Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 40
„Það er víða pottur brotinn í þess- um efnum,“ segir Sverrir Guð- mundsson stjörnufræðiáhuga- maður. Hann og Sævar Helgi Bragason ritstýra Stjörnufræði- vefnum stjornuskodun.is og finnst freklega gengið á rétt sinn til að horfa til himins og sjá það sjónarspil sem stjörnur og norð- urljós bjóða gjarnan upp á. Söku- dólgarnir eru þeir sem bera ábyrgð á að lýsa upp byggingar og önnur mannvirki á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki er nóg með að viðkomandi megi hafa á samvisk- unni að spilla almennilegri stjörnusýn heldur telja Sverrir og Sævar að öryggi vegfarenda sé ógnað, ljósin geti blindað öku- menn. Þá er milljónum króna sólundað árlega því ekki er raf- magnið ókeypis. „Menn hanna þessar lýsingar ekki nógu vel. Það er enginn á móti því að lýsa upp hús en stund- um er þetta ekki hugsað til enda,“ segir Sverrir og nefnir dæmi. „Ljósin á nýju gervigrasvölllun- um í borginni varpa birtunni langt út fyrir vellina og lýsa til dæmis upp Safamýrina og Frostaskjólið og allt í kring. Þá eru hús eins og Háskólinn og Stjórnarráðið mjög vel lýst en talsverður hluti af ljósinu fer út í loftið eða í augu ökumanna. Sama má segja um Þjóðleikhúsið, ljósin þar kastast beint í augu öku- manna á Hverfisgötunni.“ Sverrir nefnir líka lýsingu olíutankanna úti á Granda og fleiri byggingar á þeim slóðum þar sem megnið af ljósinu fer upp í loft. Hið sama á við um Gróttu- vita sem nýlega var baðaður ljósi. „Þar fer ljósið upp í himingeim- inn en þetta er náttúrulega spurn- ing um smekk. Sumum finnst þetta örugglega mjög fallegt.“ „Upphaflega höfðum við Sævar áhyggjur af þessu vegna stjörnuáhuga okkar en svo sáum við að þetta er miklu víðtækara vandamál. Þetta er spurning um öryggi og er því heilbrigðismál og svo er þetta mikil sóun á orku. Milljónum er sólundað á hverju ári.“ Til að sjá himininn í sínu rétta ljósi þurfa Sverrir og Sævar, og vitaskuld aðrir stjörnufræði- áhugamenn, að fara út fyrir höf- uðborgina. „Við förum yfirleitt í Kaldársel eða að Kleifarvatni til að sjá stjörnurnar. Eins var hægt að fara í Bláfjöll en ljósin á skíða- svæðinu og ljósviti á Sandskeiði spilla þar fyrir.“ Í huga Sverris er eitt ráð við vandanum. „Þeir sem hanna lýs- inguna þurfa að huga að þessum þáttum. Hver og einn þarf að at- huga málin hjá sér og kanna hvað hægt sé að lagfæra. Þannig breytast hlutirnir en ekki með til- skipun að ofan.“ bjorn@frettabladid.is 28 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR WILLIAM S. BURROUGHS (1914-1997) fæddist þennan dag. TÍMAMÓT: LJÓSMENGUN SÖGÐ STRÍÐ Á HENDUR „Maðurinn er fyrirbæri hannað til geimferða. Honum er ekki frekar ætlað að viðhalda nú- verandi líffræðilegu formi, en halakörtu er ætlað að halda áfram að vera halakarta.“ Burroughs var einhver litríkasti rithöfundur síðustu aldar. Hann var af „beat“-kynslóðinni og gjarnan nefndur í sömu andrá og Allen Ginsberg og Jack Kerouac. Frægust bóka hans er Naked Lunch en hún varð að prófsteini fyrir bandaríska klám- og klúryrðalöggjöf. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Stefán Ólafsson, háloftaathugunarmað- ur, Vesturgötu 50a, lést laugardaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Viggó Emil Magnússon, slökkviliðsmað- ur og húsasmíðameistari, Heiðarási 4, lést mánudaginn 24. janúar. