Fréttablaðið - 26.01.2005, Síða 22
26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Hafa allir migið í saltan sjó
Galvaskir Stýrimannaskólanemar: Sveinn, Geir og Jón.
Stýrimannaskólinn keppti í Gettu betur í
fyrsta skipti í ár. Hann er elsti skólinn í
keppninni, 113 ára, og þótt hann dytti út í
fyrstu umferð kom ferskur blær inn í keppnina
með hinum verðandi sjómönnum.
Lið Stýrimannaskólans skipuðu Geir Fannar Zoega,
sem telur sig Siglfirðing en er uppalinn á Akureyri,
Sveinn Hjörleifsson, sem kveðst alvöru Akureyring-
ur, og Jón Hafliðason frá Bakkafirði. Geir játar að
valið í liðið hafi verið frekar ólýðræðislegt. „Ég
skráði skólann í keppnina og neyddi svo Svein og Jón
til að koma með mér. Hugmyndin var bara að vera
með og við náðum tveimur dögum í æfingar,“ segir
hann. Úrslitin urðu 20-9, Menntaskólanum á Egils-
stöðum í vil. „Þetta eru gáfumenn þarna fyrir austan
en ég held að það hafi nú gleymst að telja eitthvað af
stigunum okkar. Við þurfum að fara yfir það og
mæta svo í viðtal á DV,“ segir Jón. Sveinn tekur
undir það. „Fáum kannski forsíðuna: Dómarinn
svindlaði.“ Dregur síðan í land. „Annars er stiga-
vörðurinn myndarkona þannig að við viljum ekkert
vera að klekkja á henni.“
Í spjalli á alvarlegri nótum kemur fram að námið
í Stýrimannaskólanum tekur fjögur ár ef menn koma
beint úr grunnskóla. Nemendur eru um 50 í föstu
námi í vetur og auk þess allmargir í fjarnámi. Fiski-
menn stefna mest á annað stigið. Þriðja stigið er
fyrir farmenn og fjórða stigið fyrir Landhelgisgæsl-
una og er bara kennt þegar gæsluna vantar menn.
„Þetta er ágæt menntun og við getum farið í aðra
skóla í framhaldinu,“ segir Sveinn. Allir hafa þeir
þremenningar migið í saltan sjó og verið á hinum
ýmsu skipum og með margs konar veiðarfæri. „Þeir
sem eru í þessu eru mest harðjaxlar sem hafa kynnst
sjómannslífinu og kunna að meta það,“ segir Geir en
skyldu þeir ætla að keppa aftur fyrir skólann sinn á
næsta ári?
„Nei, sumir okkar verða hættir og aðrir orðnir of
gamlir. Það er nefnilega aldurstakmark í keppninni,
þess vegna gátum við ekki tekið prófessorana með
okkur.“ gun@frettabladid.is
„Marokkó er feikilega spennandi land því það er svo fjölbreytt. Tungu-
mál, menning, klæðnaður, matur og daglegt líf eru mismunandi eftir
því hvort fólk býr fyrir sunnan eða norðan, uppi til fjalla, niðri í dölum
eða við ströndina,“ segir Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir, fararstjóri og
blaðamaður, sem kennir á námskeiðinu Til móts við Marokkó. Nám-
skeiðið er kennt á tveimur kvöldum og kennir Jóhanna ásamt eigin-
manni sínum Brahim Boutarhroucht, leiðsögumanni og fararstjóra.
„Brahim er fæddur í Marokkó og ég hef komið þangað reglulega,“
segir Jóhanna og tekur fram að námskeiðið sé fram sett á þann máta
að það nýtist öllum sem áhuga hafa, hvort sem fólk sé á leiðinni til
Marokkó, hafi komið þangað eða hafi bara áhuga á landinu.
„Við ætlum að fjalla um breytilega landshætti og breytilega menn-
ingu og sögu Marokkó sem tengist Evrópusögunni í gegnum Róma-
veldi og síðar áhrif Marókkó á Íberíuskaganum. Einnig verður fjallað
um Marokkó í dag, svo sem lifnaðarhætti, stjórnarfar og trú sem
fléttast inn í bókmenntir og kvikmyndir,“ segir Jóhanna og lætur þar
ekki við sitja og bætir við að á námskeiðinu verði kynnt klæði og
skæði en það er svolítið sérstakur stíll sem hefur síðan haft áhrif í
tískunni víða.
