Fréttablaðið - 29.01.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 29.01.2005, Síða 42
30 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... Viggó Sigurðssyni landsliðsþjálfara fyrir að kenna ekki dómurunum um tapið gegn Rússum í gær. Viggó hefur talað um dómarana eftir hvern leik og ekki vandað þeim kveðjurnar. Hann lét það hins vegar vera í gær og því segjum við; „Batnandi mönnum er best að lifa.“sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Laugardagur JANÚAR Við treystum á... ... lið Kúvæt á HM í handbolta í Túnis en Kúvætar eru þeir einu sem geta bjargað rassgatinu á íslenska landsliðinu og komið því í milliriðil. Kúvæt hefur reyndar ekki fengið stig til þessa á mótinu en liðið verður að vinna eða gera jafntefli gegn Tékkum til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Íslenska liðið þarf jafnframt að vinna sinn leik gegn Alsír, sem er ekki sjálfgefið. HM Í HANDBOLTA Það er morgunljóst að þau markmið sem Viggó Sig- urðsson setti fyrir HM í Túnis voru of háleit. Það varð endanlega ljóst í gær þegar Rússar pökkuðu Íslendingum saman í síðari hálf- leik og sigruðu með sjö marka mun, 22-29, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Þar sem Tékkar unnu Slóvena er nokkuð ljóst að liðið kemst ekki áfram í milliriðil og er á leið heim. Rússar voru yfir, 5-0, þegar sjö mínútur voru búnar af leiknum en þá varð að gera hlé í rúmar tíu mínútur þar sem hluti gólfsins var sleipur og stórhættulegur. Þetta hlé kom íslensku leik- mönnunum vel því þeir voru mik- ið grimmari í kjölfarið og áttu stórkostlegan kafla þar sem þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-9 í 10-9. Hálfleikstölur voru 12-12, sem var ótrúleg staða þar sem Ísland hafði lent fimm mörkum undir og þar að auki klúðrað fjölda dauða- færa og gert marga tæknifeila. Það var allt of mikill æsingur í strákunum í upphafi síðari hálf- leiks. Það átti að keyra yfir Rússa en allur þessi hasar skilaði slæm- um skotum og Rússar fengu fjölda dauðafæra sem þeir skor- uðu úr. Rússar voru því komnir með fín tök á leiknum snemma í síðari hálfleik og því taki slepptu þeir aldrei heldur bættu þeir við. Ís- lenska liðið átti engin svör og Rússar unnu mjög verðskuldaðan sigur. Brotalamirnar í leik liðsins sáust greinilega enn á ný gegn Rússum. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik var svipaður og í fyrri leikjum á mótinu – mjög slakur. Það er alveg klárt að ís- lenska liðið vinnur ekki þjóðir eins og Rússland, Tékkland og Slóveníu á meðan það leikur ekki betri varnarleik. Það er ekki flóknara en það. Stöðugleikinn er heldur enginn og það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í upphafi seinni hálfleikja. Þá hrynur varnarleik- urinn endanlega sem og mark- varslan. Til að bæta gráu ofan á svart var Ólafur Stefánsson fjarri sínu besta í gær og fann sig hvorki í skyttustöðu né á miðjunni en hann leikur oftast ekki vel á miðjunni gegn 3/2/1 vörn. Það eru margir ljósir punktar í leik íslenska liðsins á mótinu. Lið- ið er efnilegt en er einfaldlega ekki nógu gott til þess að etja kappi við þá bestu eins og staðan er í dag. Þess vegna er það á leið- inni heim. Liðið hefur það með sér að það er ungt að árum og getur eingöngu tekið framförum á næstu árum. Efniviðurinn er til staðar og Viggó verður að vera þolinmóður í uppbyggingu liðsins. Þetta mót var ekki gott en liðið mætir til leiks reynslunni ríkari á það næsta. henry@frettabladid.is GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Skorar hér eitt af fimm mörkum sínum í leiknum gegn Rússum í gær. Hann er markahæsti leikmaður íslenska liðsins á HM með 22 mörk í fjórum leikjum. Fréttablaðið/Andreas Waltz Eru ekki nógu góðir Íslenska landsliðið í handknattleik á enn langt í land með að ná þeim bestu í heiminum. Það sannaðist gegn Rússum í gær.