Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 25

Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 25
3LAUGARDAGUR 29. janúar 2005 Skoda Octavia hefur sópað að sér verð- launum um allan heim. Ný Octavia slær í gegn Octavian safnar viðurkenningum. Bíllinn var einnig útnefndur bíll ársins 2004 í Serbíu og Svart- fjallalandi. Enn fremur hlaut bíllinn Gullna stýrið í sínum flokki í Þýskalandi undir lok síðasta árs og Ítalir völdu hann fallegasta bíl ársins 2004. Hekla setti nýtt sölumet á Skoda bifreiðum í fyrra. Alls voru seldir 673 nýir Skoda bílar og var markaðshlutdeild Skoda 5,5 prósent, eða 37 prósenta söluaukning frá árinu á undan. Söluhæsti Skoda bíllinn var Skoda Octavia og hann var þriðji söluhæsti bíllinn á markaðnum þegar allar gerðir eru skoðaðar. Tvisvar sinnum á síðasta ári var Skoda Octavia söluhæsti bíllinn á markaðnum, bæði í júlí og nóv- ember. Nýjasta rósin í hnappa- gatið eru svo verðlaun hins virta bílatímarits WhatCar? en þar var hann kosinn besti fjöl- skyldusmábíllinn fyrir árið 2005. Hans helsti kostur þykir hversu mikil gæði fást miðað við verð. Nýi Skoda Octavia er stærri, lengri, beiðari, öruggari og bet- ur búinn en fyrirrennarinn. Nýr Octavia verður boðinn með ýms- um gerðum – bensín- og dísil- véla – og verður strax fáanlegur sjálfskiptur. Eldri gerð Skoda Octavia verður áfram í boði í Terno út- færslu. Sá bíll er vel búinn og á frábæru verði. Octavia Terno fæst einnig áfram í fjórhjóla- drifinni Combi útfærslu. Á ár- inu 2004 var markaðshlutdeild Skoda 5,5% og í janúar á þessu ári hefur salan rúmlega tvö- faldast frá því á sama tíma fyrir ári. ■ Scania R-sería Hekla kynnir til sögunnar nýja gerð af vörubílum. Í R-seríunni er að finna margar nýjungar. Umhverfi ökumanns er nýtt, nýir mælar í löngu eða stuttu mælaborði, ný stjórntæki á mælaborði og á stýrishjóli og ný sæti. Loftræstikerfi er sjálfvirkt og miðstöð endur- bætt. Gólfið er 145 millimetrum lægra og hirslur eru hagnýtar. Í Topline gerðinni er búið að færa efri kojuna aftar. Framendi á stýrishúsi er nýr en hann var endurhannaður til að undir- strika einkenni Scania. Hægt er að velja um 16 lítra 500 og 580 hestafla V8-vélar, 12 lítra sex strokka línuvél 420 og 470 hestafla, 12 lítra 420 hestafla Euro 4 vél, 11 lítra sex strokka línuvél 340 og 380 hestafla og 9 lítra fimm strokka línuvél 230, 270 og 310 hestafla. Opticruse gírskiptikerfið hefur verið endurbætt og gefur nú hraðari og enn nákvæmari skipt- ingar. Í bílnum er bæði hraða- stillir eða cruise controle og mótorbremsa. Kúpling er varin með því að rafeindastýring fylgist með snúningshraða vélar- innar. Rafeindastýrð kæli-vifta er fáanleg sem aukabúnaður. Rafkerfi er með CAn-rás. Bíllinn er með ABS, EBS og ESP. Hægt er að fá bílinn í léttari dráttarbíls útgáfu með púðaloft- fjöðrun að aftan. Grindin er létt- ari og dráttarstóll er léttbyggð- ur. Þróuð loftpressa með fjög- urra rása öryggisloka, loft- þurrkun og þrýstingsjöfnun er sambyggð í einfalda einingu. Á neðri örmum stýrishjóls eru stýrihnappar fyrir hraða- stilli og hnappur fyrir motor- bremsu. Ökuljós eru fáanleg með xenon-ljósum sem auka- búnaður frá og með gerðum með V8-vél. Útvarp og miðstöð er hægt að stilla frá kojunni. ELC, rafeindastýrð hæðarstill- ing, og nýtt stýrishús með háu þaki, Highline. ■ Umboð: Hekla. Verðlaun: Vörubíll ársins 2005 á alþjóðlegu atvinnubílasýningunni í Hannover 2004. Flokkur: 16 tonna bílar og yfir. Bush á kádilják Nýju kjörtímabili fylgir nýr bíll. Innsetning George W. Bush í ann- að sinn í embætti forseta Banda- ríkjanna fór fram með viðhlítandi hátíðahöldum og samkvæmt öll- um kúnstarinnar reglum. Á nýju kjörtímabili þarf ýmis- legt að endurnýja og athygli vakti að forsetinn ók í nýjum og glæsi- legum forsetabíl. Um er að ræða langan og mikinn Cadillac DTS, svartan að lit. Um borð í bifreið- inni er allt til alls, leðursæti, sjón- varp og sími sem áreiðanlega má stilla á samtal við starfsbróður- inn Putin forseta í Moskvu, þótt kalda stríðið sé liðið. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.