Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 46

Fréttablaðið - 29.01.2005, Side 46
Gallerí Fugl er nýtt gallerí á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðu- stígs, staðsett inni í skyrtubúðinni hjá Indriða klæðskera. Að því stendur nýtt félag um gagnrýna list – Fugl. Það kæmi mér ekki á óvart að að sá félagsskapur væri stofn- aður til höfuðs þeim nýrómantísku ormum sem næra myndlistarjarð- veg borgarinnar um þessar mundir. Ekkert fer meir í taugarnar á róm- antíkerum en gagnrýni – og gagn- rýnum listamönnum er verst við alla rómantík, nánast skammaryrði. Táknmynd hins nýja félags er álku- legur fugl væntanlegra ormaæta með hangandi haus, ófleygur og reyttur en þó með með sundfitjar – útskorinn í anda hins heimóttarlega íslenska handverks. Í hliðarsal verslunarinnar er gallerípláss og þar sýnir fyrstur og fremstur meðal jafningja í hópi gagnrýnna listamanna Hannes Lárusson. Á þessari sýningu er hann með nýtt verk unnið með blandaðri tækni: steini, málmi, myndbandi og taui og nefnist sýn- ingin HUB eða ÁS. Á miðju gólfinu hefur hann komið fyrir hringlaga tonnataki ættuðu úr Laugarnesinu, sannkölluðu grettistaki með ellefu örmum sem þó líta út eins og snún- ingssveifur, þó fastar séu. Á vegg er varpað mynd af ellefu listamönnum að honum sjálfum meðtöldum, vel klæddum úti í kuldanum með höfuð- föt, flestir þunglyndislegir og niður- lútir í stíl við merki félagsins. Þeir eru sýndir snúandi grettistakinu með samtakamætti sínum, allir heldur álkulegir undan þunganum. Það hefur verið fullyrt að steinninn eða grjótið sé ein af táknmyndum, jafnvel „frummyndum“, sem skjóta upp kollinum víða í myndlist Hannesar. Steinninn standi einfald- lega fyrir jörðina og íslenska nátt- úru – gefið er í skyn að sú djöfullega tala ellefu snúi jörðinni með sam- takamætti og leikur grunur á að samsæri sé hér á ferðinni. Eða eru þetta kannski ellefu listamenn í hlutverki píslarvætta? Hvernig eða hvort þetta verk tengist hinu veggverkinu í salnum er ekki gott að segja en tveir tugir af hálstaui úr 100% polyester hanga á veggnum til hliðar við takið og sí- byljusnúninginn. Á hverju bindi er bleksprautuprentaður einn stór ormur og margir litlir sem mynda undirliggjandi áferð. Bindin eru framleidd á heimóttarlegan hátt í verksmiðju á Flúðum í Hruna- mannahreppi. Það er freistandi að bera þau saman við ítölsku handofnu silkibindin sem Indriði klæðskeri saumar og leggur stoltur á borð í salnum við hliðina. Ormur- inn gefur silkið í þráðinn hans og stenst lífvana 100% polyester gervi- efni Hannesar engan samanburð. Hinn lifandi rómantíski ormur endurmyndar, endurreisir. Hann hreinsar jörðina, nærist innan henn- ar og dillar sér listilega í gegnum erfiðar aðstæður. Í slóð hans er nærandi líf og jákvæðni. Í slóð hins er þungi, þó með háðskum undirtóni sem ekki er gott að átta sig á hvert stefnir eða hvort sé yfirleitt að stefna eitthvað, nánast lífvana písl- arvottur sem er út af fyrir sig svo- lítið rómantískt eins og gengur í dag. Hin endalausa hringrás. ■ 34 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… … Myrkum músíkdögum kl.14.00 á morgun, sunnudag, í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi. Barnaóperan Undir dreka- væng eftir Mist Þorkelsdóttur og Messíönu Tómasdóttur. … Kammersveit Reykjavíkur í Listasafni Íslands kl. 20.00, und- ir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Á efnisskrá eru verk eftir Pál P. Pálsson, Karólínu Eiríksdóttur, Gunnar Andreas Kristinsson, Jón Nordal og Tryggva M. Bald- vinsson. Sýningar Strengjaleikhússins á nýrri íslenskri barnaóperu, Undir drekavæng, eftir Mist Þor- kelsdóttur og Messíönu Tómasdóttur hefjast í Gerðubergi á morgun, sunnudag. En ýmislegt fleira áhugavert er á döfinni á því góða menn- ingarheimili. Í byrjun mars verður haldið mál- þing um barnamenningu á Íslandi. Þá mun Gerðuberg stofna formlega listaverkasafnið Gagn og gaman og gefst gestum málþingsins kostur á að sjá tölvumyndasýningu með úrvali mynda úr safninu. Gerðuberg býður stofnun- um og fyrirtækjum að fá tilbúnar sýningar úr safninu til að lífga upp á andann! Ljósbera- hópurinn opnar sýninguna Hratt og hömlu- laust – Raunveruleiki íslensku fjölskyldunn- ar? um miðjan mars en þar munu meðal ann- arra nemar á listabraut úr Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti koma á framfæri sýn sinni á íslensku