Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 23

Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 23
5MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 Valgerður Snæland er ein af þeim sem hlæja hjartanlega. Hláturinn lengir lífið HLÁTURÆFINGAR GERA GOTT. Hláturæfing verður í dag kl. 17.30 í Maður lifandi í Borgartúni á vegum Hláturklúbbsins. Stjórnandi æfingar- innar er Kristján Helgason. Hann segir hláturinn styrkja líkamann og losa um tilfinningar og hláturæfing- arnar gera fólki auðveldara að hlæja í daglegu lífi. Ýmislegt er gert til að örva hláturinn á æfingunum en Krist- ján segir samt ekkert stólpagrín í gangi. „Þetta er bara einfalt og skemmtilegt,“ segir hann. Æfingin stendur í 30 mínútur en síðan taka þátttakendur lagið saman. Allir eru velkomnir en aðgangseyrir er 500 kr. og börnin fá frítt inn. ■ Borgó áfram SIGRAÐI HRAÐBRAUT Í MORFÍSKEPPNI Borgarholtsskóli sigraði Mennta- skólann Hraðbraut í ræðumennsku síðastliðinn laugardag með 174 stiga mun og er því kominn í undanúrslit Morfís-keppninnar í fyrsta sinn. Umræðuefnið var venjulegt fólk og mælti Borgó með því en Hraðbraut var á móti. Jó- hann Fjalar Skaptason af Kjalarnesi var kosinn ræðumaður kvöldsins. Hann kveðst nokkrum sinnum hafa tekið þátt í ræðukeppnum áður. Jóhann Fjalar er á félagsfræðibraut og býst við að ljúka námi um næstu jól þannig að nú eru síðustu forvöð fyrir hann að sigra í Morfís. Borgarholtsskóli vann MR í Gettu betur nýlega svo hann er sannar- lega öflugur á keppnisvettvangi þetta árið. TAI CHI 8. vikna Tai chi námskeið Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:15 – 18:15 í Hæðargarði 31 Á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 12:05 – 13:05 í Kramhúsinu Leiðbeinandi Guðný Helgadóttir Innritun og upplýsingar í síma: 860-1921 og 551-9792 dunnahelg@hotmail.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.