„Innanhússhönnun frá Marokkó hefur verið í tísku svo og matur og
sá stíll sem fylgir veitingahúsum, en í landinu er mjög sérstakur arki-
tektúr sem ekki hefur breyst í gegnum aldirnar,“ segir Jóhanna.
Námskeiðið er tvö kvöld og hefst 3. mars. ■
Til móts við Marokkó
Mímir-símenntun heldur námskeið um Marokkó í samstarfi við
Úrval-Útsýn.
námskeið }
Anna Guðrún leggur unga fólkinu
lífsreglurnar.
Ungt fólk þjálfað
í að koma fram
NÁMSKEIÐ SEM BYGGJA UPP SJÁLFS-
TRAUST OG JÁKVÆTT HUGARFAR
Námskeið fyrir ungt fólk sem nefnast
Næsta kynslóð eru haldin á vegum
Dale Carnegie og hafa hlotið mikið lof
þeirra sem reynt hafa. Þar er sjálfs-
traust þátttakenda byggt upp með já-
kvæðri hvatningu og þjálfun í að koma
fram.
Anna Guðrún Steinsen, sem hefur um-
sjón með verkefninu, segir vakningu
fyrir námskeiðunum. „Við byrjuðum í
mars í fyrra og ætluðum bara að vera
með 14-17 ára unglinga en eftirspurn
eftir námskeiðum fyrir 18-22 ára var
mikil svo eitt slíkt er þegar komið af
stað.“ Námskeið fyrir yngri aldurshóp-
inn er að byrja og fleiri eru fram und-
an. Anna Guðrún segir námskeiðin
nýtast öllum á hvaða stigi sem þeir
eru þegar þeir komi inn. „Öll okkar
þjálfun byggir á virkri þátttöku í stað
fyrirlestra. Þátttakendur leysa skemmti-
leg og krefjandi verkefni og uppskera
ríkulega, enda eru verkefnin þaulpróf-
uð af milljónum manna úti í heimi,“
segir hún og bætir við. „Þetta er svip-
að og að læra að synda. Maður kaupir
ekki bók og les hana og hoppar síðan
út í, heldur þarf þjálfun sem fylgt er
eftir stig af stigi.“
Námskeiðin Næsta kynslóð eru einu
sinni í viku í 10 skipti, fjóra klukkutíma
í senn. Frekari upplýsingar má finna á
vefnum wwwnaestakynslod.is.
S J Ú K R A Þ J Á L F U N
TÁP
Leikfimi fyrir konur
10 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 2. febrúar næstkomandi í
Tápi, sjúkraþjálfun, Hlíðasmára 14 Kópavogi.
Tímarnir henta vel konum sem telja sig þurfa að styrkja
grindarbotnsvöðvana hvort heldur sem einkenni þeirra eru
áreynsluþvagleki, þreyta og önnur óþægindi.
Áhersla verður lögð á líkamsvitund, rétta beitingu líkamans,
styrkjandi æfingar fyrir grindarbotnsvöðva og aðra lykilvöðva.
Teygjur og slökun. Fræðsla.
Aðgangur að tækjasal innifalin í verði.
Nánari upplýsingar
og skráning í
síma 564-5442
sem þjást af áreynsluþvagleka
Reiki
Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK
Kvöld- og helgarnámskeið í boði,
næstu námskeið eru:
I. stig helgarnámskeið
5. – 6. febrúar.
II. stig kvöldnámskeið (þrjú kvöld)
22. – 24. febrúar.
Hafðu samband í síma 553 3934
milli kl. 10 og 12 virka daga.
Guðrún Óladóttir reikimeistari
Fyrir bætta líðan og betri stjórn á lífi þínu.
Síðustu dagar útsölunnar!
Föndra, Dalvegi 18, er opin virka daga frá 10-18
og á laugardögum kl. 10-16.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Tungumál, menning, klæðnaður, matur og daglegt líf eru mismunandi í Marokkó
eftir því hvort fólk býr fyrir sunnan eða norðan, uppi til fjalla, niðri í dölum eða við
ströndina.