■ ■ LEIKIR  14.30 ÍS og Þór Ak. eigast við í Kennaraháskólanum í 1. deild karla í körfuknattleik.  16.00 Þór Þorl. og Höttur eigast við í Þorlákshöfn í 1. deild karla í körfuknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá Southampton og Portsmouth.  14.25 The World Football Show á Sýn. Fótbolti um víða veröld.  14.45 HM í handbolta á Rúv. Bein útsending frá leik Íslands og Alsír í HM í handbolta.  14.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Derby og Fulham.  16.55 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Man. Utd og Middlesbrough.  20.25 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Sevilla og Barcelona. LEIKIR GÆRDAGSINS HM í handbolta í Túnis A-RIÐILL KANADA–GRIKKLAND 23–36 TÚNIS–DANMÖRK 25–22 FRAKKLAND–ANGÓLA 40–18 STAÐAN Í A-RIÐLINUM TÚNIS 4 3 1 0 132–91 7 DANMÖRK 4 4 0 1 148–85 6 GRIKKLAND 4 3 0 1 105–90 6 FRAKKLAND 4 2 1 1 129-80 5 ANGÓLA 4 0 0 4 81–152 0 KANADA 4 0 0 4 77–174 0 B-RIÐILL ÍSLAND–RÚSSLAND 22–29 SLÓVENÍA–TÉKKLAND 26–28 ALSÍR–KUVÆT 34–29 STAÐAN Í B-RIÐLINUM RÚSSLAND 4 4 0 0 120–76 8 SLÓVENÍA 4 3 0 1 127–105 6 TÉKKLAND 4 1 2 1 112–114 4 ÍSLAND 4 1 1 2 120–109 3 ALSÍR 4 1 1 2 112–119 3 KÚVÆT 4 0 0 4 79–137 0 DHL-deild kvenna VALUR–STJARNAN 23–22 ÍBV–HAUKAR 30–25 ÍBV: Anastasia Patsion 8, Darinka Stefanovic 6, Zsofia Pasztor 6, Eva Björk Hlöðversdóttir 4, Alla Gokorian 3. Haukar: Ragnhildur Guðmundsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Björk Tómas- dóttir 5, Ramune Pekaskyte 4. STAÐAN HAUKAR 14 13 0 1 423–326 26 ÍBV 14 11 0 3 419–364 22 STJARNAN 14 8 1 5 367–336 17 VALUR 14 8 0 6 343–339 16 FH 13 4 2 7 348-382 10 VÍKINGUR 13 4 0 9 318–348 8 FRAM 13 2 1 10 286–352 5 GRÓTTA/KR 12 2 0 11 284–342 4 Bikarkeppni kvenna í körfu HAUKAR–KEFLAVÍK 100–72 Stig Hauka: Ebony Shaw 36 (10 fráköst), Helena Sverrisdóttir 17 (21 frákast, 11 stoðsendingar, 4 stolnir), Hanna Hálfdánardóttir 16 (6 fráköst, hitti úr 7 af 9 skotum), Ragnheiður Theódórsdóttir 9, Pálína Gunnlaugsdóttir 8 (6 fráköst, 6 stoðsendingar), Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Ösp Jóhannesdóttir 3, Ingibjörg Skúladóttir 3, Guðrún Ósk Ámundad. 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 21, Bryndís Guðmundsdóttir 16 (4 fráköst, 4 stoðsendingar), Anna María Sveinsdóttir 12 (8 fráköst, 4 stoðsendingar), María Ben Erlingsdóttir 10 (5 fráköst), LaToya Rose 4 (hitti úr 2 af 10 skotum á 23 mínútum), Birna Guðmundsdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 3, Bára Bragadóttir. Haukar mæta Grindavík í úrslitaleiknum í Laugardalshöll 13. febrúar næstkom- andi. Því miður lítur út fyrir að leikurinn á morgun skipti engu máli. Og það að treysta á að Kúvæt vinni Tékkland er eins og að treysta á að Múhameð flytji fjöll. Hvað leikinn á móti Rúss- um varðar gef ég drengjunum fyrstu einkunn fyrir metnað og viljann og þeir lögðu sig mjög vel fram. Það var í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að við skyldum tapa gegn Rússunum. Það þýðir samt ekki að við hefðum ekki getað gert betur. Það kom berlega í ljós á fyrstu mínútunum að þessi 3-3 vörn sem lagt var upp með var engan veginn að skila því sem til var ætlast. Það kemur fyrst og fremst til að það eru bara ekki nægilega góð- ar vinnureglur í varnarleiknum. Síð- an kemur liðið gríðarlega sterkt eftir að hafa verið 5-0 undir. Það sýndi mikinn styrk að liðið skyldi komast yfir í hálfleiknum og það segir mér að leikmenn voru vel stemmdir. Ég verð samt að setja spurningar- merki við ákveðnar uppstillingar sem voru ekki að skila árangri hvað sókn- arleikinn varðar. Ég furðaði mig á því að Ólafur Stefánsson skyldi hafa ver- ið notaður svona mikið á miðjunni. Ef tilgangurinn hefur verið sá að finna Ólafi