Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 36

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 36
12  { VINNUVÉLAR 2005 } FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V IL H EL M „Grundvallaruppistaðan í flotanum okkar eru vélar í jarðvinnustarfsemi eins og gröfur, hjólagröfur og stór- ir trukkar. Við leigjum sem sagt út mikið af stórvirkum vinnuvélum. Síðan erum við einnig með vélar í byggingariðnað eins og bómulyft- ur, skæralyftur og skotbómulyftur sem henta vel í byggingar. Í þriðja lagi erum við með garðáhöld. Ein- staklingar eru oft að vinna í garð- inum og þurfa að nota litla vagna á beltum, mini-gröfur og sláttuorf og við sköffum það,“ segir Árni Sig- urðsson, sölu- og markaðsstjóri Kraftvélaleigunnar. „Við leigjum einnig vélar til verktaka sem fá til- tekið verk og eiga ákveðinn flota. Stundum passar flotinn ekki við verkin sem þeir fá og þá vantar aukatæki. Þá leigjum við þeim vél- ar. Á síðasta ári leigðum við til dæmis mikið af efnisflutn- ingatrukkum þannig að við leggj- um metnað okkar í að leysa þarfir hvers og eins, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki,“ segir Árni en leigutími á vélunum er mis- munandi. Árni segir mjög einfalt fyrir fólk að finna það verkfæri sem vantar. „Viðskiptavinurinn fer á heimasíðu okkar, kraftvelaleigan.is, og finnur það sem hann þarf en á vefsíðunni eru myndir, verð og upplýsingar um allt sem við höfum upp á að bjóða. Síðan kemur hann til okkar þegar hann hefur fundið sitt tæki og gengur frá greiðslunni. Sama er um stóru tækin fyrir verktakann. Þau eru öll skráð á netinu og net- síðan er afskaplega aðgengileg. Við erum með bíl á staðnum sem getur flutt tækin og einnig leigjum við út litla kerru fyrir fólk sem er með krók á bílnum til að flytja minni tækin. Þetta er því allsherjarþjón- usta,“ segir Árni. Litlu leigutækin eru ekki tryggð en ef þau valda ein- hverju tjóni þá verður leigutaki að greiða það rétt eins og með bíla- leigubíla. Stóru tækin eru hins veg- ar tryggð með kaskó-tryggingu og sjálfsábyrgðin á þeim er 160 þús- und krónur sem leigutaki þarf að greiða ef tækið skemmist. Höfuðumboð Kraftvéla er Kom- atsu og á vefsíðunni komatsu.is er hægt að finna allar þær vinnuvélar sem eru til sölu, bæði notaðar og nýjar. Fyrirtækið rekur einnig rekstrarleigu þar sem það eru með stóra samninga við fyrirtæki á borð við Vífilfell og Eimskip og leigja fyrirtækjunum vélar fyrir visst verð og sjá síðan um allt viðhald sem þarf. Nú hefur framkvæmdum um land allt fjölgað á síðastliðnum árum og Kraftvélar fara ekki var- hluta af því. „Síðasta ár var það besta í sögu fyrirtækisins. Árið á undan var líka mjög gott en á síð- asta ári var gífurlegur vöxtur í al- mennu leigunni og rekstrarleig- unni. Og mér heyrist á öllum í bransanum að árið í ár verði svip- að,“ segir Árni að lokum.“ Árni er bjartsýnn fyrir árið 2005 enda var 2004 algjör gósentíð fyrir jarðvinnugeirann. FLJÓT, GÓÐ & EINFÖLD ÞJÓNUSTA Fyrirtækið Kraftvélar er með Komatsu-umboðið á Íslandi og rekur einnig öfluga leigustarfsemi fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess sem það selur bæði notaðar og nýjar vinnuvélar. Stöðugt þarf að vera að færa vinnuvélar milli landshluta og vinnusvæða. Þá koma treilerarnir að góðum notum. Hér er verið að undirbúa flutning gröfu. Myndirnar eru teknar á virkjanasvæðinu á Vestur-Öræfum. Hér er þyngdarpunkturinn kominn á réttan stað. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /R AG N AR L EI FU R Það er vandaverk að keyra tækið upp á pallinn og betra að fara að öllu með gát. Nú er bara eftir að ganga frá nokkrum atriðum í gegnum símann. Flutningur á TÆKJUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.