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Björg Ebenesersdóttir,frá Harrastöðum, lést miðvikudaginn 2. febrúar. Hólmfríður Þorláksdóttir, Lindasíðu 47, Akureyri, lést miðvikudaginn 2. febrúar. Vilhjálmur S. Heiðdal lést á Droplaug- arstöðum fimmtudaginn 3. febrúar. JARÐARFARIR 11.00 Hákon Jónsson, frá Brettings- stöðum í Laxárdal, verður jarð- sunginn frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Hannes Gestur Sigurbjörnsson, Auðbrekku 12, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Hjalti Guðmundsson, Bæ, Árnes- hreppi, verður jarðsunginn frá Ár- neskirkju. 14.00 Jónína Þórunn Jónsdóttir, ljós- móðir, á Keldum, verður jarð- sungin frá Keldnakirkju. 14.00 Stefán Ásbjarnarson, frá Guð- mundarstöðum, Vopnafirði, verð- ur jarðsettur að Hofi, Vopnafirði. 14.00 Steinvör Jónsdóttir, Garðarsvegi 14, Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju. 14.00 Þorbjörg Árnadóttir, frá Raufar- höfn, verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju. 14.00 Þóra Friðjónsdóttir, Sauðármýri, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. SÆVAR OG SVERRIR BAÐAÐIR Í LJÓSUM HÁSKÓLA ÍSLANDS „Þeir sem hanna lýs- inguna þurfa að huga að þessum þáttum. Hver og einn þarf að athuga málin hjá sér og kanna hvað hægt sé að lagfæra. Þannig breytast hlutirnir, en ekki með tilskipun að ofan.“ Þennan dag árið 1988 vann skák- meistarinn Jóhann Hjartarson fræki- legan sigur í einvígi við Viktor Kortsnoj og fékk þar með að keppa í átta manna úrslitum um réttinn til að skora á heimsmeistarann. Með sigrin- um náði Jóhann 2.600 Elo-stigum og komst í hóp níu sterkustu skákmanna heims. Í framhaldinu beið Jóhann svo lægri hlut fyrir Anatoly Karpov. Sigurinn á Kortsnoj er almennt talinn hápunkturinn á skákferli Jóhanns, en með afrekum sínum átti hann mikinn þátt í að auka vinsældir skákíþróttarinnar hér. Jóhann varð fyrst Íslandsmeistari í skák árið 1980, þá aðeins sautján ára gamall. Hann varð svo einnig Íslandsmeistari árin 1984, 1994, 1995 og 1997. Á vef Hróksins kemur fram að Jóhann hafi ekki tekið þátt í Íslandsmótum síðustu ára, en hann hætti atvinnu- mennsku fyrir nokkrum árum. Þegar Jóhann sneri heim frá Kanada eftir einvígið við Kortsnoj, var honum fagnað með viðhöfn á Keflavíkurflugvelli og braust út lófa- klapp þegar hann kom inn í flug- stöðina, bæði meðal þeirra sem mættir voru til að taka á móti hon- um, sem og meðal annarra farþega sem þar áttu leið um. Á móti Jó- hanni tók fjölskylda hans, auk menntamálaráðherra, stjórnar Skáksambandsins og fjölda vina. Frá því var greint í fjölmiðlum að hann hefði átt fullt í fangi með að taka á móti blómvöndum og heillaóskum í tilefni af sigrin- um. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1887 Óþelló, ópera Verdis, er frumsýnd í óperuhúsinu Scala í Mílanó á Ítalíu. 1959 Fyrsti landhelgisbrjóturinn, Valafell, færður til hafnar á Seyðisfirði. 1967 Silfurhesturinn, bókmennta- verðlaun dagblaðanna, veitt í fyrsta sinn, en þau hlaut Snorri Hjartarson. Verðlaunin voru síðast veitt árið 1974. 1971 Geimfarar Apollo 14 lenda á tunglinu. 1976 Jarðskjálfti í Gvatemala kost- ar nærri 23 þúsund manns lífið. 1997 23 bíla árekstur á Kringlu- mýrarbraut undir göngu- brúnni í Fossvogi í mikilli hálku. Meiðsl á fólki minni- háttar. 1998 Yfir 600 þúsund plantekru- verkamenn fara í verkfall á Srí Lanka og snúa aftur til vinnu tíu dögum síðar. