Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 19
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 6
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 115 stk.
Keypt & selt 23 stk.
Þjónusta 46 stk.
Heilsa 8 stk.
Skólar & námskeið 3 stk.
Heimilið 19 stk.
Tómstundir & ferðir 8 stk.
Húsnæði 18 stk.
Atvinna 15 stk.
Tilkynningar 3 stk.
Erum a› taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl.
Fjölmörg lönd í bo›i. Brottfarir júní–september 2005.
Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl
og 4–6 vikna sumarnámskei›.
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagur 26. janúar,
26. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 10.25 13.40 16.56
AKUREYRI 10.25 13.25 16.26
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Siglingaskólinn hefur starfað í ein
tuttugu ár. Þar lærir fólk að sigla
skútum með ströndum og um heims-
ins höf.
„Á vélbát tekur maður ákveðna stefnu og
keyrir bara þangað en á skútu er það allt
öðruvísi því ferðin fer alveg eftir vindin-
um og maður hagar seglum eftir vindi,“
segir Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri
Siglingaskólans, sem kennir nemendum
sínum skútusiglingar á sumrin en býður
upp á bóklega kennslu á veturna.
„Maður byrjar á smáskipaprófi eða
pungaprófi eins og það er kalllað, næst
bætir maður við sig siglingum og þá getur
maður siglt með ströndinni eða ekki
lengra en 50 sjómílur frá landi,“ segir
Benedikt, en því næst er hægt að bæta við
sig hafssiglingum sem þýðir 150 sjómílur
frá landi.
„Að lokum eru það úthafssiglingar, og
þá er það bara alla leiðina yfir hafið,“ seg-
ir Benedikt en við úthafssiglingar þarf
fólk að geta bjargað sér við hvaða aðstæð-
ur sem er. Meðal efnis sem kennt er fyrir
úthafssiglingar er veðurfræði og stjarn-
veðurfræði auk þess sem Benedikt kennir
fólki að nota sextant.
„Í úthafssiglingum verður maður að
læra að sigla eftir stjörnunum, því þó að
maður sé með góð tæki getur allt klikkað,“
segir Benedikt en allt námsefnið miðar
hann við staðal breska siglingasambands-
ins og öðlast því nemendur rétt til siglinga
um allan heim. „Nú er einnig komið til
sögunnar í Evrópu alþjóðaskírteini fyrir
strandsiglingar sem við hjá Siglingaskól-
anum getum gefið út eftir að fólk hefur
sótt tiltekin námskeið og staðist þau,“
segir Benedikt en þannig getur fólk sem
sækir Siglingaskólann farið nánast hvert
á land sem er og siglt þaðan um ókunnar
strendur.
kristineva@frettabladid.is
Hagar seglum eftir vindi
nam@frettabladid.is
Landnám Íslendinga í Vest-
urheimi á árunum 1856-1914
er efni átta vikna kvöldnám-
skeiðs sem Þjóðræknisfé-
lag Íslendinga stendur
fyrir nú á vorönn. Nám-
skeiðið stendur frá 3.
febrúar til 23. mars og
verður í Gerðubergi. Um-
sjónarmaður er Jónas Þór
sagnfræðingur og hann
gefur upplýsingar í síma 554
1680 eða gegnum tölvupóstinn
jtor@mmedia.is.
Menntamálaráðuneytið hefur
ákveðið að samræmt próf í
íslensku verði haldið í 4. og 7.
bekk fimmtudaginn 3. febrúar
kl. 9.30-12 og í stærðfræði
föstudaginn 4. febrúar kl.
9.30-12 fyrir sömu bekki.
Úrval námskeiða er nú á
vorönn hjá Miðstöð
símenntunar í Hafnarfirði.
Meðal þeirra eru
tölvu-, matar- og
tungumálanámskeið
og einnig listafög eins
og skopmynda-
teikning, tréútskurður,
eldsmíði, skartgripa-
gerð, olíumálun, leir
og mósaík. Nudd og förðun eru
meðal námsgreina og einnig
hannyrðir og fatasaumur.
Nýjung í tónlistargeiranum er
gospel og fyrir þá sem langar
að bæta hæfni sína í sviðslist
eru afbragðs úrræði í Miðstöð
símenntunar sem er á
Skólabraut 1 í Hafnarfirði og er
með síma 585 5860 og 585
5861.
Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, kennir fólki að sigla eftir stjörnunum.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í námi
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
…og svo
sá hann
kött…
Til móts við Marokkó
BLS. 4
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000