Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 14
Augu handboltaunn- enda beinast að Túnis meðan heimsmeistara- mótið stendur yfir. Landið sker sig úr Mið- jarðarhafinu inn í norð- anverða Afríku og lúrir þar milli Alsír, Líbíu og hafs. Túnis er nokkuð stærra en Ísland og íbú- arnir tæpar tíu milljón- ir. Landið laut yfirráð- um Frakka um árabil og franskra áhrifa gætir í menningu og mann- lífi. Samskipti Íslendinga og Túnisa eru ekki mikil. Landið var kynnt Íslendingum fyrir áratug sem ferðamannaland og þaðan er keypt salt til saltfiskverkunar. Allur meginþorri Túnisa er íslamstrúar enda íslam opinber trú. Arabíska er opinbert mál í landinu en flestir tala líka frönsku og margir ensku. Franskur brag- ur er á menningu og mannlífi en Túnis laut frönskum yfirráðum í góða sjö áratugi, allt til ársins 1956. Þá gætir einnig ítalskra áhrifa í landinu en Sikiley er skammt undan ströndum Túnis. Túnisar eru frjálslyndari en al- mennt gerist meðal arabaþjóða og um árabil hafa stjórnvöld lagt áherslu á að bæta stöðu kvenna. Um tíu milljónir manna búa í Túnis, þar af tæp milljón í höfuð- borginni sem landið er nefnt eftir. Heilsufar og lífslíkur Túnisa eru með ágætum, sé miðað við ná- grannalöndin. Forsetinn heitir Ben Ali og stjórnar með nokkuð harðri hendi þó að frjálsræðið sé meira en í flestum öðrum arabalöndum. Íslendingur í hassinnflutningi Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og fjölmargir hafa atvinnu af framleiðslu textíl- og efnavara, sem eru helstu útflutn- ingsvörurnar. Þá er talsvert flutt út af olíu. Túnis er meðal annars ríkt af ólífum, vínberjum, melón- um, sítrusávöxtum, fíkjum og döðlum. Sólin skín í Túnis bróðurpart ársins og yfir hádaginn fer hitinn jafnan yfir 30 gráður að sumar- lagi en er tíu til tuttugu gráður yfir vetrarmánuðina. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í Túnis og hefur landsliðið meðal annars komist í lokakeppni Heimsmeistaramóts- ins. Margir góðir golfvellir eru í landinu og eru þeir aðallega nýttir af ferðamönnum en villisvína- veiðar laða einnig að. Túnis á í ágætu sambandi við Bandaríkin og fyrir nokkrum árum gerðu stjórnvöld samkomu- lag við Evrópusambandið um við- skipti og fleira. Sams konar samn- ingur var undirritaður við Frí- verslunarsamtök Evrópu (EFTA) um miðjan síðasta mánuð. Það vakti mikla athygli hér á landi fyrir sjö árum þegar Íslend- ingur var handtekinn í Þýskalandi að beiðni alþjóðalögreglunnar. Lá hann undir grun um að hafa tengst innflutningi á næstum tveimur tonnum af hassi til Túnis. Maðurinn sat í varðhaldi í Þýska- landi en var að lokum látinn laus þar sem skilyrði um framsal hans til Túnis voru ekki uppfyllt. Eftir því sem næst verður komist fer maðurinn enn huldu höfði og klær réttvísinnar hafa ekki náð að krafsa í hann. Gervihnattamóttakarar algengir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Torfi Frans Ólafsson fóru í tíu daga ferðalag um Túnis á síðasta ári. Það var ævintýraþráin sem rak þau þangað en þau langaði á spennandi og framandi slóðir. „Þjóðin skiptist í tvennt,“ segir Bryndís Ísfold. „Þeir sem búa á vinsælum ferðamannastöðum eru mjög ágengir og voru til í að selja ömmur sínar. Annað blasti við í minni þorpum inni í landinu, þar var fólk ekkert nema gestrisnin.