fjölskylduna. Eftir páskana mun Vil- borg Dagbjartsdóttir sitja fyrir svörum á Rit- þingi. Í lok apríl opnar sýningin Stefnumót við safnara sem sló svo eftirminnilega í gegn í fyrra. Kl. 16.00 Leikhúsmál – málfundur um leikhús í samstarfi Borgarleikhússins og Leiklist- arsambands Íslands – verður haldinn í forsal Borgarleikhússins í dag, laugar- dag. Umræðuefni: Fastráðningar lista- manna við leikhúsin. menning@frettabladid.is Á döfinni í Gerðubergi Fossar Rúríar í Listasafninu MYNDLIST GODDUR Gallerí Fugl Hannes Lárusson Gefið er í skyn að sú djöfullega tala ellefu snúi jörðinni með samtaka- mætti og leikur grunur á að samsæri sé hér á ferðinni. Eða eru þetta kannski ellefu listamenn í hlutverki píslarvætta? ! eftir Böðvar Guðmundsson Leikgerð: Bjarni Jónsson í samvinnu við Þórhildi Þorleifsdóttur, Vytautas Narbutas og leikhópinn. „Sýningin er veisla fyrir augað og gædd glæsilegum skyndiáhlaupum í lýsandi mannlegum örlögum sem opna stór svið tilfinninga: ótta, vonar, ósigurs og vinninga, hláturs og harma. Þetta er glæsilega hugsuð og velbyggð leiksýning sem er öllum þeim til sóma sem að henni standa.“ PBB DV Viðskiptavinir KB banka fá 20% afslátt af miðaverði á Híbýli vindanna í febrúar. Mikill áhugi á verkinu hjá erlendum listasöfnum. Sýning á Archive – Endangered Waters, listaverki Rúríar sem vakti heimsathygli á Feneyjatví- æringnum á Ítalíu árið 2003 verð- ur opnuð í Listasafni Íslands í dag. Verkið hefur ekki verið sýnt á Íslandi áður, en staldrað við á heimleið bæði í Museum het Domein í Hollandi og Passage de Désir í París. Rúri segir að það sé vissulega gaman að sýna verkið hér, einkum eftir að búið er að setja það upp. Það er þó handlegg- ur, því það samanstendur af 52 myndrömmum með 47 íslenskum fossum – með hljóðmynd og öllu saman. Hljóð hvers foss var tekið upp úti í náttúrunni – og því býsna mikilfenglegt að upplifa verkið. Sýningin í París vakti gífurlega athygli, 580 manns mættu á opn- unina, sem er mjög mikið í París nema þegar um frægar safnsýn- ingar er að ræða. Sýningin fékk mikla umfjöllun og í kjölfarið hafa borist fyrirspurnir um verk- ið frá nokkrum löndum, t.d. Þýskalandi, Austurríki, Spáni, Englandi og Bandaríkjunum. Svo veit maður ekki hvað verður. Reyndar var verkið á leið til Þýskalands þegar því var snúið hingað heim. „Ég varð að flytja það heim áður en ár væri liðið frá því toll- skírteini var gefið út. Það hafði fengist framlenging á skírteininu til þess að sýna verkið í Hollandi og Frakklandi og hefði þurft enn eina framlengingu til að sýna það í Þýskalandi. Ég var búin að fá mjög skýr skilaboð um að sú framlenging fengist ekki. Ég þurfti að flytja það heim til þess að fá ekki ofur-refsitolla. Það var tíu sinnum ódýrara að flytja verkið heim og aftur út – en að lenda í refsitollum. Þá var tæki- færið auðvitað notað til þess að sýna verkið hér heima, því það hefur verið stefna Listasafns Íslands síðustu árin að sýna Feyn- eyjaverkin sem fara héðan.“ Þegar Rúrí er spurð hvort verk hennar fari síðan til Þýskalands, segir hún það mjög óvíst. „Niður- staðan er sú að sýningarsalurinn er í miklum vafa um hvort það eigi að leggja í þann kostnað að flytja verkið aftur út. Þetta er gremjulegt vegna þess að við þurfum á því að halda að íslensk myndlist sé gerð gjaldgeng er- lendis. Það er mjög algengt að er- lend gallerí óski eftir því að fá ís- lensk verk til sýninga, þótt þau séu ekki alltaf svona stór. Tolla- málin hér hafa verið akkilesar- hæll fyrir íslenska listamenn. Ef við viljum að íslensk menning sé þekkt í umheiminum verðum við að finna leiðir sem gera henni það kleift.“ Rúrí segir þó ánægjulegt að miklar fyrirspurnir um verkið séu í gangi í Þýskalandi. Hún segir það hafa verið skemmtilega upplifun í París hvað áhorfendur voru hrifnir af verkinu. „Þetta var fólk sem er vel að sér í myndlist, geip inntak þess mjög fljótt og hafði skoðun á því. Það var gaman fyrir mig að finna að verkið hefur ríkan tilgang.“ ■ DETTIFOSS Einn af íslensku fossunum 47 sem Archive – Endangered Waters samanstendur af. Myndlistarmaðurinn sem píslarvottur? HRINGRÁS Ekkert fer meir í taugarnar á rómantíkerum en gagnrýni – og gagnrýn- um listamönnum er verst við alla róman- tík, nánast skammaryrði. FJÖLSKYLDUVÆN MENNINGARMIÐSTÖÐ Börnin og fjölskyldan setja svip sinn á Gerðuberg næstu vik- urnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.