Fréttablaðið - 29.01.2005, Page 36

Fréttablaðið - 29.01.2005, Page 36
Engan þarf að undra að Georg Kr. Lárusson hafi sótt um starf forstjóra Landhelgisgæslunnar þegar það var auglýst laust til umsóknar fyrir tveimur mánuð- um. Hann hefur nefnilega lengi langað til að gegna því. „Land- helgisgæslan hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og efst á óskalistanum hvað framtíðar- starf varðar. Skip, flugvélar og annað slíkt hefur verið mitt áhugamál alla ævi og ég hef fylgst vel með starfsemi Land- helgisgæslunnar í gegnum árin. Ég er mjög ánægður og þá fyrst og fremst með það mikla traust sem mér er sýnt með því að fela mér stjórnun þessarar stóru stofnunar sem ég lít svo á að gegni miklu hlutverki í íslensku samfélagi sem á eftir að vaxa enn frekar.“ Georg segir nýja starfið geró- líkt hans gamla starfi hjá Útlend- ingastofnun því þar á bæ hafi flest mál krafist tafarlausrar úr- lausnar en hjá Landhelgisgæsl- unni séu viðfangsefnin stærri og tímafrekari og frekar sé horft til framtíðar. „Hér eru aðkallandi verkefni sem eru fyrst og fremst þau að horfa til breyttra tíma. Þó að lega landsins hafi verið óbreytt frá ómunatíð þá hefur veröldin í kringum okkur breyst verulega og Ísland færst nær öðrum þjóð- um í öllum skilningi. Það má segja að fyrr á árum hafi frumverkefni Landhelgisgæslunnar verið að vinna að útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og gæta þess að hér væru ekki útlendingar að ólög- legum veiðum og stela frá okkur fiskinum.“ Eiturlyfjum smyglað inn og út Enn er fiskveiðieftirlitið stór partur af starfseminni og sömu- leiðis björgun og leit, bæði á sjó og landi. Georg segir hin nýju verkefni lúta til dæmis að meng- unarvörnum, smygli á eiturlyfj- um og fólki og ekki hvað síst hugsanlegri hryðjuverkaógn. „Þó svo að sú ógn kunni ekki að bein- ast að okkur þá er Ísland í miðju Atlantshafinu og getur því verið notað sem millilendingarstaður fyrir vafasaman mannskap og fyrir flutning á ýmsum ólög- mætum varningi, svo sem eitur- lyfjum til annarra landa.“ Hann segir sögur á kreiki um að eitur- lyfjum sé smyglað til landsins, þó ekki til að koma á markað hér- lendis. „Við höfum svo sem heyrt sögur sem styðja að það kunni að vera reyndin. Eiturlyf geta farið hér í gegn, þeim skipað upp á Íslandi og þau flutt einhvern tíma þegar vel hentar með einhvers- konar leiðum frá landinu og yfir til meginlandsins annað hvort í vestri eða austri.“ Georg nefnir líka Schengen- samstarfið og bendir á að ekki sé nóg að gæta landleiðanna í Kefla- vík og á Seyðisfirði. „Við höfum merkt á síðustu árum að hér við strendur landsins er sívaxandi umferð bæði seglskúta og ýmissa annarra farartækja sem vissulega geta borið með sér ólöglegan mannskap, efni og annað þvíum- líkt.“ Varðskip á rekstrarleigu Floti Landhelgisgæslunnar er kominn til ára sinna og lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að kaupa nýtt varðskip. Georg tekur undir það að vissu leyti en ekki öllu. Hann telur enga nauð- syn á að kaupa nýtt skip en vill þess í stað leigja það. „Það dylst engum að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í endurnýjun flotans og það liggur fyrir að skipin eru sum hver á fertugs- og fimmtugsaldri. Það sér hver maður í hendi sér að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum og dómsmálaráðherra hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Þá er flugvélin komin til ára sinna og það liggur ljóst fyrir að við þurfum að endurnýja hana innan tveggja ára.“ Georg telur óskynsamlegt að festa kaup á nýjum tækjum enda hægt að fara aðrar leiðir.“Við þurfum að ráða yfir skipi sem við getum stjórnað og stýrt og gert við það það sem við viljum og við þurfum að ráða yfir flugvél. En við þurfum ekki að eiga þessar græjur. Í stað þess að binda þrjá milljarða í eign sem ónýtist smám saman gætum við greitt ákveðið leigugjald. Það ætti líka að leiða til skilvirkari endurnýjunar á þessum tækjum.