“ Bryndís og Torfi vissu fátt um land og þjóð áður en þau afréðu að heimsækja Túnis. Torfi vissi þó sem var að hluti fyrstu Stjörnu- stríðsmyndarinnar var tekinn upp í eyðimörkum landsins. Til marks um gestrisnina nefn- ir Bryndís að Torfi fór í klippingu á rakarastofu í einum smábænum en fékk ómögulega að borga fyrir sig. Hún gefur lítið fyrir matar- gerðarlist innfæddra, segir mat- inn ekki góðan. Hins vegar vakti athygli þeirra að þrátt fyrir nokkra fátækt víða um landið eru flestir íbúar með gervihnatta- móttakara. „Húsin eru sum hver þaklaus en samt eru gervihnatta- móttakar við þau. Innlendir fjöl- miðlar eru ritskoðaðir og það er erfitt að nota netið.“ Bryndís segir að þrátt fyrir frjálsræði á ýmsum sviðum fari margt miður í þjóðlífinu. „Öll stjórnarandstaða er illa séð og skýrslur Amnesty International um Túnis eru ekki glæsilegar þó að ástandið sé sjálfsagt skárra þar en í mörgum löndum í kring.“ Sviðakjammar á íslenskan máta Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, sótti Túnis heim í maí á síð- asta ári en HÍ og háskólinn í Tún- is eiga í samstarfi. „Þetta er af- skaplega vinaleg og geðþekk þjóð sem býr að mikilli sögu og menn- ingu sem er frá því löngu fyrir Krist.“ Páll segir söguna og menn- inguna lifandi þátt í nútímavitund Túnisa og landsmenn með- vitaða um þau verð- mæti. „Margar þjóðir hafa búið í Túnis í gegnum aldirnar og skilið eftir sín merki. Þetta er því pottur alls konar menningar og trúarbragða.“ Páll segir forvera Ben Ali á forsetastóli, Bourguiba, hafa ver- ið merkan mann sem lagði ofur- áherslu á að mennta þjóðina. „Hann sagði að í stað þess að byggja upp her ættu Túnisar að byggja upp menntakerfi. Og gerði það.“ Ekki var nóg með það held- ur lagði hann sérstaka áherslu á að mennta konur. Páll segir stöðu kvenna sterka í Túnis og þær gegni lykilhlutverkum í þjóðlífinu til jafns við karla. Ben Ali tók við völdum 1987 og hefur haldið þeim síðan. „Hann er mjög áberandi persóna sem drottnar yfir öllu,“ segir Páll en til marks um það er fólki gert skylt að hafa myndir af leiðtoganum á öllum opinberum stöðum, versl- unum og veitingastöðum. Páll var hrifnari af matnum í Túnis en Bryndís Ísfold og það hýrnar yfir honum þegar hann fer út í þá sálma. „Ég kom inn á veit- ingastað í hádegi og það fyrsta sem ég sá á borðum var sviða- kjammi á íslenskan máta. Ég fékk mér og það var eins og maður væri kominn heim. Þetta fannst mér alveg stórkostlegt.“ bjorn@frettabladid.is 14 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Sviðakjammar og gervihnattadiskar MEÐALKÝRIN GEFUR AF SÉR 5.229 LÍTRA AF MJÓLK Á ÁRI Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna. SVONA ERUM VIÐ Hugmyndin um bílageymslu undir Tjörninni er ekki útkljáð mál, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa og formanns skipulagsnefndar. „Við erum að skoða bílastæði aðeins norðar, á svæðinu sem nær frá höfninni og alveg niður á Lækjartorg,“ sagði Dagur. „Jafnframt á þeim reit sem er aðeins sunnar, þar sem Íslandsbanki er nú. Það er verið að athuga með bygg- ingu bílageymslu þar undir. Mennta- skólinn í Reykjavík hefur verið veikur fyrir því að fá jafnvel bílageymslu inn í brekkuna hjá sér. Það er því ekki komin niðurstaða í þetta.