Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 12
5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Stjórnmálamenn
ákveða ekki fréttirnar
Prófessor í fjölmiðlafræðum við Háskóla Íslands segir ekkert óeðlilegt við frétta-
flutninginn af Íraksmálinu. Umfram allt skipti máli að fólk sé vel upplýst.
Töluverð umræða hefur orðið síð-
ustu daga um vinnubrögð, hlutverk
og áhrifamátt fjölmiðla í samfélag-
inu. Það eru kannski fyrst og fremst
tvö mál sem hafa vakið upp þessa
umræðu. Annars vegar ákvörðun
íslenskra stjórnvalda að styðja inn-
rás Bandaríkjamanna í Írak og hins
vegar fjölmiðlafrumvarpið.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sendi á fimmtudaginn í
síðustu viku frá sér yfirlýsingu þar
sem hann lýsir furðu á fréttaflutn-
ingi fjölmiðla undanfarna daga um
ákvörðun íslenskra stjórnvalda að
styðja innrás Bandaríkjamanna í
Írak.
„Oftar en ekki hefur fréttaflutn-
ingurinn einkennst af útúrsnúning-
um og rangfærslum,“ segir í yfir-
lýsingunni. „Mjög hefur skort á að
nákvæmni, vandvirkni og sanngirni
hafi verið gætt. Nýjasta dæmið um
villandi málflutning birtist í fyrstu
frétt í fréttatíma Stöðvar 2 miðviku-
dagskvöldið 26. janúar sl. Sá frétta-
flutningur vekur enn á ný alvar-
legar spurningar um vinnubrögð
einstakra fréttamanna.“
Skilur freistinguna
Þorbjörn Broddason, prófessor
í fjölmiðlafræðum við Háskóla
Íslands, segist ekki muna eftir því
að stjórnmálamenn hafi gagnrýnt
fjölmiðla í heild sinni vegna frétta-
flutnings af tilteknu máli líkt og
Halldór gerði í yfirlýsingunni.
„Ég get samt vel skilið freisting-
una. Þegar menn eiga í vök að
verjast velja þeir þá vígstöðu sem
dugar best.“
Þorbjörn segir ekkert óeðlilegt
við fréttaflutninginn af stuðningi
íslenskra stjórnvalda við innrásina
í Írak og hvernig ákvörðunin var
tekin.
„Þetta var og er mikið álitamál.
Almenningi stendur ekki á sama um
þetta mál. Það sem komið hefur frá
stjórnmálamönnum hefur verið
svolítið sitt á hvað. Þeir eru ekkert
voðalega samstíga. Öll svör frá
stjórnarliðinu hafa verið ákaflega
loðin og það hefur nánast þurft að
toga upp úr þeim svörin. Síðan hafa
þeir gjarnan mælst til þess að horft
sé fram á við en það er ekkert
þeirra mál að ákveða það. Ef ein-
hver vill velta fyrir sér liðnum tíma
eins og menn gera gjarnan í stórum
málum þá er ekkert athugavert við
það. Ég fæst heldur ekki til að trúa
því að það sé ekki hægt að létta
trúnaði af einhverjum hluta þeirra
gagna sem fóru fyrir utanríkis-
málanefnd og myndu kannski skýra
málið.“
Mál Róberts einstakt
Róbert Marshall, fréttamaður á
Stöð 2, sagði upp störfum í síðustu
viku vegna fréttarinnar sem Hall-
dór Ásgrímsson, vísar til í yfirlýs-
ingu sinni hér að framan. Halldór
hafði sagt að ákvörðunin um að
styðja innrásina hafi verið tekin í
kjölfar ríkisstjórnarfundar sem
haldinn var 18. mars árið 2003.
Róbert hélt því hins vegar fram í
fréttinni að Ísland hafi verið komið
á lista hinna viljugu áður en ríkis-
stjórnarfundurinn var haldinn. Ró-
bert byggði frétt sína á frétt frá
CNN. Síðar kom í ljós að hann hafði
ekki reiknað tímamismuninn milli
Bandaríkjanna og Íslands rétt. Sú
reiknivilla varð að stórmistökum
því ályktanirnar sem dregnar voru
af frétt CNN urðu meðal annars til
þess að Róbert sagði í frétt sinni:
„Því hefur verið haldið fram að
málflutningur ríkisstjórnarinnar í
þessu máli hafi verið villandi, en
í þetta skiptið er hann beinlínis
rangur.“
Skiptar skoðanir eru meðal
manna um það hvort rétt hafi verið
hjá Róberti að segja upp starfi sínu.