“ Rekstrarleiga skipa hefur rutt sér til rúms og til dæmis leigir norska strandgæslan 21 af þeim 24 skipum sem hún hefur til umráða. Þarf ekki „íslenskt“ skip „Það fylgir því átak og erfiði að koma upp nýju skipi. Samkvæmt síðustu útreikningum á skipi fyrir Íslendinga myndi kosta þrjá millj- arða að smíða skip. Við getum auð- veldlega leigt skip þar sem við borgum hugsanlega 150 milljónir króna á ári í leigugjöld. Ef við ættum ótakmarkaða peninga væri sjálfsagt sniðugt að láta smíða skip en staðan er nú þannig að við eigum ekki ótakmarkaða peninga.“ Georg segir óþarfi að sérhanna nýtt varðskip fyrir Íslendinga, hægt sé að nota samskonar skip og til dæmis Norðmennirnir noti. „Ég lít svo á að öll sú vinna og allir þeir peningar sem hafa verið lagðir í sérútbúið íslenskt skip sé vitleysa. Við getum sótt þessa þekkingu til annarra landa. Þetta er svipað og að við Íslendingar smíðum ekki bíla heldur látum við duga að kaupa bíla frá öðrum löndum því við teljum aðra hæfari í þau mál. Öll tæki sem hafa verið keypt hingað frá 1926 hafa verið smíðuð sérstaklega fyrir Ísland, bæði skipin og flugvélin. Undantekn- ingalaust hafa þessi tæki verið keyrð alveg þangað til þau voru búin. Þá erum við í vandræðum og þurfum að setja mikla peninga, milljarða núna ef við ætlum að smíða skip, í fjárfestingu sem við svo sitjum uppi með og reynum að keyra í botn.“ Georg er bjartsýnn á að nýtt varðskip fáist fyrr en síðar en segir brýnast nú að endurnýja flugvél Gæslunnar enda á síðasta snúningi. Um leið vill Georg skoða hvort ekki sé skynsam- legt að sameina flugrekstur ríkis- ins, það er, reka sameiginlega flugkost Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar. Vopnaþjálfun efld Varðskipin eru búin vopnum og hópur starfsmanna Gæslunnar hefur hlotið þjálfun í vopnaburði enda löggæslumenn á hafinu. Georg segir mikilvægt að efla menntun og þjálfun manna í ljósi breyttrar heimsmyndar. „Þó svo að við reiknum alls ekki með að þurfa að eiga við hryðjuverka- menn á hverjum degi þá er þetta atriði sem við þurfum að horfa til þegar horft er til heildarhags- muna og öryggis ríkisins. Þó svo að Íslendingar séu herlaus þjóð og vopnlaus þjóð að meginstefnu til verðum við að geta brugðist við aðsteðjandi vá. Við getum ekki verið algjörlega varnar- og bjarg- arlaus og þó svo að raunveru- leikinn verði vonandi aldrei þannig að við þurfum að beita þessum vopnum í miklum mæli þá þurfum við engu að síður að eiga þessi tæki og hafa þessa þjálfun.“ Önnur hlið á þessum peningi er sprengjudeildin sem vaxið hefur á síðustu árum. „Nú er svo komið að sprengjudeildin okkar er talin sú besta á Norðurlöndum. Við höf- um gegnt veigamiklu hlutverki í útlöndum til að kenna mönnum og aðstoða við að eyða sprengjum.“ Við þau störf deildarinnar bætast svo á bilinu 70 til 100 verkefni innanlands þar sem sprengjur og tundurdufl eru gerð óvirk. Georg Lárusson er nýtekinn við stýrinu í Landhelgisgæslunni en hefur þegar brett upp ermar. Margt er í bígerð og meðal annars verða höfuðstöðvarnar fluttar í Skógarhlíð í haust, en þær hafa verið um áratuga skeið á Seljavegi. bjorn@frettabladid.is 24 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR Með uppbrettar ermar Georg Kr. Lárusson er nýtekinn við forstjórastarfi Landhelgisgæslunnar. Hann segir brýnt að endurnýja skipa- og flugflota Gæsl- unnar og vill fara nýjar leiðir í þeim efnum. Starfsemi Landhelgisgæslunnar hefur breyst í takt við annað í heiminum og ný verk- efni blasa við. Sögur herma að eiturlyf séu flutt milli heimsálfa í gegnum Ísland. GEORG KR. LÁRUSSON Í FLUGSKÝLI LANDHELGISGÆSLUNNAR „Við þurfum að ráða yfir skipi sem við getum stjórnað og stýrt og gert við það sem við viljum og við þurfum að ráða yfir flugvél. En við þurfum ekki að eiga þessar græjur. Í stað þess að binda þrjá milljarða í eign sem ónýtist smám saman gætum við greitt ákveðið leigugjald. Það ætti líka að leiða til skilvirkari endurnýjunar á þessum tækjum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.