Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 16

Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 16
Þann 10. september síðastliðið haust var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur ökumanni sem hafði sam- kvæmt ákæru sýslumanns ekið samfellt í sjö daga annars vegar og níu daga hins vegar án þess að taka sér hvíld eins og honum ber að gera samkvæmt reglugerð um aksturs- og hvíldartíma o.fl. í inn- anlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Ökumaðurinn var dæmdur til greiðslu sektar auk þess sem allur sakarkostnaður féll á hann. Þessi dómsniðurstaða í fyrrgreindu máli er vægast sagt afar furðuleg. Áður hafði ökumaður verið sýkn- aður í Héraðsdómi Reykjaness og gengur því norðlenski dómarinn þvert á niðurstöðu hans. Ekki get ég, undirritaður, lesið annað en það úr þessum niðurstöðum og reyndar fleirum sem ég tíni hér til en að dómarar séu á engan hátt vissir um hvernig þeir eigi að dæma í þessum málum og niður- stöður þeirra því handahófs- kenndar þó ekki sé nú meira sagt. Fyrir nokkru var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur í Vestur-Húnavatnssýslu og honum gefið að sök að hafa ekið á 108 km hraða. Í bifreið þess sem stöðvað- ur var, er ökuriti sem skráir öku- hraða bifreiðar á ökuritaskífur og sýndu þær að hann ók á 98 km hraða. Afhenti hann lögreglunni þessar skífur máli sínu til stuðn- ings og var það ljóst að þarna var ósamræmi á hraðamælingu bif- reiðar sem nam 10 km. Ökumað- urinn sem stöðvaður var af lög- reglu vildi að sjálfsögðu ekki við- urkenna mælingu lögreglunnar og taldi sig réttilega hafa verið á 98 km hraða og ákvað að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Það er skemmst frá því að segja að dómari Héraðsdóms Norður- lands vestra taldi að ökuriti bif- reiðarinnar væri ekki áreiðanlegt mælitæki og dæmdi hann sekan um hraðaakstur og auk sektar lenti á honum allur sakarkostnað- ur. Nokkru seinna, í umdæmi hér- aðsdómara Vestfjarða, voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hrað- an akstur. Í þeirri mælingu lög- reglunnar reyndist einnig mis- munur á hraðamælingu lögreglu og bifreiða sem mældar voru, en í þeim var einnig ökuriti sem skráði hraða bifreiða á ökurita- skífur með sama hætti og að framan er lýst. Ökumenn í báðum þessum til- vikum voru sýknaðir á þeirri for- sendu að ekki væri hægt að alhæfa um að mælingar lögreglunnar væru réttari en mælingar bifreið- anna. Þarna var aftur um að ræða mismun á mælingu lögreglu og ökurita bifreiða og lét vestfirski dómarinn ökumennina njóta vafans. Enn eitt málið kom upp á Austfjörðum fyrir nokkrum árum þar sem lögregla og eftirlitsmaður Vegagerðarinnar gerðu upptækar ökuritaskífur hjá ökumanni og báru á hann þær sakir að hafa ekið of hratt, en ekki var um hraðamæl- ingu af hálfu lögreglunnar að ræða. Vísuðu þeir eingöngu á þessar ökuritaskífur bifreiðarinn- ar þar sem sjáanlega var um að ræða akstur fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Ökumaður þeirrar bifreiðar fékk sektarboð fyrir of hraðan akstur og stuðst var við ökuritaskífurnar sem áður höfðu verið gerðar upptækar sem fyrr sagði. Ákvað hann að mótmæla þessu og hugðist láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Spurðist hann nánar fyrir um það hjá fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði sem hafði sent út sektarboðið, hvort þetta gæti á nokkurn hátt staðist. Þar kom fram að um brot væri að ræða og á þeirri forsendu hefðu þeir sent út sektarboðið og ráð- lögðu honum eindregið að láta ekki reyna á þetta fyrir dómstólum heldur greiða þá sekt sem upp hafði verið sett, sem hann og því miður gerði. Það skal tekið fram að það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að ökuritaskífur sýna of hrað- an akstur bifreiðar, t.d. ef bifreið- in spólar