Fréttablaðið - 29.01.2005, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT
2. sýning 13. febrúar kl. 19 – FÁAR SÝNINGAR
Miðasala á netinu; www.opera.is
Netfang miðasölu; midasala@opera.is • Sími miðasölu: 511 4200
Banki allra landsmanna
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is
Hreint skipulag
20. janúar til 20. febrúar
SLUGIS geymslukassi
35x27x13 sm 245,-
RIGGA fataslá
118x160 sm 1.490,-
RUTER strauborð
108x33x90 sm
SLUGIS geymslukassi með
hjólum 56x35x30 sm 785,-
PRESSA þvottaklemmur
21 stk. 125,-
690,-
Sænskar
kjötbollur
með kartöflum,
týtuberjasultu
og rjómasósu,
10 stk.
490,-
895,-
JÄLL þvottakarfa
41x43x64 sm
BUMERANG herðatré
8 stk. 490,-
895,-
MANGEL þurrkgrind
81x54x90 sm
LINNAN hirsla
30x22x34 sm 550,-
IK
E
27
16
8
0
1.
20
05
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
5
350,-
PRESSA strauborð fyrir borð
73x32x13 sm
ANTONIUS hirsla
44x54x77 sm 3.265,-
SKUBB hilluhengi
15x120x35 sm 1.190,-
Hjarðeðlið
Það er alveg sama hversu margarpopphljómsveitir syngja um það að
maður eigi að vera maður sjálfur og
það er alveg sama hversu margir sál-
fræðilega þenkjandi einstaklingar fjalla
um mikilvægi þess að maður finni sjálf-
an sig. Efli sérkenni sín. Ekkert af
þessu skiptir nefnilega máli þegar
hjarðeðli mannsins er annars vegar.
Málið er nefnilega það að við erum
meira eða minna öll eins. Að minnsta
kosti erum við miklu meira eins en við
þorum að viðurkenna. Held ég.
ÉG skal bara nefna dæmi. Um daginn
hélt ég að ég væri mikill sérvitringur.
Alveg á skjön við samfélagið. Ég var
nefnilega spá í að skrá mig á námskeið
um Íran og Kóraninn og þess háttar.
Maður hefði haldið að fáir hefðu
áhuga á því nú á þessum tímum þegar
allir eru uppteknir af því að kaupa hús
og innrétta íbúðir. En nei takk. Það var
ekki þannig. Greint var frá því í frétt-
um, áður en ég hafði hreyft legg eða
lið, að metþátttaka væri á námskeið-
inu. Íslendingar voru allt í einu orðnir
sérstakir áhugamenn um Kóraninn
(eða Kóralinn eins og einn góður mað-
ur kallaði hina merku bók).
Þetta er alltaf svona.
ALLTAF er maður eins og allir aðrir.
ÉG keypti mér brúnan leðurjakka
einu sinni. Las það auðvitað skömmu
síðar í tveggja mánaða gömlu tísku-
blaði að nú væru allir í brúnum leður-
jökkum vegna þess að Brad Pitt hefði
verið í svoleiðis jakka í einhverri bíó-
mynd. Hvernig stendur á þessu? Er
maður kannski bara læmingi? Hóp-
dýr? Stekkur fram af bjargbrúninni á
sama tíma og allir aðrir? Í öllu falli
leið mér nákvæmlega þannig þegar ég
ætlaði einu sinni að græða peninga.
Það var í gegnum keðjubréf. Fleiri
höfðu fengið sömu hugmynd. Ég
reyndist vera aftastur í keðjunni, sem
var ekki gott.
NÆRRI undantekningalaust þegar
mér finnst einhver stelpa sæt kemur í
ljós að öllum öðrum strákum finnst
hún sæt líka. Maður má ekki eiga neitt
í friði. Ég man til dæmis eftir von-
brigðunum einu sinni þegar ég sá það í
blaði, sem menntaskólastrákur, að
stelpan sem ég var hrifinn af var valin
af einhverjum ljósmyndara sem ein af
kynþokkafyllstu stelpum Íslands.
Hvurs lags eiginlega er þetta?
Í EINA skiptið sem mér hefur tekist
að vera eitthvað spes var þegar allir
unglingar áttu BMX-hjól. Þá átti ég
nefnilega hjól sem bar skammstöfun-
ina CBX og var framleitt í Bandaríkj-
unum rétt áður en BMX-æðið byrjaði.
En þá kom upp alveg spánnýtt vanda-
mál. Mér leið alltaf hálf asnalega á
hjóli sem hét ekki sama nafni og öll
hin.
ÞETTA er hjarðeðlið. Maður getur
rakið dæmin endalaust. Allan daginn.
Allan ársins hring. Ég hélt til dæmis á
tímabili að ég tilheyrði minnihlutahópi
með því að vera á móti því að Ísland
styddi Íraksstríðið. En það var nú al-
deilis ekki. Hjörðin veit nefnilega sínu
viti og er alls ekki jafn vitlaus og sum-
ir halda. Sem betur fer. ■
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR