Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 26
Sleggjukast
Framsóknarmenn eru fljótir að snúa hlutun-
um upp í grín þegar mikið liggur við. Mörg-
um er enn í fersku minni brandarinn sem
gekk manna á milli þegar þingflokkur fram-
sóknarmanna tók þá ákvörðun að útiloka
Kristin H. Gunnarsson úr öllum þingnefndum.
Hann hljómaði svo: Hver er uppáhalds-
íþróttagrein framsóknarmanna? Svar:
Sleggjukast!
Freyjustaurar
Framsóknarmenn ættu því sjálfir
að geta tekið gríni. Pólitískir
andstæðingar framsóknar-
manna kætast mikið þessa
dagana yfir hinni gagnrýnu
umfjöllun sem bræðurnir Árni
og Páll Magnússynir hafa
þurft að takast á við í kjölfar
yfirtöku Freyjunnar, Félags
framsóknarkvenna í Kópavogi. Þegar greinin í
Fréttablaðinu um átökin í Framsóknarflokkn-
um birtist, þar sem fjallað var sérstaklega um
vonir Árna um að taka við for-
mennsku í flokknum eftir tvö
ár, var talað um hún væri „fínasta Freyju-
konfekt“. Því var bætt við að bræðurnir væru
nú iðulega nefndir „Freyjustaurar“.
Vitlaus fundur
Fundur framsóknarmanna í Kópavogi í fyrra-
kvöld var svo þéttsetinn að húsnæði flokksins
rúmaði ekki fjöldann. Brugðið var á það ráð að
flytja hann í sal Menntaskólans. Ungur fram-
sóknarmaður tók að sér það hlutverk að standa
vaktina fyrir utan auglýstan fundarstað og vísa
fólki upp í Menntaskóla. Hann varð hins vegar
mjög vandræðalegur þegar hann komst að því
að ef til vill hafði hann vísað nokkrum áhuga-
sömum fundarmönnum á vitlausan fund
þegar einn neitaði að verða við beiðni
hans um að flytja sig upp í Menntaskóla.
Hann var nefnilega á leið á AA fund, en
fundir AA-samtakanna eru haldnir í
sama húsnæði og framsóknarmenn í
Kópavogi hafa aðsetur.
26 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Í flutningsræðu Halldórs Blöndal með frumvarpi tillaga um eftirlaun forseta Ís-
lands, ráðherra, alþingismanna og
hæstaréttardómara á Alþingi 11.
desember 2003 útskýrði Halldór
ákvæði í lögunum sem skerða
greiðslur eftirlauna til þeirra sem
taka við öðru starfi. Þegar hann
lýsti „helstu nýmælum í frum-
varpinu“ sagði hann: „Jafnframt
eru sett ákvæði sem skerða þess-
ar greiðslur fram að 65 ára aldri
ef sá sem þeirra nýtur tekur við
öðru starfi. Það er nýmæli. Hér er
gert ráð fyrir að skerðingin geti
orðið 6% á ári. Ef maður t.d.
gegnir öðru starfi sextugur verð-
ur skerðingin 36% og getur farið
upp í 60%.“
Þegar við kynningu frum-
varpsins var því ljóst að þing-
menn og ráðherrar gætu þegið
eftirlaun og jafnframt gegnt öðru
starfi. Þeir þyrftu þó að hlýta 6%
skerðingu á ári þæðu þeir eftir-
laun fyrir 65 ára aldur.
Í 19. grein laganna segir: „Nú
tekur sá sem nýtur eftirlauna sam-
kvæmt lögum þessum við nýju
starfi og skerðast þá eftirlauna-
greiðslur til hans fram að 65 ára
aldri um sem nemur 0,5% af áunn-
um rétti fyrir hvern mánuð eða
brot úr mánuði sem vantar á 65 ára
aldur frá því að við starfi er tekið.