í snjó eða hálku, kemur það fram á ökuritaskífunni sem sýnir miklu meiri hraða en bif- reiðin er raunverulega á; mis- stórir eða of litlir hjólbarðar geta einnig breytt skráningu á hraða, en ekki er ástæða til þess að telja þær upp hér. Miðað við það sem er upp talið hér að framan og eftir þessa tvo dóma Héraðsdóms Norðurlands eystra og Héraðs- dóms Norðurlands vestra er ljóst að ökumenn geta á engan hátt átt- að sig á fyrrnefndum reglum og er ósamræmi í dómum eins og að framan er lýst algerlega óþolandi. Nauðsynlegt er að setja skýrari reglur um þessi mál. Höfundur er formaður Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis. Eldri borgari, sem nýtur einungis lífeyris frá almannatryggingum en hefur engan lífeyri úr lífeyris- sjóði, kom að máli við við mig og sagði: Það er ekki rétt, að við sem höfum engan lífeyri úr lífeyris- sjóði, fáum 100 þús. kr. á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég fæ ekkert úr lífeyrissjóði en fæ þó ekki nema 79.400 kr. frá Trygg- ingastofnun ríkisins í ellilífeyri, tekjutryggingu og tekjutrygging- arauka fyrir skatta. (Hækkaði lít- illega um áramót). Og hann rétti mér launaseðil Tryggingastofnun- ar þessu til áréttingar. Og þetta var vissulega rétt. Hér er um kvæntan mann að ræða og því fékk hann ekki heimilisuppbót. Einungis þeir sem eru einhleypir fá heimilisuppbót, í kringum 18 þús kr. á mánuði. Ég hef einkum í greinum mínum fjallað um ein- hleypa ellilífeyrisþega þar eð að- stæður þeirra eru yfirleitt mjög erfiðar. Þeir geta komist í rúmar 100 þús. kr. á mánuði frá almanna- tryggingum með heimilisuppbót. Þetta er ekki stór hópur bótaþega. En víkjum aftur að eldri borgaranum, sem kom að máli við mig. Hvernig á hann að lifa af rúmum 79 þús. kr. á mánuði? Af þeirri fjárhæð verður hann að greiða allan framfærslukostnað, matvæli, fatnað, síma, tekju- skatta, rafmagn, hita, húsnæðis- kostnað, fasteignaskatta, rekstur á bíl o.fl. Að vísu er húsnæðis- kostnaður, rafmagn, hiti og sími sameiginlegur fyrir hann og konu hans. En þetta dugar hvergi nærri til framfærslu enda langt undir þeim framfærslueyri, sem Hag- stofa Íslands telur, að fólk þurfi sér til framfærslu. (Samkvæmt neyslu-könnun Hagstofunnar nema meðaltalsútgjöld einstakl- ings 161 þús. kr. á mánuði fyrir utan skatta.). Ég tel, að þegar í stað eigi að hætta öllum skerðingum vegna sambýlis og hjónabands og vegna tekna maka. Það á ekki að fella niður heimilisuppbót, þegar ellilíf- eyrisþegi, sem búið hefur einn, fer í sambýli eða í hjónaband. Þessar uppbætur eiga að haldast. Og það á ekki að skerða tekjutryggingar- auka eins og gert er. Ellilífeyrir er svo lágur að hann þolir engar skerðingar.Það liggur einnig fyrir Hæstaréttardómur um það, að óheimilt sé að skerða bætur vegna tekna maka. Dómurinn grundvall- aðist m.a. á því, að hver maður væri sjálfstæður einstaklingur og vegna jafnréttisákvæða stjórnar- skrárinnar væri óheimilt að skerða örorku- eða ellilífeyri einstaklings vegna tekna maka. Ég tel, að vegna dóms þessa séu allar skerðingar óheimilar. En rík- isstjórnin komst samt að þeirri niðurstöðu, að hún gæti haldið áfram skerðingum að hluta til! Þess vegna er tekjutrygging vegna tekna maka áfram skert að hluta. Mér er til efs, að það stand- ist lög og stjórnarskrá. Og þó laga- ákvæði segi, að einungis eigi að greiða heimilisuppbót til ein- hleypra ellilífeyrisþega tel ég það fráleitt, þar eð það byggir á göml- um hugsunarhætti um að hver ein- staklingur sé ekki alveg sjálfstæð- ur og því megi skerða bætur hans, ef hann er í hjónabandi eða í sam- búð. Þetta verður að leiðrétta. ■ 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR16 K aup Flugleiða á tíu nýjumBoeing vélum fyrir 40milljarða króna hafa vakið mikla athygli. Ætlunin er að leigja vélarnar utanlands þannig að