Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 20
Efnisyfirlit Það getur flýtt fyrir þér að finna efni í bók með því að nota efnisyfirlitið, nafnaskrá og aðrar skrár sem prentaðar eru á öftustu síður bóka. Þannig geturðu flett hraðar yfir bækur til að sjá hvort í þeim sé það efni sem þú ert að leita að.[ ] Enska fyrir börn 5-15 ára Nálgumst það sem við viljum Árelía og Petrína koma hvor úr sinni áttinni og ákváðu að halda námskeið til að deila hugleiðingum sínum með öðrum. Doktor Árelía Eydís Guðmundsdóttir og séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir halda námskeið á næstunni sem ber það skemmtilega heiti „Hvað viltu verða þegar þú ert orðin(n) stór?“ „Þetta námskeið er fyrir alla aldurshópa. Þessi spurning hefur fylgt manni síðan í barndómi og hún fylgir manni eiginlega alla ævina þótt maður finni sér sinn stað í lífinu ef svo má segja. Margir eru ekki alveg vissir um hvað þeir vilji gera og langar ef til vill að gera eitthvað allt annað í lífinu. Á námskeið- inu gefum við okkur tíma til að spyrja okkur þessar- ar spurningar og veltum upp ýmsum leiðum um hvernig við getum nálgast það sem við viljum á skil- virkan hátt. Við verðum að hlusta betur á okkur og hvað við viljum. Oft er mikið að gera hjá fólki og ekki tími til að spyrja sig hvað maður vill raunveru- lega gera við líf sitt. Á námskeiðinu reynum við að nálgast það sem býr innra með okkur, þrár okkar og drauma, og athuga hvort við getum ekki látið þessa drauma rætast,“ segir Petrína. Þetta námskeið Árelíu og Petrínu er einkafram- tak en þær stöllur koma úr ólíkum áttum. „Ég er prestur og nam guðfræði en Árelía er lektor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir stjórnun. Við nálgumst því efnið á ólíkan hátt en við byggjum námskeiðið ekki upp á neinni kenningu eða hugmyndafræði. Við höfum verið að vinna mikið með fólki og finnst það afskaplega skemmtilegt og gefandi. Við höfum líka sjálfar spurt okkur þessarar spurningar þannig að við ákváðum að stilla krafta okkar saman og deila okkar hugsunum með öðru fólki.“ Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Nes- kirkju föstudaginn 28. janúar frá klukkan 20 til 22 og laugardaginn 29. janúar frá klukkan 10 til 12 og frá 13 til 17 og verðið er 16.000 krónur. „Við tökum okkur góðan tíma í að velta þessari spurningu fyrir okkur og við byggjum námskeiðið upp á fyrirlestr- um og þátttakendur vinna einnig verkefni, bæði upp á eigin spýtur og í hóp. Það koma upp margar hindr- anir þegar þessari spurningu er kastað fram og við reynum að takast á við þær og komast yfir þær. Við ræðum spurninguna líka en henni er auðvitað ekki svarað einn, tveir og tíu. Fólk er enn að svara henni eftir að námskeiðinu lýkur og getur nýtt sér það sem það lærði á námskeiðinu í framtíðinni. Síðan er magnað hvað hægt er að læra mikið af því að hitta annað fólk á sama reiki.“ Upplýsingar veita Árelía í síma 660 0741 og Petr- ína í síma 690 0775. ■ opið hús } Stúdentaskipti kynnt SKIPTISTÚDENTAR ERLENDIS Þeir nemendur Háskólans í Reykjavík í viðskiptafræði, laganámi og tölv- unarfræðum sem hafa áhuga á að fara til útlanda og gerast skiptistúd- entar við erlenda háskóla næsta skólaár ættu að mæta á kynningu og opið hús í Stjórnendaskólanum í HR í dag. Þar verða kynntir þeir mögu- leikar sem í boði eru en skólinn er í samstarfi við háskóla erlendis sem flestir eru í Evrópu en einn í Japan fyrir laganema og annar í Mexíkó fyrir viðskiptafræðinema. Kynningar standa frá kl. 13.15 til 16 í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun hefur göngu sína í Háskólanum í Reykjavík í haust á vegum þess skóla og Tækni- háskóla Íslands. Það er til undir- búnings löggildingar endurskoð- enda og hentar einnig þeim sem vilja sérfræðiþekkingu á sviði reikningshalds í fyrirtækjum, að sögn Þorláks Karlssonar, forseta viðskiptadeildar HR. Ekki hefur áður verið boðið upp á nám á þessu sviði hér á landi en Þorlákur segir tillögu að náminu hafa komið frá Félagi lög- gildra endurskoðenda fyrir nokkrum árum. Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, hefur verið ráð- inn til viðskiptadeildar HR til þess að þróa og stjórna nýja meistaranáminu. ■ Hér veitir ekki af góðum kröftum til að koma reglu á hlutina. Meistarar í reikningshaldi Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, þróar nýtt meist- aranám hjá Háskólanum í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.