Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 6

Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 6
6 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR KLÓRGAS Fjórir eigendur fyrir- tækja í Vesturvör 30b í Kópavogi hafa afhent bæjaryfirvöldum skrifleg mótmæli vegna klórfram- leiðslu Mjallar Friggjar í húsinu á móti. Í bréfi eigandanna til bæjar- yfirvalda stendur: „Við eigendurn- ir að Vesturvör 30b í Kópavogi lýs- um andstöðu okkar á að eigendur í Vesturvör 30c geti verið með efna- verksmiðju í okkar nálægð.“ Eyjólfur Bergþórsson, einn eig- endanna fjögurra að Vesturvör 30b, segir þá ekkert hafa á móti fyrirtækinu sem slíku. Þar starfi gott fólk. Þeir lýsi þó furðu sinni á því að Mjöll Frigg fái óáreitt að starf- rækja efnaverksmiðju á staðnum. Eigandi Mjallar Friggjar hefur sótt um bráðabirgðaleyfi til um- hverfisráðuneytisins til klórfram- leiðslu næstu sex mánuðina. Um- hverfisráðuneytið bíður upplýs- inga frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Eyjólfur segir ekki hvarfla að sér að fyrirtækinu verði leyft að vera með efnablöndun á svæðinu. - gag Skíðasvæði landsins: Ört minnkandi snjór SKÍÐI Í hlýindunum undanfarna daga hefur snjó tekið verulega upp á flestum skíðasvæðum landsins. Töluverður vindur er í veðurkortum helgarinnar og getur brugðið til beggja vona með opnun. Að sögn starfsmanns í Blá- fjöllum er þar þó enn nægur snjór og ef veður leyfir verður svæðið opið um helgina. Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur verið lokað vegna hlýinda og snjóleysis. „Það verður lokað að minnsta kosti í viku, jafn- vel lengur ef veðurfarslegar aðstæður verða okkur óhagstæð- ar,“ segir Guðmundur Karl Jóns- son, staðarhaldari í Hlíðarfjalli. Snjórinn á skíðasvæði Ísfirð- inga hefur minnkað verulega en stefnt er á að hafa þar opið frá kl. 11 til 17 um helgina. Nægur snjór er á tveimur efri skíðasvæðum Siglfirðinga. Að sögn starfsmanns svæðisins er veðurútlitið ekki gott á Norður- landi um helgina og því óvíst að hægt verði að hafa svæðið opið. Sömu sögu er að segja frá Dalvík. Ef veður leyfir verður skíða- svæðið í Oddsskarði opið frá klukkan 12 til 17 um helgina. Nægur snjór er í sólskinbrautinni og stefnt á að opna stóru lyftuna um eða eftir helgina. - kk ÍRAKSMÁLIÐ „Allir nefndarmenn utanríkismálanefndar voru sam- mála því að fordæma þennan leka og líta hann mjög alvarlegum aug- um,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna. Utanríkismálanefnd samþykkti á fundi sínum í gær að hætt yrði að dreifa fundargerðum nefndarinnar heldur yrðu þær einungis aðgengi- legar til aflestrar á fundum nefnd- arinnar. Ástæðan er sögð vera fréttaskýring í Fréttablaðinu föstu- daginn 21. janúar síðastliðinn þar sem skýrt var frá orðaskiptum á fundum nefndarinnar 19. febrúar og 21. mars 2003. „Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupp- lýsinga. Því er ástæða fyrir utan- ríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum,“ segir í bókun frá utanríkismálanefnd í gær. Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis og áralangri venju um þagnarskyldu nefndarinnar er allt það sem fram fer á fundum nefnd- arinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. „Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trún- aðarupplýsingar virðast hafa kom- ist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönn- um sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trún- aðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bend- ir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningar- lögum,“ segir í bókuninni. Stjórnarandstaðan lagði fram formlega beiðni um það á fundinum í gær að trúnaði af ummælum Hall- dórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra í utanríkismálanefnd er vörð- uðu Íraksmálið yrði aflétt. „Við höf- um jafnframt áhuga á að ræða við Eirík Tómasson lagaprófessor, sem vann greinargerð fyrir ríkisstjórn- ina um lögmæti ákvörðunarinnar um stuðninginn við Íraksstríðið. Við viljum vita hvort ríkisstjórnin hafi sýnt honum meiri gögn en ut- anríkismálanefnd fær aðgang að í málinu. Þá hef ég sérstakan áhuga á að ræða við hann um hvernig hann getur tjáð sig um samráðsskyldu við utanríkismálanefnd án þess að hafa fundargerðir undir höndum,“ segir Steingrímur. sda@frettabladid.is Ísfirðingar: Vilja af mölinni SAMGÖNGUR Tólf til fjórtán ár tekur að setja bundið slitlag á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, sé miðað við samgönguáætlun stjórn- valda, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. „Um tuttugu prósent af leiðinni eru ekki með bundnu slitlagi,“ segir Halldór. Auka þurfi fjárveit- ingar til samgöngumála og nýta ætti hluta söluhagnaðar Símans til þess. „Það vantar virkilega sátt um að veita meira fjármagni í sam- göngumál svo hægt sé að klára vegaframkvæmdirnar á styttri tíma,“ segir Halldór. - gag ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Fylgist þú með HM í hand- bolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu sótt um launahækkun í vetur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38% 62% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN TIL MÖGULEGRAR FRAMTÍÐAR Í ÍTÖLSKUM SAMTÍMA ARKITEKTÚR FÚTÚRISMA FRÁ KlinK&BanK er samstarfsverkefni Landsbanka Íslands og Gallerí Kling&Bang SKÍÐASVÆÐIÐ Í HLÍÐARFJALLI Búið er að loka skíðasvæðinu þangað til aðstæður til skíðaiðkunar lagast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K MARGIR ÖLVAÐIR UNDIR STÝRI Fjórir ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur í Reykja- vík aðfaranótt föstudags. Lögregl- an segir það heldur mikið á fimmtudagskvöldi. Fólkið hafi ver- ið tekið vítt og breitt um borgina. BRÆLA Á MIÐUNUM Fáir bátar voru á sjó í gær. Tilkynningar- skylda skipa skráði 151 bát á há- degi. Að meðaltali hafa um 300 bát- ar verið á sjó á þessum tíma í janú- ar, mest rúmlega 420. Fæstir hafa þeir verið nítján en það var á ný- ársdag. HRAÐAKSTUR UNDIR HAFNAR- FJALLI Ungur ökumaður, fæddur 1983, var tekinn á 146 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli á finntu- dag. Lögreglan í Borgarnesi segir aðstæður hafa verið mjög slæmar, myrkur og slæmt skyggni. MJÖLL FRIGG Í KÓPAVOGI Eigendurnir að Vesturvör 30b á móti Mjöll Frigg vilja ekki starfa við hlið efnaverksmiðju. Eigendur fyrirtækja í Vesturvör 30b í Kópavogi: Vilja efnablöndun Mjallar Friggjar burt FRÁ FYRSTA FUNDI UTANRÍKISMÁLANEFNDAR EFTIR ÁKVÖRÐUNINA VIÐ STUÐNINGINN VIÐ ÍRAKSSTRÍÐIÐ Fundargerðir nefndarinnar eru jafnframt merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnar- skyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst meðal annars í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila. Fordæmir lekann Utanríkismálanefnd fordæmir að trúnaðarupplýsingar um Íraksmálið hafi komist í hendur Fréttablaðsins. Hætt verður að dreifa fundargerðum. Stjórnar- andstaðan fer fram á að trúnaði verði aflétt af ummælum forsætisráðherra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.