Fréttablaðið - 29.01.2005, Qupperneq 12
29. janúar 2005 LAUGARDAGUR
K osningarnar í Írak semhaldnar verða á morgunleysa ekki þann vanda sem
Írakar standa frammi fyrir. Reynd-
ar er sú hætta jafnvel fyrir hendi
að þær muni gera illt verra þó ekki
skuli gert lítið úr því að þær kunni
að vera hluti, og reyndar upphaf,
ferlis sem leiðir til friðsamlegrar
sambúðar í Írak í stað þeirrar óald-
ar sem nú ríkir.
Kosningar á stríðssvæði
Írak verður ekki lýst öðruvísi en
sem stríðssvæði undanfarin miss-
eri. Óöldin færist í aukana og and-
stæðingar kosninganna gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
koma í veg fyrir að þær fari frið-
samlega fram.
Ástandið er sérstaklega slæmt í
Bagdad. Í síðustu viku voru gerðar
sjö bílsprengjuárásir, 37 sprengjur
voru sprengdar í vegaköntum og
52 árásir gerðar af vígamönnum
vopnuðum hríðskotarifflum eða
sprengjuvörpum. Samanlagt tæp-
lega hundrað árásir á einni viku og
bílsprengjuárásirnar einar sér kost-
uðu 60 manns lífið og 150 slösuðust
samkvæmt samantekt The New
York Times. Síðustu daga hafa árás-
irnar haldið áfram og kostað tugi
manna lífið í Bagdad einni og sér.
Kosningarnar nauðsynlegar
Við þessar kringumstæður er ekki
óeðlilegt að menn velti því fyrir
sér hvort það sé yfir höfuð verj-
andi að kosningar fari fram.
„Ef maður hugsar sér Írak sem
þrjú ríki í einu gæti maður sagt að
tvö af þremur væru reiðubúin
fyrir kosningar, en hið þriðja ekki,“
segir Dr. Philip Robins við St.
Anthony's College í Oxford há-
skóla, sérfræðingur í stjórnmálum
Mið-Austurlanda. „Á svæðum
Kúrda og sjía má búast við vel
heppnuðum kosningum með mikilli
kjörsókn og lýðræðislega kjörnum
fulltrúum. Þetta er gott þar sem
það veitir kerfinu sem á að semja
stjórnarskrá, það er að segja að
draga upp reglur til frambúðar,
lögmæti. En að sjálfsögðu þýðir
það, að ástandið á svæðum súnnía
er hvergi nærri nógu gott og að út-
koman þar verður óásættanleg.“
„Ætti að fresta kosningunum?“
spyr Robins og svarar sjálfur neit-
andi. „Með því væri verið að refsa
80 prósentum landsmanna. Að auki
væri verið að verðlauna ofbeldis-
verk með því og þar með yrði það
hvatning til frekari ofbeldisverka í
stjórnmálalífi landsins.“
Hvað með súnnía?
Líkt og Robins bendir á leikur
mestur vafi á þátttöku súnní-
múslima í kosningunum. Hvort
tveggja hafa ýmsir áhrifamenn í
þeirra röðum hvatt til þess að þeir
hunsi kosningarnar og eins er óöld-
in mest á þeim svæðum þar sem
þeir eru fjölmennastir. Því er
hættan einna mest fyrir þá að taka
þátt í kosningunum og hætta er á
lítilli kjörsókn.
Verði þessi raunin eins og allt
bendir til verða menn að gera upp
við sig hvort súnníar eigi að verða
af málsvörum sínum á stjórnlaga-
þinginu eða hvort koma eigi til
móts við þá með öðrum hætti. Bæði
Robins og Magnús Þorkell Bern-
harðsson, sagnfræðingur við Willi-
ams College í Massachusetts og
sérfræðingur í sögu Mið-Austur-
landa, eru sammála um að koma
verði til móts við súnní-múslima
ef friður á að komast á.
„Ef margir súnníar hafa ekki
tekið þátt í kosningunum og ljóst er
að aðeins nokkrir hópar innan
Íraks hafa tekið þátt í þeim er hægt
að ímynda sér nokkrar lausnir,“
segir Magnús Þorkell og bendir á
að taka megi frá nokkur sæti innan
þingsins fyrir súnníana sem taka
ekki þátt í kosningunum „og stuðla
þannig að því að þetta nýja þing,
nýja ferli, lýsi vilja þjóðarinnar“.
„Það má alls ekki líta á þessar
kosningar sem endastöð heldur
upphaf ákveðins ferlis,“ segir
Magnús, eftir sé að skrifa stjórnar-
skrá, kveða á um stöðu Bandaríkja-
hers og semja um auðæfi landsins.