“ Dagur sagði að margir væru viðkvæmir fyrir hugmyndinni um bílageymslu undir Tjörninni og hefðu viljað sjá þeim málum öðruvísi fyrir komið. Á hinn bóg- inn mætti benda á að framkvæmdin sem slík tæki að sjálfsögðu einhvern tíma, en síðan færi vatn yfir hana. Það væru því rök með og á móti. „Bílageymslur borgarinnar eru vel nýttar núna,“ sagði Dagur. „Við höfum haft áhyggjur af einu húsi, sem er við Vita- torgið. En þar er nýtingin að rjúka upp núna. Það er ýmislegt sem bendir til þess að fólk sé að læra á þetta, sem er nátturlega lykilatriði. Það væri óneitan- lega skrýtið ef umræðan myndi snúast um að það væru ekki nægilega mörg stæði, en svo væru húsin ekki fullnýtt. Galdurinn felst í því að mæta þörfinni, en innleiða um leið nýjan „kúltur“ í að hugsa um þetta. Það er í raun alveg magnað hvað Bílastæðasjóður er með lipurt starfsfólk í þessum húsum. Ég tel að það sé þessu fólki að þakka í hve ríkum mæli ökumenn eru farnir að til- einka sér þann möguleika að nota bíla- geymslurnar.“ ■ Ekki útkljáð mál EFTIRMÁL: BÍLAGEYMSLA UNDIR TJÖRNINNI „Þó að ég sé ekki hlynnt þeim máls- háttum sem ég hef heyrt að séu í dagbókum Odda, frekar en örugg- lega flest fólk í dag, þá er fáránlegt að innkalla bækurnar,“ segir Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir, nemi við Söngskólann í Reykjavík. Fyrirtækið Oddi brást við kvörtunum viðskiptavina vegna niðrandi máls- hátta í garð kvenna. Ákvörðunina studdu forsvarsmenn þess með því að málshættirnir væru ekki í takt við fjölskyldu- og jafnréttisstefnu fyrir- tækisins. „Þetta eru bara gamlir fornir máls- hættir og allt í lagi að við vitum hvernig samfélagið var hér í denn,“ segir Guðný, en meðal málshátta í bókinni eru: Aldrei er kvennastjórn affaragóð og kona er karlmanns fylgja. „Sá sem kvartaði er í raun búinn að gera ógagn,“ segir Guðný og bendir á að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi aukið athygli á bókinni og eftir- spurnina eftir henni. Hún sé þó ekki föl og á leið á haugana. Heppilegra hefði verið ef viðskipavinirnir hefðu sniðgengið bókina. „Mér finnst mjög gott að fyrirtækið bregðist við ábendingum viðskipta- vina sinna en það verður að bregð- ast rétt við. Í þetta sinn fannst mér ekki nauðsynlegt að innkalla bók- ina.“ ■ GUÐNÝ MARÍANNA ÞORSTEINSDÓTTIR Oddi brást ekki rétt við DAGBÆKUR ODDA Á HAUGANA SJÓNARHÓLL HORFT YFIR Ýmsir byggingarstílar sjást í borgum Túnis. Landið var löngum undir yfirráðum Frakka en þar gætir einnig ítalskra áhrifa í menningu. JARÐARBERJAFROSTPINNI Kalt hefur verið í Bandaríkjunum að undan- förnu, jafnvel í sólskinsríkinu Flórída þar sem hitastigið hefur farið fimm gráður niður fyrir frostmark. Jarðarberjabændur á þessum slóð- um úða ber sín vatni til að verja þau frostskemmdum en í staðinn hjúpast þau ís. DAGUR B. EGGERTSSON Margir viðkvæmir fyrir hugmyndinni. M YN D A P BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR OG PÁLL SKÚLASON Fóru bæði til Túnis á síðasta ári. Ævintýraþráin rak Bryndísi áfram en Páll fór þangað vegna samstarfs Háskóla Íslands og háskóla í Túnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.