Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 47

Fréttablaðið - 26.01.2005, Side 47
Þegar ég var strákur var Löður vinsæl sápuópera og háð um þær um leið. Karlpersóna í Löðri hét að mig minnir Burt, a.m.k. væri það viðeigandi nafn miðað við ís- lenska merkingu orðsins. Sá trúði því að ef hann sveiflaði höndun- um og smellti fingrum hyrfi hann burt. Hentugur eiginleiki á neyðarlegustu stundum lífsins, en gallinn bara sá að hann sást nú samt. Huliðshjúpurinn dugði þannig ekki betur en nýju fötin keisarans. Síðustu misseri höfum við fylgst með skelfilegum afleiðing- um ofmats formanna stjórnar- flokkanna á eigin persónu. Þeir töldu sig vorið 2003 einfæra um að gera okkur öll ábyrg fyrir því blóðbaði sem innrásin í Írak er. Miklir menn vorum við og réðum lífi eða dauða. En íslenska þjóðin er ekki haldin valdhroka og vildi enga aðild eiga að þessu ólög- mæta árásarstríði. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, hrekst nú undan þeim vindum sem hann sjálfur blés, með innan við 5% fylgi í eigin kjördæmi og á harða- hlaupum undan spurningum fjöl- miðla. Í stað þess að játa mistök sín, biðjast afsökunar og axla ábyrgð berst hann um á hæl og hnakka við sjálfan sig. Nú væri gott að vera ósýnilegur. Og líkt og Burt forðum segir hann í nauðvörn að listinn yfir hinar viljugu þjóðir sé ekki lengur til! Þ.e.a.s. að ákvarðanir hans sjálfs séu ekki lengur til. Á hið sama þá við um ráðherrann sjálfan? Er stefna ríkisstjórnarinnar í Íraks- málinu ekki lengur til? Hvarf hún bara „hókus pókus“ burt? Af svipuðu raunsæi segir Davíð Oddsson að friður ríki í 795 af 800 byggðum Íraks og Bush að leiðangrinum sé lokið (e. mission accomplished). Stríðinu í Írak er því miður ekki lokið og listi hinna viljugu þjóða verður alltaf til þó Ísland geti afturkallað stuðning sinn. En í Írak er fullt af fólki sem er ekki lengur til og úr því verður ekki bætt. Á því berum við Íslending- ar fulla ábyrgð. Til að forðast að í framtíðinni verðum við aftur gerð ábyrg fyrir óhæfuverkum af einum eða tveimur valdsmönnum þurfum við að setja stjórnvöldum skýrari mörk. Höfundar stjórnarskrár- innar hafa ekki látið sér til hugar koma að herlaust land yrði aðili að stríði með þessum hætti og kváðu því ekki á um það. Með félögum mínum í þingflokki Sam- fylkingarinnar legg ég nú til við Alþingi að bætt verði við 21. gr. stjórnarskrárinnar ákvæðum sem banna aðild að eða stuðning við stríð nema með samþykki meirihluta Alþingis. Þó stjórnar- flokkana skorti dug til að axla ábyrgð á ákvörðun Davíðs og Halldórs og telja hana hafa horf- ið er óskandi að fólk úr öllum flokkum sjái nauðsyn þess að kveða skýrt á um hvernig lýð- ræðislega eigi að taka svona ákvörðun. Hin vonda ákvörðun, hvernig að henni var staðið og þær deilur sem þetta skapaði hafa rýrt traust fólks á forystu- mönnum sínum og orðið þjóðinni til minnkunar. ■ Er forsætisráðherra ekki lengur til? 19MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2005 Auglýsingin í New York Times Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, lýsti svo þeirri skoðun sinni í viðtali við Stöð 2 á laugardag að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hefðu verið í fullum lögformlegum rétti með að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og hefðu ekki þurft að gera það í samráði við Alþingi. Maður spyr sig því óhjá- kvæmilega að því hvers vegna forsvars- menn hinnar svokallaðrar Þjóðarhreyf- ingar hafi ekki verið búnir að vinna heimavinnuna sína sem skyldi í þessum efnum. Þess í stað var bara vaðið af stað með látum og kastað til höndunum í samræmi við það á kostnað annarra. Ekki vildi ég vera einn af þeim sem greiddi fyrir þennan brandara í The New York Times. En það er þeirra mál sem það gerðu. Mánudagspósturinn á ihald.is Hið nýja risaveldi Allt frá því að sagnfræðingurinn Þúkýdídes útskýrði orsakir Pelópsskaga- stríðsins milli Aþenu og Spörtu fyrir rúmlega 2400 árum, hafa menn litið til nýs risaveldis með óvissu og kvíða. Þúkýdídes benti á þær væntingar sem mynduðust um að stríð væri óumflýjan- legt: „Hinn almenna skoðun var að hvað svo sem yrði gert, þá myndi stríð við Peloponnese vera óhjákvæmilegt.“ Það sem gerði stríðið óhjákvæmilegt, að mati Þúkýdídes, var vöxtur aþenska borgríkisins og sá ótti sem hann olli hjá Spartverjum – þeir gátu ekki hugsað sér að hafa svo öflugt ríki í bakgarðinum. Hörður Ægisson á deiglan.com Leikreglur séu skýrar Leikreglur samfélagsins þurfa að vera almennar og skýrar. Lagaramminn getur aldrei náð til allra tilvika. Því er mikil- vægt að hér á landi séu ekki settar strangari reglur á viðskiptalífið. Hægt er að treysta umgjörð stjórnarhátta fyrir- tækja án þess að slíkt komi niður á nauðsynlegum sveigjanleika í rekstri og stjórnun, eins og lagasetning óneitan- lega gerir. Leiðbeiningar um stjórnar- hætti fyrirtækja, sem Verslunarráð Ís- lands, Samtök atvinnulífsins og Kaup- höllin Íslands gáfu út í fyrra, hafa t.a.m. stuðlað að opinni umræðu um hlutverk stjórna og bætt innviði stjórnarhátta. Hvað varðar þátt kvenna í stjórnum fyrir- tækja er mikilvægt að hluthafar átti sig á miklum kostum þess að hafa bæðið kynin í stjórnum fyrirtækja, þar sem stjórnir samsettar af konum og körlum eru líklegri til að starfa betur. Sigþrúður Ármann á sus.is Einhverjar reglur betri en engar Það hlýtur að mega gera kröfur til flokka sem öllu vilja ráða, helst án þess að þjóðin hafi nokkuð um það að segja nema í alþingiskosningum á fjögurra ára fresti. Er ekki eðlilegt að þeir hafi samráð um að opinbera fjárreiður ís- lenskra flokka að meira marki en nú er eða reisa skorður við því hvað fyrirtæki og einstaklingar geta lagt til þeirra mik- ið fé? Sumir stjórnarsinnar bera því við að farið verði á svig við slíkar reglur en eru það gild mótrök? Á þá ekki sama við um mörg lög frá Alþingi? Væru ekki ein- hverjar reglur betri en engar þegar kem- ur að fjárreiðum stjórnmálaflokka? Eða er til of mikils mælst? Einar Sigmarsson á politik.is HELGI HJÖRVAR ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ÍRAKSMÁLIÐ AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.