„Stóra málið snýst um hvað
skuli gera við súnní-araba,“ segir
Robins. „Vonin er sú að þeir taki
þátt í lýðræðisþróuninni þegar þeir
sjá að þeir hafa ekki neitunarvald
yfir því hvernig stjórnmálin þró-
ast. Það ætti að reyna að nýju að
tryggja þátttöku þeirra í stjórn-
málakerfinu.“
Hættur fylgja sambandsríki
Ein af hugmyndunum sem hafa
verið settar fram um framtíðar-
skipulag Íraks er að það verði
sambandsríki þar sem einstakir
landshlutar ráða miklu um eigin
mál og sérstaklega er kveðið á
um fyrirkomulag sameiginlegra
mála. Kúrdar eru sérstaklega
fylgjandi þessu en meiri and-
stöðu gætir meðal sjía og súnnía.
Magnús Þorkell hefur efasemdir
um að þetta stjórnarform reynist
vel í Írak.
„Ef maður metur þetta út frá
sögu Íraka hafa þeir reynslu af
miðstýrðu valdi en sambandsríki
er algjörlega óþekkt fyrirbæri,“
segir Magnús. „Ég held að eins og
sakir standa núna sé það frekar
neikvæð þróun af því að það leggur
frekar áherslu á það sem skilur á
milli en það semlandsmenn eiga
sameiginlegt.“ Því kunni sam-
bandsríki að auka á sundrun og
kemur þar að stærstu ógninni sem
Írakar standa frammi fyrir, hætt-
unni á borgarastríði.
Getur farið sömu
leið og Líbanon
Áhrif trúarleiðtoga hafa aukist
mjög frá falli Saddams Hussein og
skipting landsmanna eftir þjóðar-
brotum hefur orðið meira áberandi
en áður. Takist ekki vel upp við
kosningarnar og stjórnlagaferlið í
framhaldi þess er hætta á því að
borgarastríð brjótist út sem lætur
óöldina til þessa líta út eins og til-
tölulega rólegt tímabil.
„Ég held að þetta komi til með
að verða mjög táknræn stund fyrir
framtíð þjóðarinnar hvernig sem
fer,“ segir Magnús Þorkell um
kosningarnar. „Ef ofbeldi einkenn-
ir kosningarnar og næstu vikur þar
á eftir gæti það verið ákveðin vís-
bending um það sem er fram undan
fyrir þjóðina. Ef þetta fer tiltölu-
lega friðsamlega fram, sem mér
finnst ákaflega ólíklegt eins og
sakir standa, er það kannski
ákveðin von.“
Magnús segir eina hættuna vera
þá að sjíar, sem hingað til hafa
haldið sig til hlés þrátt fyrir árásir
súnnía, láti til skarar skríðar ef
þeim finnst staða þeirra ekki jafn
sterk eftir kosningar og fyrir þær.
Taki þeir upp vopn og svari víga-
mönnum úr röðum súnnía geti nið-
urstaðan orðið blóðugt borgara-
stríð sem minni um margt á borg-
arastríðið í Líbanon á áttunda og
níunda áratug síðustu aldar.
„Fólk er nú allt í einu orðið sjíar
eða Kúrdar eða súnní-arabar. Það
er ekki beint nútímaleg leið til að
skipta fólki upp í þjóðríki,“ segir
Magnús og segir þetta minna á
Líbanon. „Allt í einu, árið 1975, var
fólk ekki lengur sameinað um hug-
takið Líbanon heldur fór það að
leggja ríkari áherslu á þá mismun-
andi aðstöðu sem það var í,“ segir
hann og tekur fram að skipting
Íraks í sambandsríki gæti einnig
leitt til þessarar þróunar, það óttist
margir sjíar og súnníar.
„Það er ekki hægt að útiloka
annað ástand eins og það sem varð
raunin í Líbanon,“ segir Robins
sem segir sjálfstæðisviðleitni
Kúrda og myndun klerkastjórnar
sjía eldfimustu þróun mála sem
Írak og nágrannaríkin standa
frammi fyrir. ■
Ekki endastöð heldur upphaf
Kosningarnar í Írak á sunnudag kunna að skapa sátt um uppbyggingu
stjórnkerfis landsins. Þó eru margar hættur fyrir hendi og eftirleikur
kosninganna getur leitt til enn verra ástands en nú ríkir í landinu.
BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
FRAMTÍÐIN Í ÍRAK