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Valgerður Þórðardóttir Funalind 13, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, miðvikudaginn 2. febrúar. Útförin verður frá Kópavogskirkju, föstudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Guðni B. Guðnason, Gunnar Guðnason, Erna Olsen, Þórólfur Guðnason, Sara Hafsteinsdóttir, Guðni B. Guðnason, Ásta Björnsdóttir og barnabörn. AFMÆLI Friðjón Þórðarson, fyrrum þingmaður og ráðherra, er 82 ára í dag. Jónas Kristjánsson ritstjóri er 65 ára í dag. Óli H. Þórðarson, formað- ur Umferðarráðs, er 62 ára í dag. Gils Stefánsson í Hafnarfirði er sextugur í dag og tekur á móti gestum í Fjörugarðinum milli kl. 12 og 15. Karl Sigurbjörnsson biskup er 58 ára í dag. Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur er 57 ára í dag. Bolli Héðinsson, formaður Trygginga- ráðs, er 51 árs í dag. Friðrik Rafnsson ritstjóri er 46 ára í dag. Ari Vésteinsson verkfræðingur er 33 ára í dag. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1788 Sir Robert Peel, enskur stjórnmála- maður eftir hverjum enskar löggur eru nefndar „Bobbies“. 1804 Johan Ludvig Runeberg, þjóðskáld Finna. 1799 John Lindley, grasafræðingur. 1917 Zsa Zsa Gabor, leik- kona. 1919 Andreas Papandreou, fyrrum forsæt- isráðherra Grikkja. 1940 H. R. Giger, myndlistarmaður og hönnuður. 1948 Christopher Guest, leikari og leikstjóri (þekktur sem Nigel Tufnel úr Spinal Tap). 1962 Jennifer Jason Leigh, leikkona. 1969 Bobby Brown, tónlistarmaður. GSA með heimasíðu Samtökin GSA, eða Greysheeters anonymous, hafa starfað hér á landi í fimm ár og hafa af því til- efni opnað heimasíðu á slóðinni gsa.is. Í samtökunum er fólk sem sameiginlega hefur leyst átrösk- unarvandamál sín. Í tilkynningu samtakanna kem- ur fram að byggt sé á „Cambridge Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA-samtakanna til að byggja upp fráhald frá hömlulausu ofáti“ og að boðið verði upp á félagsskap fólks þar sem hægt er að deila reynslu sinni og njóta stuðnings. Sagt er að ekki þurfi annað en löngunina til að láta af ofáti til að gerast félagi í GSA, inntöku- eða félagsgjöld séu engin. ■ Jafnrétti 1975 til 2005: Hefur eitthvað áunnist? Er eitthvað eft- ir?, er yfirskrift ráðstefnu sem Kvenréttindafélag Íslands hefur boðað til í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan ellefu fyrir hádegi í dag og ráðgert er að ljúki klukkan tvö. „Efni ráðstefnunnar er hvað hefur áunnist síðan 1975 þegar konur tóku sér frí frá störfum 24. október og hvað er eftir,“ segir í tilkynningu félagsins, en erindi flytja Sjöfn Ingólfsdóttir formað- ur Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar, Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, Berglind Rós Magnúsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og Hólmfríður Sveinsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar á Bifröst. Þegar lokið hefur verið við flutning erindanna verða, að því er fram kemur í tilkynningu Kvenréttindafélagsins, frjálsar umræður og ályktanir. ■ Horft til 30 ára baráttu JAFNRÉTTISFULLTRÚI HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskólans, er ein fjögurra kvenna sem flytja erindi á ráðstefnu Kvenréttindafélags Íslands í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Jóhann Hjartarson lagði Kortsnoj JÓHANN HJARTARSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Sverrir og Sævar halda fyrirlestur um ljósmengunina á opnum fundi Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs í dag. Hann er haldinn í höfuðstöðvum flokksins að Suður- götu 3 og hefst klukkan 14. Að framsögu lokinni verða almennar umræður um efnið. Frekari upplýsingar er að finna á vefnum stjornuskodun.is. Milljónum sólundað árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.