Í viðtali við Fréttablaðið sagðist
Róbert vilja sýna að hann láti sér
ekki mistök sín í léttu rúmi liggja.
„Ég vil axla með sýnilegum hætti
ábyrgð fyrir þessi mistök sem ég
gerði,“ sagði hann.
Þorbjörn segist ekki muna eftir
því að upp hafi komið álíka mál hér-
lendis fyrr. Vissulega hafi það gerst
erlendis. Sem dæmi hafi Dan
Rather nýlega sagt upp störfum á
CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkj-
unum. Það gerði hann eftir að í ljós
kom að minnisblöð sem hann
studdist við í umfjöllun sinni um að
George W. Bush hefði notið sér-
stakra forréttinda á meðan hann
gegndi herþjónustu, voru fölsuð.
Um uppsögn
Róberts segir
Þorbjörn: „Ég á
voðalega erfitt
með að líta svo á
að einn starfs-
maður sem ekki
var yfirmaður
beri alla ábyrgð-
ina í svona máli.
Það er eiginlega
það eina sem ég
vil segja. Við-
brögð Róberts
Marshalls voru
mjög hetjuleg
og engin leið
önnur en að
virða hann fyrir
þetta.“
Áróður sem hefði getað breytt fjalli
Fjölmiðlafrumvarpið er annað mál
sem vakið hefur umræðu um
hlutverk og áhrifamátt fjölmiðla.
Í Fréttablaðinu á laugardaginn
gerði Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar málið að
umtalsefni í grein til blaðsins.
„Málið var flutt af töluverðri
hörku og það urðu miklar deilur um
það í samfélaginu og DV og Frétta-
blaðið birtu margar greinar um það
á degi hverjum,
nær allar sneisa-
fullar af hvassri
gagnrýni á
f r u m v a r p i ð , “
segir Kári í
grein sinni. „Og
ekki var sparað
skítkastið í garð
Davíðs [Odds-
sonar] og ríkis-
stjórnarinnar og
má segja að í
umfjöllun sinni
um þetta mál
hafi þessi tvö
dagblöð brotið
blað í sögu ís-
lenskrar blaða-
mennsku með
hlutdrægni og
persónulegum
árásum. [...]
Þetta var áróður af því magni og
þunga að hann hefði sjálfsagt nægt
til að breyta fjalli og er í sjálfu sér
ástæða þess að sett séu lög um fjöl-
miðla á Íslandi í þeim tilgangi að
koma í veg fyrir að þeir beygli
heimsmynd þjóðarinnar til þess að
þjóna þröngum hagsmunum fárra.“
Fjölmiðlar breyta ekki skoðunum
fólks svo glatt
Um áhrifamátt fjölmiðla til skoð-
anamyndunar segir Þorbjörn:
„Meginreglan er sú að fjölmiðlar
breyta ekki skoðunum fólks svo
glatt ef það er eitthvað sem skiptir
það máli. En í hégómamálum sem
fólk hefur litla skoðun á eða er að
heyra í fyrsta skiptið þá geta fjöl-
miðlar haft töluverð áhrif. Umfram
allt skiptir máli að fólk sé vel upp-
lýst – að fjölmiðlarnir starfi á vel
upplýstum markaði. Ég held það
séu líka allir á einu máli um að fjöl-
miðlarnir eigi ekki að vera allir á
einni hendi. Ef fjölmiðill hefur ein-
hverra hagsmuna að gæta eða er í
eigu einhvers sem hefur ákveðinna
hagsmuna að gæta dettur mér ekki
annað í hug en að við einhverjar
kringumstæður sé beint eða óbeint
reynt að beita þeim fjölmiðli. Það
liggur í hlutarins eðli en þá liggur
vörn okkar hinna í því að það séu
aðrir fjölmiðlar á markaðnum. Það
er samt brýnt að hafa í huga að ef
menn ætla að reyna að beita fjöl-
miðli á takt við ákveðna hagsmuni
þá grafa þeir undan trúðverðug-
leika fjölmiðilsins.“
Fréttamenn enduróma skoðanir
Aðspurður hvort hann hafi orðið
var við að fjölmiðlar á Íslandi hafi
beinlínis verið notaðir til að reyna
að mynda ákveðnar skoðanir um
mál segist Þorbjörn ekki treysta sér
til að svara því. Til þess þyrfti hann
að gera innihaldsgreiningu og það
hefði hann ekki gert. Hann segir
hins vegar allof algengt á Íslandi að
viðmælendur fái að nota fjölmiðl-
ana til þess að láta í ljós ákveðna
skoðun. Það tíðkist um of að fjöl-
miðlar endursegi einfaldlega það
sem einhver hagsmunaaðili segir í
stað þess að líta orð hans gagn-
rýnum augum og vinna fréttina.
