Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR MYRKIR MÚSÍKDAGAR Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari flytur verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Kolbein Ein- arsson, Áskel Másson, Þorstein Hauksson og Steingrím Rohloff á Myrkum músík- dögum í Salnum, Kópavogi. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. DAGURINN Í DAG 5. febrúar 2005 – 34. tölublað – 5. árgangur ● síminn hefur ekki stoppað Netverjar sýna gula spjaldið Þorsteinn Gunnarsson: ▲ SÍÐA 50 MEIRI KVÓTI Á HIN SKIPIN Tæp- lega 40 fjölskyldur á Akureyri og víðar um land missa fyrirvinnuna á næstu mánuðum þar sem 38 skipverjum á frystitogaranum Sléttbaki frá Akureyri hefur verið sagt upp. Útgerð togarans hefur borist gott tilboð í skipið frá Norður-Ameríku. Sjómannaforyst- an lýsir eftir nánari upplýsingum. Sjá síðu 2 HÁLFUR MILLJARÐUR Í LAND- NÁMSBÆINN Oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn gagnrýnir það sem hann kallar gríðarlega mikinn kostnað borgarinn- ar vegna landnámsskálans við Aðalstræti. Borgarstjóri segir kostnaðinn vera í sam- ræmi við áætlanir. Sjá síðu 4 SÉRDEILD FYRIR UNGA FANGA Ungir fangar koma hættulegri úr fangelsum en þeir voru þegar þeir fóru inn, segir Ólafur Ágúst Ólafsson alþingismaður. Hann vill sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í nýju fangelsi. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 Ingólfur Arnarson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Ákvað tíu ára að kaupa Cadillac ● bílar Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 NOREGUR Norsk dagblöð birtu í gær allan dóminn yfir Arne Treholt, Norðmanninum sem dæmdur var fyrir njósnir fyrir Sovétmenn í júní 1985, og er þetta í fyrsta skipti sem allur dómurinn er birtur. Í dómnum kemur fram að Treholt hafi gefið Sovétmönnum upplýsingar um fund milli Banda- ríkjamanna og Norðmanna en á honum hafi verið fjallað um Svalbarða, ágreining Sovétmanna og Norðmanna um efnahagslög- sögu og hernaðarmátt Sovét- manna á Kolaskaga. Einnig var minnst á ágreining við Breta um veiðar á Íslandsmiðum og mögu- legar afleiðingar áframhaldandi átaka, bresk herskip á miðunum, veru Íslands í Nato og herstöðina í Keflavík. Í dómnum er einnig fjallað um hernaðarlegt gildi Íslands í friði, átökum og stríði og ljósi varpað á mögulegar breytingar í öryggis- pólitískri þátttöku Íslendinga. Treholt lét Sovétmönnum í té yfirlit yfir öryggismál á Norður-- Atlantshafi, þýðingu Íslands og herstöðvarinnar í Keflavík og hugsanleg áhrif á norska og sovéska hagsmuni ef Bandaríkja- menn færu frá Íslandi. Hann taldi að Sovétmenn næðu þá undirtök- unum á Norður-Atlantshafi. - ghs SKOÐANAKÖNNUN Tæplega 17 pró- sent landsmanna telja að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig vel eða mjög vel sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 48 prósent landsmanna telja Halldór hafa staðið sig illa og 35 prósent sæmi- lega. „Sígandi lukka er best,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðar- maður Halldórs, en forsætisráð- herra er erlendis og því náðist ekki í hann. Aðspurður um ástæður þessarar löku útkomu Halldórs í könnuninni segir Björn Ingi: „Á fyrstu og síðustu dögum Halldórs í forsætis- ráðherraembættinu hafa komið upp erfið mál eins og til dæmis kennaraverkfallið. Við erum samt sannfærðir um að með hækkandi sól muni landið rísa í þessum efnum. Auðvitað munum við reyna að standa okkur eins vel og við getum. Síðan er það að lokum kjós- enda að dæma um það hvernig til hefur tekist.“ Aðspurður hvort Íraksmálið eða hræringar í flokknum undanfarið skýri útkomuna að einhverju leyti segir Björn Ingi: „Þessi mál hjálpa örugglega ekki til, en ég tel að það séu að verða vatnaskil í umræðunni um Írak og að mikill vilji sé til þess hjá þjóðinni að ræða um önnur verkefni sem ef til vill eru brýnni.“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þessi útkoma sé með því lakasta sem hann hafi séð. Kannanir Gallup hafi líka sýnt að ánægjan með Halldór sé að minnka og þessi könnun endur- spegli þá þróun ágætlega. „Ríkisstjórnin hefur átt undir högg að sækja og það er alveg bersýnilegt að þessi byrjun á forsætisráðherraferlinum hjá Halldóri hefur verið honum erfið. Hann hefur lent í óþægilegum mál- um eins og Íraksmálinu og svo nátt- úrlega eldri málum eins og fjöl- miðlamálinu. Það er samt nauðsyn- legt að halda því til haga að for- maður í flokki með lítið fylgi er viðkvæmari fyrir öllum sveiflum í svona könnunum, en formaður í flokki með mikið fylgi. sjá síðu 6 - th Fær falleinkunn hjá helmingi landsmanna Helmingur landsmanna telur að Halldór Ásgrímsson hafi staðið sig illa eða frekar illa sem forsætisráðherra samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir útkomuna vera með því lakasta sem hann hafi séð. ÞORRABLÓT Í SMÁRASKÓLA Krökkunum í sjötta U í Smáraskóla þótti hákarlinn misgóður sem þau gæddu sér á í gær á þorrablóti sem haldið var í skólanum. Foreldrum var boðið á blótið og skemmtu sér með börnum sínum og bekkjarfélögum þeirra. Allt landið 18-49 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 62% 38% VEÐRIÐ Í DAG MINNKANDI FROST Talsvert frost nú í morgunsárið en það dregur úr frosti og þykknar upp þegar líður á daginn. Úrkomu- lítið eða úrkomulaust um allt land. Sjá síðu 4 Hallgrímur svarar fyrir sig: Kardinálar vilja aldurstakmörk á páfa SÍÐUR 32 & 33 ▲ Ljúfur Kári SÍÐA 30 ▲ Jóhannes Páll II veikur: Allur dómurinn yfir norska njósnaranum Arne Treholt birtur: Gaf upplýsingar um öryggi Íslands SumarPlús ...er kominn út! 2005 Kaupstefna á Íslandi: Búist við 500 gestum FERÐAÞJÓNUSTA Mid-Atlantic-ferða- kaupstefnan, sem haldin er á vegum Icelandair, hefst í kvöld. Kaupstefnan, sem stendur til 6. febrúar, er árlegur viðburður í ferðaþjónustu og er ætluð til að tengja kaupendur og seljendur í Ameríku og Evrópu. Aldrei hefur jafnmikill fjöldi sótt kaupstefnuna og í ár en búist er við 500 gestum frá 17 löndum. - bs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.