrði metið hvort ástæða væri til að ætla að eitt- hvað refsivert hefði átt sér stað. - jss 12 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Guantanamo: Fangar reyndu fjöldasjálfsmorð SAN JUAN, AP Að minnsta kosti 23 fangar í fangabúðunum við Guant- anamo-flóa reyndu að svipta sig lífi á vikutímabili í ágúst árið 2003. Sjálfsmorðstilraunirnar eru sagðar hafa verið skipulagðar aðgerðir og ætlaðar til að koma fangavörðum og yfirvöldum í uppnám. Bandarísk yfirvöld þögguðu málið niður á sínum tíma en stað- festu á mánudag að þessi atvik hefðu átt sér stað. Þau segjast líta á þetta sem tilraun fanga til að vekja á sér athygli frekar en alvarlega sjálfsmorðstilraun. Fangarnir reyndu flestir að hengja sig eða kyrkja. Ekki er ljóst hvernig fangarnir skipulögðu fjöldasjálfsmorðstil- raunirnar; fangarnir voru í stálbúr- um og geta rætt við samfanga sína en fylgst er með öllum samtölum. Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum reyndu alls 350 fangar í Guantanamó að „veita sér áverka“ og þar af reyndu 120 að hengja sig. Rúmlega 500 fangar eru í fangabúðunum og sumum hefur verið haldið þar um árabil án þess að þeir hafi verið kærðir. ■ AUSTFIRÐIR Hilmar Gunnlaugsson, hdl. og löggiltur fasteignasali á Fasteigna- og skipasölunni, segir að bylting hafi orðið í fasteignasölu á Austf jörðum. Fleiri fasteigna- sölur séu nú starfandi á svæðinu og samkeppni hafi aukist. Fasteign- ir hafi snar- hækkað í verði og veltan í söl- unni hafi fjór- faldast. Hann telur að verðið eigi enn eftir að hækka, markað- urinn sé ekki kominn á toppinn. „Markaðurinn er orðinn eðlileg- ur. Fasteignaverð hér er ágætt. Menn geta nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Verðmyndunin er orðin eðlileg,“ segir Hilmar. Á Austurlandi er 140-150 þúsund krónur á fermetra algengt verð í nýju húsnæði. Verðið fer allt upp í 200 þúsund á fermetra en það er óvenjulegt. Fermetraverð á ný- byggingum var um 135 þúsund fyr- ir rúmu ári. „Það er svo stutt síðan markað- urinn var lélegur að það er kannski ákveðin vantrú ríkjandi. Það tekur fólk tíma að venjast þessum breyt- ingum,“ segir hann og telur ekki um neina bólu að ræða. Fram- kvæmdirnar á Kárahnjúkum og í Reyðarfirði styðji við svæðið til frambúðar. Verðhækkunin telur Hilmar að gildi almennt á Austfjörðum þó að það sé misjafnt eftir bæjarfélögum hversu mikil hún sé. Minnst sé hún á Seyðisfirði enn sem komið er. Þá segir hann að göngin frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar séu farin að hafa áhrif á svæðið. Þau hafi orðið til þess að hækka fast- eignaverð á Fáskrúðsfirði og Stöðv- arfirði því að með tilkomu þeirra verði styttra frá Fáskrúðsfirði að álverinu en til Egilsstaða auk þess sem Breiðdalsvík komist inn á áhrifasvæðið. ghs@frettabladid.is 45 daga fangelsi: Braut gegn valdstjórninni DÓMSMÁL Maður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að slá lög- reglumann hnefahöggi í andlitið á Kaffi Austurstræti í mars í fyrra. Sjálfur segir maðurinn afar ólíklegt að hann hafi slegið til lög- reglumannsins þar sem hann hafi aldrei slegið til nokkurs manns. Dóminum þótti framburður vitna gefa lögfulla sönnun þess að mað- urinn hefði slegið lögreglumann- inn. Lögreglumaðurinn bólgnaði á nefi og hlaut sár á vör. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lög- reglu áður. ■ ÍRASKIR LÖGREGLUMENN Lögreglumenn í Bagdad afgirða svæði þar sem bílsprengja sprakk í austurhluta borgarinnar. Skærur í Írak: Lögreglu- menn féllu BAGDAD, AP Að minnsta kosti ellefu lögreglumenn létu lífið í skærum í austurhluta Bagdad í gær og and- spyrnumenn réðu íraskan dómara af dögum. Átök brutust út í aust- urhluta borgarinnar þegar lög- reglumenn skutu að mönnum sem dreifðu bæklingum til fólks þar sem það var hvatt til að kjósa ekki í kosningunum á sunnudag. Um svipað leyti féllu sjö lögreglu- menn í fyrirsát skammt hjá. Þá sprakk sprengja í grennd við skóla og bandarískir og íraskir hermenn skiptust á skotum við andspyrnumenn. Búist er við að skærurnar harðni eftir því sem nær dregur kosningum. ■ Cuban Salsa með Edwin 31.01- 03.02 4 dagar = 6 tímar Lærðu Salsa. Tískudansinn í ár. Innritun og upplýsingar í síma 551 3129 frá 16-20 Dauðsfall vistmanns á Hrafnistu: Lögreglurannsókn í biðstöðu EGILL STEPHENSEN Formlegrar álitsgerðar beðið. Bylting orðið í fasteignasölu Fasteignaverð hefur snarhækkað og verðmyndunin er orðin eðlileg. Menn geta nú byggt á Austurlandi án þess að tapa. Fasteignaverðið hefur ekki enn náð toppi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA NÝBYGGINGAR Á Austurlandi geta menn nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Þessi blokk er ein af mörgum nýbyggingum á svæðinu. HILMAR GUNNLAUGSSON „Fasteignaverð hér er ágætt,“ segir hann. FRÁ GUANTANAMO Bandarísk stjórnvöld segjast ekki líta á atvikin sem alvarlegar sjálfsmorðstilraunir heldur skipulagðar mótmælaaðgerðir. LÆRT AÐ AFTENGJA Jónas og Ágúst eiga við 250 kg flugvéla- sprengju á námskeiðinu í Danmörku. Starfsmenn Gæslunnar: Námu hjá landher LANDHELGISGÆSLAN Jónas Þorvalds- son og Ágúst Magnússon, starfs- menn sprengjudeildar Landhelg- isgæslunnar, sóttu nýlega nám- skeið í sprengjueyðingu hjá danska landhernum. Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar sækja kunnáttu sína ýmist til danska eða breska hersins en á báðum bæjum er kennt sam- kvæmt stöðlum Atlantshafs- bandalagsins um meðferð sprengja. Sprengjudeild Gæsl- unnar fær á milli 70 og 100 mál ár- lega á sitt borð. - bþs

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.