Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 37

Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 37
 { VINNUVÉLAR 2005 }  13 Ný lína Komatsu af Dash 7 belta- og hjólagröfum og stuttum Dash 2 gröfum er nú til í heild og býður upp á lausn fyrir framkvæmdir af öllum gerðum og stærðum. Gröfur fyrir námur, jarðvegs- flutninga, bæjarverk, niðurrif, lengdir og hæðir, þrengsli og efnisflutinga, og meira að segja sérsniðnar lausnir. Hver grafa er gerð með afl, nákvæmni, þægindi, auðveldan flutning og viðhald í huga. Kíktu inn hjá Kraftvélum til að fá afbragðslausn fyrir þig! NÝ ÖLD AFBRAGÐSLAUSNA ER RUNNIN UPP KRAFTVÉLAR EHF, Dalvegur 6-8, 201 Kópavogur, Sími 535 3500, Fax 535 3501, www.komatsu.is ÖFLUGUR SMÁKRANI Fyrirtækið Hreinsun og ráðgjöf ehf. leigir út og hefur umboð fyrir smákrana sem henta vel þar sem aðgengi er takmarkað eða vinnusvæði lítið. „Þetta er eini kraninn á landinu af þessari stærð,“ seg- ir Erlingur Snær Erlingsson eigandi fyrirtækisins Hreinsun og ráðgjöf sem leigir út Unic-smákrana sem er tæpir 3 metrar á lengd, 60 cm á breidd og 130 cm á hæðina, með rúmlega 9 metra bómu. „Kraninn er samanpakkaður, en þegar ég er kominn með hann í stöðu get ég skotið út bómunni um 9 metra. Hann lyft- ir allt að 2.9 tonnum í 1.4 metra fjarlægð, en venjulega er verið að vera lyfta frá 200 kílóum upp í 1000 kíló,“ segir Erlingur Snær og bætir við að einn helsti kostur- inn við kranann sé að auðveldlega er hægt að keyra hann í gegnum hurðarop og keyra hann innan dyra. „Með einum takka breyti ég svo eldsneytisnotkuninni, þegar inn er komið, úr bensíni í própangas þannig að útblásturinn er mun vistvænni,“ segir hann brosandi. Kraninn hentar í margskonar óhefðbundnar hífing- ar sem erfitt hefur verið að framkvæma hingað til eins og að lyfta þungum glerjum innandyra eða hífa stál- bita og ýmisskonar vélar að sögn Erlings Snæs. „Und- antekningarlaust hafa mínir viðskiptavinir verið ánægðir með getu og hæfni tækisins,“ segir hann og tekur fram að mikla óþarfa vinnu sé hægt að spara með því að nota kranann. „Ég hífði upp stálburðargrind á vegg í nýju sundlaugina í Laugardal sem tók um þrjá tíma. Annars hefur slíkt verk yfirleitt tekið um 3 daga, því sökum þyngdar hefur þurft að smíða grindina á staðnum,“ segir Erlingur Snær. Mörg spennandi verk- efni eru framundan hjá honum og áhugasamir geta fræðst frekar um kranann og skoðað myndir af verk- efnum á vefsíðunni smakranar.is. „Kraninn hentar í margskonar óhefðbundnar hífingar sem erfitt hefur verið að fram- kvæma hingað til, eins og að lyfta þungum glerjum innandyra eða hífa stálbita,“ segir Erlingur Snær Erlingsson. trítilóð tæki} Vinnuvélar eru flottar. Þær eru öflugar og töff og maðurinn við stýrið hef- ur valdið meðan hann stjórnar tækinu. Vinnu- vélar koma líka vel út í kvikmyndum, sérstaklega þegar um hasarmyndir er að ræða, háa tónlist og bandbrjálað illmenni. Einn frægasti valtari í bíómynd er í A Fish Called Wanda þegar Ken, leikinn af Michael Palin, valtar yfir Otto, leikinn af Kevin Kline. Ástæðan er einföld – Kevin gleypti fræga fiskinn hans Ken og drap hann þar af leiðandi og hann þarf að gjalda fyrir það. Ekki beint mik- ið hasaratriði en fyndið er það og því geta vinnuvélar alveg verið fyndnar líka. Í Die Hard III leikur Jeremy Irons illmennið og hryðjuverka- manninn Simon Gruber sem hinn geðþekki John McClane, leikinn af Bruce Willis, þarf að berjast við. Í aðalráninu í myndinni er notast við ansi marga og stóra vörubíla sem magna upp illskuna í Simon og félögum. Og þegar talað er um vörubíla þá má ekki gleyma Terminator- myndunum, hvort sem það er I, II, III. Í hver- ri einustu mynd er að finna einhvern rosalegan trukk sem þjónar alltaf sínum tilgangi í að drepa vél- menni eða bjarga fólki. Þannig að trukkar eru ekki alslæmir heldur geta bjargað ýmsu á ög- urstundu. Í kvikmyndinni Aliens er að finna ansi nútímalega vinnuvél. Ellen Ripley, leikin af Sigourney Weaver, fer inn í tryllitækið sem býr yfir fjórum örmum eins og mannvera. Ripley nær að stjórna örmunum af mikilli list og berst hat- rammri bar- áttu við geim- veruna sem virðist elta hana þangað til hún deyr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.