„Síðan kemur kannski daginn
eftir frétt þar sem greint er frá
hinni hlið málsins. Blaðamaðurinn á
auðvitað að hafa bæði sjónarmiðin í
sömu fréttinni. Það kemur að mestu
gagni fyrir lesandann. Fréttamenn-
irnir hér enduróma um of skoðanir
manna um ýmis mál í stað þess að
taka efnið föstum tökum.“
Ólíkir miðlar
Þó Þorbjörn segist ekki treysta sér
til að svara því hvort ákveðnir fjöl-
miðlar hafi verið notaðir til að
reyna mynda ákveðnar skoðanir
segist hann alveg sjá hvar fjölmiðl-
arnir standa.
„Þetta eru ólíkir miðlar. Stöð 2 er
ekki eins og Ríkisútvarpið og
Fréttablaðið er ekki eins og Morg-
unblaðið. Það þarf ekki annað en að
skoða fyrirsagnirnar um olíumálið á
forsíðum blaðanna á þriðjudag.
Morgunblaðið sagði ‘Sektir lækka
um milljarð’ en Fréttablaðið sagði
‘Staðfestir sakirnar.’ Þetta gæti
verið tilviljun en það gæti líka verið
að þarna sé meðvitaður áherslu-
munur. Fréttablaðið er meira
stjórnarandstöðublað en Morgun-
blaðið. Þó þetta olíumál sé kannski
ekki pólitískt í sjálfu sér má segja,
ef maður vill teygja sig, að
olíufélögin séu í höndunum á
framsóknarmönnum og
sjálfstæðismönnum.“
trausti@frettabladid.is
NIXON GAGNRÝNDI FJÖLMIÐLA
Það er engin nýlunda að stjórnmálamenn gagnrýni fréttaflutning einstakra fjölmiðla
en það gerist hins vegar ekki oft að fréttaflutningur fjölmiðla í heild sinni sé gagn-
rýndur þó eflaust megi finna þess dæmi. Til að mynda gagnrýndi Richard Nixon, fyrr-
verandi forseti Bandaríkjanna, og stuðningsmenn hans fréttaflutning af Watergate-
hneykslinu svokallaða á áttunda áratugnum. Stuðningsmenn Nixons brutust inn í
skrifstofubyggingu demókrataflokksins í Watergate-byggingunni og stálu gögnum.
Eftir að málið kom upp varð Nixon óvært í starfi. Fjölmiðlar lögðu mikla áherslu á
málið og birtust fréttir af því í margar vikur og mánuði. Að lokum sagði Nixon af sér.
Það var fyrst og fremst atburðurinn sjálfur, glæpurinn, sem varð honum að falli.
ÞORBJÖRN
BRODDASON
PRÓFESSOR
Meginreglan er sú að
fjölmiðlar breyta ekki
skoðunum fólks svo
glatt ef það er eitt-
hvað sem skiptir það
máli.
HALLDÓR ÁS-
GRÍMSSON
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA
Forsætisráðherra
lýsir furðu á frétta-
flutningi fjölmiðla
undanfarna daga um
ákvörðun íslenskra
stjórnvalda að styðja
innrás Bandaríkja-
manna í Írak.