eitthvað betra hlutverk en sína gömlu góðu stöðu af því að hann var ekki að spila eins og við öll vonuðumst eftir, þá held ég að það hafi verið fyrir fram dauðadæmt. Þessar vangaveltur með Ólaf sem miðjumann byrjuðu þegar Guðmundur var að þjálfa liðið. Hann á kannski að detta inn á miðjuna í eina og eina mínútu en það er ekki hlutverk Ólafs svona almennt. Varnarleikurinn og markvarslan í 20 mínútur í fyrri hálfleik voru til fyrirmyndar og megum við vera stolt af þessum kafla. En það var ýmislegt sem vantaði upp á í seinni hálfleik og við vorum til dæmis í vandræðum með vinstri vænginn. Hann komst upp með ansi marga hluti og Einar átti í vandræð- um með hann. Það hefði hugsan- lega mátt prófa að spila 5 plús 1 vörn á þann væng. Mér fannst of lítið gert til að brjóta upp sóknarleikinn þeirra. Sjálfir vorum við ekki með nægilega margar lausnir sóknarlega séð til að mæta þeirra vörn og höfðum í raun of fáar lausnir til þess að hjálpa ÓIafi að spila betur. Það bendir allt til þess að þátt- töku í þessari keppni sé lokið. Það þýðir að við erum ekki á meðal tólf bestu, sem eru auðvitað ákveðin vonbrigði. Ég taldi liðið hafa burði til að komast áfram en kannski ekki mikið meira. Niðurstaðan í sjálfu sér vonbrigði en ekki svo langt frá því sem ég átti von á. Auðvitað er enn smá von en það er erfitt að treysta á aðra og hvað þá Kúvæta. GEIR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS SPÁÐ Í SPILIN ÍSLAND MÆTTI RÚSSUM Á HM Í HANDBOLTA Í TÚNIS Í GÆR Niðurstaðan er vonbrigði STÖÐUR ÚR LEIKNUM Fyrri: 0–5 (7 mín), 2–5, 3–6, 3–8 (16 mín), 5–8, 5–9 (18 mín), 10–9 (24 mín), 11–10, 11–11, 12–11 (28 mín), 12–12. Seinni: 13–12, 13–13, 14–13, 14–15 (35 mín), 15–15, 16–16, 16–19 (39 mín), 17–19, 17–23 (45 mín), 18–23, 18–24, 20–24, 21–25 (54 mín), 21–28, 22–28, 22–29. TÖLFRÆÐIN Skotnýting 46%–55% Tapaðir boltar 12–10 Hraðaupphlaupsmörk 7–3 Brottvísanir (mínútur) 8–8 Varin skot/víti 18/1–25 Varin skot í vörn 6–3 Víti fengin (nýting) 5 (80%)–3 (33%) MÖRK–SKOT ÍSLANDS Alexander Petersson 5–6 (83%) Guðjón Valur Sigurðsson 5–10 (50%) Ólafur Stefánsson 5/4–10/5 (50%) Markús Máni Michaelsson 2–4 (50%) Dagur Sigurðsson 2–5 (40%) Einar Hólmgeirsson 2–7 (29%) Vignir Svavarsson 1–2 (50%) Vilhjálmur Halldórsson 0–1 (0%) Róbert Gunarsson 0–3 (0%) VARIN SKOT ÍSLANDS Roland Valur Eradze 14/0 af 37/1 (38%) Birkir Ívar Guðmunds. 4/1 af 10/1 (40%) STOÐSENDINGAR ÍSLANDS Ólafur Stefánsson 7 (0 inn á línu) Markús Máni Michaelsson 2 (1) Alexander Petersson 2 Vignir Svavarsson 1 (1) Einar Hólmgeirsson 1 Guðjón Valur Sigurðsson 1 FISKUÐ VÍTI ÍSLANDS Róbert Gunnarsson 3 Guðjón Valur Sigurðsson 1 Markús Máni Michalesson 1 HRAÐAUPPHLAUPSMÖRKIN Guðjón Valur Sigurðsson 4 Alexander Petersson 2 Vignir Svavarsson 1 HVAÐAN KOMU MÖRKIN Langskot Ísland 8– Rússland 11 Úr hornum 3–2 Af línu 0–8 Með gegnumbroti 0–4 Úr hraðaupphlaupum 7–3 Úr vítum 4–1 22-29 ÍSLAND RÚSSLAND HENRY BIRGIR GUNNARSSON SKRIFAR UM HM Í HANDBOLTA FRÁ TÚNIS Guðjón Valur Sigurðsson: Veltur á vörn og markvörslu HM Í HANDBOLTA „Við erum með þá um tíma en svo springum við á limminu í síðari hálfleik og eigum okkur ekki viðreisnar von eftir það,“ sagði hornamaðurinn Guð- jón Valur Sigurðsson, sem skoraði fimm mörk í leiknum. „Það veltur allt á vörn og markvörslu hjá okkur. Fyrri hálf- leikur hefur oftast verið góður og þá eru menn vel á tánum. Svo í seinni hálfleik gerist eitthvað sem verður að laga en það er ljóst að vörnin og markvarslan hrynja ávallt í síðari hálfleik og það gengur einfaldlega ekki. Það eru margar ástæður fyrir þessum töp- um en þegar leikir verða spenn- andi virðumst við ekki ná að halda saman sem lið í vörn. Það er samt margt jákvætt í þessu og framtíð- in er okkar.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.