Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 32

Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 32
8  { VINNUVÉLAR 2005 }  Terex-Fermec – traktorsgröfur 860 SX, 860 SE og 970 ný og endurbætt hönnun Terex-Atlas - belta- og hjólagröfur 13,9 – 52 t. Terex-Schaeff – minigröfur 1,4-4,7 t., beltagröfur 5,8-13 t., hjólagröfur 5-10 t., hjólaskóflur 3,9-15,5 t., Terex-Benford – valtarar 435 kg.-13 t., sjálfkeyrandi sturtuvagnar 1-9 t. burðargeta Terexlift – skotbómulyftarar 0–22 m. lyftihæð, 2,5-5 t. lyftigeta, með og án snúnings á húsi. V E R K I N T A L A Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is Nýtt umboð á Íslandi fyrir Fermec, Schaeff, Benford, Terexlift og Atlas vinnuvélar frá Terex       VERÐMÚRINN ROFINN Bræðurnir Ormsson flytja inn ódýra lyftara frá Kína undir merkinu HELI. Með þessum lyfturum breytist landslagið á þessum markaði því lyftararn- ir kosta í mörgum tilvikum aðeins um það bil tvo þriðju af verði hefð- bundinna lyftara. Í fyrstu var eingöngu um 2,5 tonna rafmagnslyftara að ræða en nú hafa bæst við dísillyftarar, pallettutjakkar með og án raf- keyrslu og staflarar. Pétursey í Vestmannaeyjum keypti á síðast ári tvo rafmagnslyftara og þar eru menn hinir ánægðustu. Bræðurnir Hörður og Hallgrímur eru hlut- hafar í Pétursey og segja að lyftararnir standi fyllilega undir væntingum, séu liprir og þægilegir í notkun. „Þeir standa sig vel í því blauta og við- kvæma umhverfi sem þeir eru notaðir í,“ segja þeir. Heli býður rafmagnslyftara frá einu tonni upp í þrjú tonn og dísillyft- ara frá tveimur tonnum upp í tíu tonn til kaups. Boðið er upp á sérstakar varnir fyrir fiskvinnslu; gúmmímótora undir og yfir mótora, tölvubúnað og aðra viðkvæma hluti. Einnig eru settar framrúður á lyftarana auk þess sem bremsur eru sérstaklega varðar. Þótt Heli lyftararnir séu augljóslega klárir í bátana við hinar ýmsu aðstæður, þá eru þeir ekki síður á heima- velli í vöruhúsum og lagerum af ýmsum stærðum og gerðum. Af Bræðrunum Ormsson og lyfturum er svo einnig í frásögur færandi, að Clark riðstraums-lyftararnir landsþekktu eru að vakna aftur af stuttum en værum blundi og eru væntanlegir til landsins með vorinu. Heli býður rafmagns- lyftara frá einu tonni upp í þrjú tonn til kaups og dísillyftara frá tveimur tonnum upp í tíu tonn. Ólafur var samt kominn á sextánda ár þegar hann fór að vinna við alvöruvél- ar, en fram að því hafði hann verið á vélum í sveitinni. Leiknin á vinnuvél- arnar virðist Ólafi í blóð borin því hann tók tvisvar þátt í undankeppni hér á landi, þar sem keppt var um leikni við stjórn vélanna, og hafði sigur í bæði skiptin. Það er Caterpillar sem stendur fyrir þessum keppnum, en Hekla fóstr- aði keppnina hér heima. „Ég tók þátt árin 1998 og 2000 og í seinna skiptið fór ég til Malaga á Spáni,“ segir Ólafur. „Þá voru 9.000 manns í Evrópu sem tóku þátt í und- ankeppninni í sínu heimalandi og 45 sem komust áfram til Spánar. Þar gekk mér ágætlega og var vel yfir miðju.“ Keppnin gengur út á að hafa sem besta stjórn á tækjunum, en keppt er í mörgum flokkum og þrautirnar eru margvíslegar. „Caterpillar reikna út öll sín tæki við vissar aðstæður og allt gengur þetta út á nýtni. Það eiga ekki að vera neinar óþarfa hreyfingar, hver sekúnda sem vélin hreyfist á að vera nýtt. Menn þurfa að geta sýnt leikni á margs konar vélar, beltagröfur, frámokstursgröfur, hjólaskóflur, jarðýtur og skotbómulyft- ara svo eitthvað sé nefnt. Á stærri vélunum þarf að nýta hverja skóflu og ná réttri hleðslu á bílana. Á minni vélunum snýst þetta meira um leikni,“ segir Ólafur sem vílar ekki fyrir sér að tína upp golfkúlur með afturskóflunni á traktorsgröfu, en hann sló einmitt Evrópumeistarann út í þeirri grein. Ólafur hlaut enga sérstaka þjálfun fyrir keppnina en í öðrum löndum tíðkast að menn séu þjálfaðir upp. „Ég fór þetta bara á reynslunni og hafði ekki einu sinni snert sumar þessara véla áður. En þetta er í blóðinu,“ segir hann hlæjandi. „Það sést yfirleit á fyrstu vikunni hvort menn hafa eitthvað á vinnuvélar að gera yfir- leitt.“ Aðspurður viðurkennir Ólafur að vera dellukarl. „Ég get ekki neitað því, þetta verður hálfgerð della. Ég náttúrlega vinn við þetta og má ekki sjá nýjar vélar án þess að fá að klifra upp í og prófa hvernig þær virka. Jú,“ segir hann og hlær. „Umræðan í matar- og kaffitímum vélamanna ganga mikið út á vél- arnar þeirra. Það er svo margt sem menn eru að upplifa, allskonar atvik og bilanir og menn verða að ræða þetta allt sundur og saman.“ TÍNIR UPP GOLFKÚLUR MEÐ AFTURSKÓFLUNNI Ólafur Rúnar Þórarinsson hefur lifað og hrærst í vinnuvélabransanum frá því að hann var smápolli. Ólafi er margt til lista lagt á vinnuvélunum og hefur unnið í keppnum hér heima og erlendis.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.