þær verða ekki í för- um hér á landi. Kaupin byggja á gömlum samningi við Boeing og eru mjög hagstæð fyrir Flugleiðir. Hagnaður af þess- um viðskiptum getur orðið umtalsverður, hlaupið á nokkrum milljörðum. Maðurinn á bak við þessi viðskipti er stjórnarfor- maður félagsins, Hannes Smárason, sem á undan- förnum misserum hefur orðið æ meira áberandi í íslensku viðskiptalífi. Nafn hans heyrðist fyrst í tengslum við fyrirtæki Kára Stefánssonar, Íslenska erfðagreiningu, en þar var Hannes í nokkur ár aðstoðar- forstjóri og hægri hönd Kára í öllum stórum ákvörðunum. Hannes er 37 ára gamall, fæddur 1967. Að loknu stúd- entsprófi fór hann í verkfræði- nám í hinum virta MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Hann klár- aði námið en verkfræðin fangaði ekki hug hans. Fór hann til starfa hjá ráðgjafar- fyrirtækinu McKinsey & Co. í Boston sem er eitt þekktasta fyrirtæki á sínu sviði í heimin- um. Þar var Hannes í fimm ár. Í Boston kynntist hann Kára Stef- ánssyni en þeir léku saman körfubolta. Þegar Íslensk erfða- greining varð að veruleika réð Kári Hannes til starfa og áttu þeir áfallalaust samstarf í sjö ár. En Hannes hafði áhuga á að spreyta sig frekar í viðskiptalíf- inu og varð úr að hann réðst í að kaupa stóran hlut í Flugleiðum með þáverandi tengdaföður sín- um, Jóni Helga Guðmundssyni, sem yfirleitt er kenndur við Byko. Þeir fjárfestu einnig víðar, svo sem í Gildingu og Kaupási. Mál þróuðust þannig í kjölfar skilnaðar að Hannes eignaðist hlut tengdaföður síns í Flugleið- um og er nú orðinn sá maður sem ræður ferðinni í fyrirtæk- inu. Í dag er hann starfandi stjórnarformaður og vera má að hann ákveði að verða forstjóri fyrirtækisins inn- an skamms. Raunar er rætt um að ráða tvo forstjóra, annan að eignarhaldsfélag- inu Flugleiðum og hinn að Icelandair sem hefur með daglegan flugrekstur að gera. Hannesi er lýst sem mjög áræðnum manni en glöggum á tölur og vand- virkum í fjárfestingum. Þótt hann teljist vel efnaður á íslenskan mælikvarða seg- ist hann ekki láta peningana stýra lífi sínu eða samskipt- um við annað fólk. Hann virkar hógvær og yfirvegað- ur í samtölum. Í viðtali sem birtist hér í blaðinu fyrir stuttu kom fram að vinnu- dagur hans er langur. Hann fer snemma á fætur og gengur seint til náða. Um miðjan dag reynir hann að komast í lík- amsrækt en fyrir utan vinn- una eru það íþróttir og veiðar sem eiga hug hans. Hann segist ekki hafa neinn áhuga á því að verða „opinber persóna“ og hef- ur ekki orð á sér fyrir að berast á eða trana sér í sviðsljósið. En með jafn athafnasömum manni er fylgst og kastljós fjölmiðla á eftir að fylgja honum hvort sem honum er það ljúft eða leitt. ■ Eftir þessa tvo dóma Héraðsdóms Norð- urlands eystra og Héraðs- dóms Norðurlands vestra er ljóst að ökumenn geta á engan hátt áttað sig á fyrr- nefndum reglum og er ósamræmi í dómum eins og að framan er lýst algerlega óþolandi. ÓSKAR STEFÁNSSON BIFREIÐASTJÓRI UMRÆÐAN HVÍLDARTÍMI ÖKUMANNA ,, Handahófskenndir dómar Leiðréttum kjör aldraðra BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN KJÖR ELLILÍFEYRISÞEGA MAÐUR VIKUNNAR Áræðinn og talnaglöggur HANNES SMÁRASON STJÓRNARFORMAÐUR FLUGLEIÐA TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS Sendu SMS skeytið JA ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Golden Globe VERÐLAUN3 tilnefningar til BAFTA verðlauna Vinningar eru: Miðar á myndina • DVD myndir geisladiskar og margt fleira. 9. hver vinnur. Tvöfaldir Vildarpunktar Tvöfaldir * * T vö fal dir Vil da rp un kt ar til 11 . f eb rú ar hv or t s em þ ú g re ið ir m eð p en in g u m eð a V ild ar ko rt i. Veltupunktar til viðbótar Auk tvöfaldra punkta fá Vildarkortshafar Visa og Icelandair alltaf veltupunkta aukalega. 14 stöðvar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.