Fréttablaðið - 29.01.2005, Qupperneq 24
Loft í dekkin
Best er að setja loft í dekkin á bensínstöðvum. Þú skalt leggja bílnum þannig að slangan nái vel til
allra dekkja. Notaðu loftþrýstimæli til að sjá hversu mikið loft fer í dekkin og gakktu úr skugga um
að jafnmikið loft sé í þeim öllum. Ef þú kannt ekki að lesa á mælinn eða veist ekki hversu mikið
loft á að vera í dekkjunum skaltu fá aðstoð frá starfsmanni á bensínstöðinni.[ ]
Bíldshöfða 18 • 110 Rvk
Sími 567 6020 • Fax 567 6012
opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00
www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is
Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400
Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum
bila vegna hitavandamála?
Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni.
Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir.
B O S S A V E R M I R
Er kalt í bílnum?
Sætisáklæði í bílinn með hita
Aðeins 4.900 kr
Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport
Fæst einnig hjá
Bónstöðinni,
Njarðarnesi 1,
Akureyri
Skemmtilegur bæði í sveit og borg
Ekið á Hyundai Santa Fe V6 EM.
Hyundai Santa Fe í nýrri út-
færslu er glæsilegur og lipur
bíll. Hann er skemmtilegur
hvort heldur sem er í amstri
dagsins innanbæjar eða í
þyngri færð.
Sókn jepplinganna á markað hér á
landi virðist ekki vera á undan-
haldi. Engan skyldi undra það í
landi þar sem bílaeign er með því
mesta sem gerist og brugðið getur
til beggja vona með færð stóran
hluta árs.
Hyundai Santa Fe var strax vel
tekið þegar hann kom á markað
árið 1998 en í þessum mánuði var
breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á
síðasta ári eignaðist Santa Fe
minni bróður, Tucson, en stóri
bróðirinn, Terracan er fullvaxinn
jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe
bílnum hefur þróast lítilsháttar en
aðalbreytingin felst tvímælalaust
í nýjum aldrifsbúnaði þar sem
aldrifið er sívirkt og lagar sig að
breyttum akstursaðstæðum.
Santa Fe er einstaklega að-
gengilegur bíll. Þar er allt á sínum
stað þar sem maður býst við því.
Bíllinn er rúmgóður og þægilegur
en um leið lipur og skemmtilegur
í akstri. Farangursrýmið er að-
gengilegt og möguleikar á niður-
fellingu á aftursætum til að
stækka rýmið góðir. Sætin ganga
þó ekki alveg niður þannig að
gólfið verði slétt í skottinu. Far-
angursrýmið er hægt að opna á
tvo vegu, með því að opna aftur-
hlerann allan eða eingöngu aftur-
rúðuna.
Hyundai Santa Fe V6 var ekið
bæði á lítið ruddum vegi og í
slabbinu í borginni. Óhætt er að
segja að bíllinn hafi staðið sig vel
í snjónum, sigldi yfir skafla, ef
þeir voru ekki þeim mun stærri
og virkaði einstaklega stöðugur
og öruggur. Þegar í borgina var
komið reyndist hann meðfæri-
legur í þröngum götum og ágætt
að leggja honum í stæði.
Lítill hlutur eins og hiti í fram-
sætum gerir bílinn líka notalegri
en ella þegar komið er út á köld-
um vetrarmorgni. Furðulegt má í
raun teljast að hiti í sætum sé
ekki staðalbúnaður í fleiri bílum
en raun ber vitni hér á okkar
kalda landi.
Segja má að í Hyundai Santa
Fe fari saman ljómandi ferðabíll,
bæði sumar og vetur, þægilegur
bíll til daglegra nota fyrir hina
klassísku vísitölufjölskyldu með
góðu rými fyrir bílstjóra og far-
þega, ágætum geymsluhirslum og
aðgengilegu farangursrými.
steinunn@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
LI
HESTÖFL VERÐ
Santa Fe 2,4 EM 145 2.690.000 (beinskiptur)
Santa Fe 2,0 CRDI EM 112 2.990.000 (sjálfskiptur)
Santa Fe 2,0 CRDI Lux 112 3.390.000 (sjálfskiptur)
Santa Fe 2,7 V6 EM 173 2.930.000 (sjálfskiptur)
Santa Fe 2,7 V6 Lux 173 3.330.000 (sjálfskiptur)
Land Rover Discovery 3 var
valinn bíll ársins 2005 af tíma-
ritinu WhatCar? Í niðurstöðum
dómnefndar kom meðal annars
fram að hann hefði verið próf-
aður við erfiðustu akstursað-
stæður og í svo miklum halla að
nánast hefði verið um láréttan
vegg að ræða. Einnig var tekið
fram að jeppinn þykir gæddur
einstökum aksturseiginleikum
og nýja drifkerfinu Terrain
Response var sérstaklega hamp-
að, meðal annars fyrir hversu
notendavænt það er. ■
REYNSLUAKSTUR
Discovery 3 bíll ársins 2005
WhatCar valdi bíl ársins í síðustu viku.
Dómnefnd WhatCar þykir Discovery 3 vel heppnuð blanda af
skemmtilegum akstursbíl og jeppa með mikla torfæruhæfni.