Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 33

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 33
 { VINNUVÉLAR 2005 }  9 Sturlaugur Jónsson & Co ehf. fagnar 80 ára afmæli á þessu ári. Þeir flytja meðal annars inn MultiOne, sem er liðstýrt tæki í þremur mismunandi stærð- um. Í gegnum tíðina hefur fyr- irtækið verslað með ýmislegt, allt frá Nivea-kremi til flók- inna véla svo sem prentvéla og disilvéla. Undanfarin ár hefur fyrirtækið flutt inn ýmsar vélar og sinnt þjónustu fyrir útgerðir skipa en í ljósi þess að fiskiskipaflotinn hefur farið minnkandi á undanförn- um árum, var tekin ákvörðun um að auka við stafsemi fyrirtækisins í öðrum grein- um. Meðal annars var hafinn innflutningur á dráttarvélum frá ítalska framleiðandanum Landini og fjölnota tæki, MultiOne, einnig frá ítölskum framleiðanda, CSF. MultiOne er liðstýrt tæki sem er í þremur mismunandi stærðum, 23 hestafla, 32, hestafla og 50 hestafla vélar. Á þessar vélar er hægt að setja allt að 50 mis- munandi tæki. Skóflur ýmis- konar, heygreypar, lyftara- gaffla, sláttuvélar, vélar til að leggja asfalt, gröfur og fleira. Tækið er vökvaknúið (glussa- drifið) með drifi á öllum hjól- um (4x4). Þá er á tækinu skotbómulyfta og tækið er öflugt og traust. Vélarnar henta til margra nota, meðal annars í bæjarfélögum og bændur nota þær mikið, verktakar í byggingariðnaði, og einnig í garðyrkju. Þessi útvíkkun starfsem- innar hjá Sturlaugi Jónssyni hefur gefist vel og stafsemin aukist til muna og er á áætl- un að auka enn frekar við sambærilega þjónustu hjá fyrirtækinu. Í dag starfa sjö manns hjá fyrirtækinu og það hefur meðal annars umboð fyrir ABB-túrbínur í skip, dísilvélar, hita- og þrýstimæla frá Sika og Wika. Fjölnota TÆKI sem hentar VÍÐA Á myndinni er stærsti körfu- bíll á Íslandi. hann nær upp í 36 metra hæð, en bíllinn er í vinnu við Nordica hótel á Suðurlandsbraut. Bíllin er í eigu fyrirtækisins Tæki.is sem sérhæfir sig í körfubílum og vinnulyftum ásamt því að vera með mörg önnur tæki til leigu. KÖRFUBÍLL Bílasalan Hraun hefur verið leið- andi í sölu á notuðum vörubílum og vinnuvélum á Íslandi. Hraun hefur á boðstólum ýmsar tegund- ir vinnuvéla að sögn Rafns Guð- jónssonar, annars eigenda Hrauns. „Helstu nýjungar má kannski telja Fliegl gámagrindur, vélavagna og malarvagna frá Þýskalandi sem hafa notið mik- illa vinsælda á markaðnum. Meðal annars sem við erum með í sölu eru Amco-Veba bílkranar frá Ítalíu, allar tegundir af gúmmíbeltum og allt í undir- vagna á stærri vélum og Gazelle flokka- og sendibíla.“ Þó er ekki allt talið enn því Rafn á von á ýmsum nýjungum á næstunni. „Við erum komnir með nýtt um- boð fyrir skotbómulyftara frá Ítalíu, alhliða tæki sem notað er til að hlaða í alla flutningabíla, byggingavinnu og þeim til glöggvunar sem ekki átta sig al- veg á því hvernig tæki þetta er þá er eiginlega hægt að kalla þetta lítinn bílkrana,“ segir Rafn og hlakkar til að kynna þessa nýjung fyrir Íslendingum. „Helstu nýjungar má kannski telja Fliegl gámagrindur, vélavagna og malarvagna frá Þýskalandi sem hafa notið mikilla vinsælda á markaðnum,“ segir Rafn Guðjónsson. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI NÝJUNGAR Á DÖFINNI Bílasalan Hraun er komin með nýtt umboð fyrir skotbómulyftara frá Ítalíu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.