Sama skerðing verður á eftirlaun-
um þess sem er í starfi er hann
öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt
lögum þessum. Skerðing greiðslna
samkvæmt þessari grein fellur þó
niður þegar látið er af starfi.“
Um þessa grein sagði Halldór í
flutningsræðu sinni: „Í 18. og 19.
gr. eru settar reglur um að enginn
geti notið eftirlaunagreiðslu sam-
kvæmt lögunum meðan hann er í
starfi sem lögin taka til og jafn-
framt að eftirlaun skerðist taki
menn eftirlaun fyrir 65 ára aldur
en hverfi eigi að síður til nýrra
starfa. Er skerðingin 0,5% fyrir
hvern mánuð, eða 6% á ári. Taki
t.d. fyrrverandi ráðherra eða al-
þingismaður, sem ætti rétt til eftir-
launa eftir tólf ára setu í embætti,
þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju
starfi verður skerðingin 60% fram
að 65 ára aldri. Sama á við ef
réttur til eftirlauna stofnast meðan
maður er í starfi. Þetta er nýmæli
en engin slík skerðingarákvæði er
að finna í núgildandi lögum.“
Eftir að Fréttablaðið vakti
athygli á því fyrir skömmu að
með eftirlaunafrumvarpinu gætu
fyrrverandi ráðherrar fengið
greidd eftirlaun þrátt fyrir að
vera enn í vel launuðum störfum
á vegum ríkisins brugðust þing-
menn og ráðherrar við með því að
segjast hafa yfirsést þessi um-
deildi möguleiki. „Mönnum sást
einfaldega yfir þetta og ég tel rétt
að taka þetta til athugunar,“ sagði
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra í umræðum á Alþingi þann
24. janúar síðastliðinn.
Enginn sagðist hafa gert sér
grein fyrir því þá sem nú hefur
komið í ljós að með samþykki lag-
anna gætu fyrrverandi ráðherrar
notið ríflegra eftirlauna fyrir ráð-
herra- og þingstörf og jafnframt
verið á góðum tekjum fyrir störf í
utanríkisþjónustunni eða í öðrum
störfum á vegum hins opinbera
Margir þingmenn hafa gripið til
þeirra útskýringa – eftir að gagn-
rýnisraddir fóru að heyrast um
lögin – að tími hafi ekki gefist til að
skoða málið nægilega vel á sínum
tíma. Athygli vekur þegar umræð-
urnar um frumvarpið á Alþingi eru
skoðaðar að Davíð Oddsson, þáver-
andi forsætisráðherra, heldur því
fram að málið hafi síður en svo
verið afgreitt í fljótheitum.
„Þegar menn horfa á umfang
þessa máls og skoða það og horfa
til þátta af sanngirni, líta til emb-
ætta, ekki manna, horfa til fram-
búðar og horfa til þess að hér er
um opna, gagnsæja og lýðræðis-
lega ákvörðun að ræða hygg ég að
viðbrögðin verði önnur en kunna
að verða í fljótheitum,“ sagði hann.
„Þetta mál er ekki afgreitt í
skjóli nætur. Þessu máli er ekki
hraðað á einum, tveimur klukku-
tímum í gegnum þingið. Það er
ekki gert og stóð ekki til. Þetta
mál, þegar menn hafa kynnt sér
það, liggur fyrir eins og opin bók.
Það eru engin leynd réttindi í
þessu máli, engin. Það hlýtur að
hafa heilmikla þýðingu fyrir
menn sem horfa á afgreiðslu
málsins,“ sagði Davíð.
sda@frettabladid.is
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
Eftirlaunafrum-
varpið ekki óskýrt
Þingmenn sögðust hafa yfirsést að þeir ættu rétt á eftirlaunum á meðan þeir
væru í starfi á vegum ríkisins. Þegar eftirlaunafrumvarpið og flutningsræða
Halldórs Blöndal eru skoðuð má halda því fram að þetta hafi legið ljóst fyrir.
nánar á visir.is
Þótt yfirborð íslenkskra stjórnmála hafi lítið breyst á undanförnum áratug er
greinilegt að undiraldan þyngist. Sjálfstæðisflokkur hefur verið í ríkisstjórn í
næstum fjórtán ár og í samstarfi við Framsóknarflokk í næstum tíu. Í Reykja-
vík hefur R-listinn verið við völd í næstum ellefu ár.
Davíð, Ingibjörg, Össur, Steingrímur og Halldór eru búin að vera aðalmenn-
irnir svo lengi að fólk á erfitt með að ímynda sér að nokkuð eða nokkur geti
fellt þessa foringja af stalli. Þetta eru fastar í íslenskri pólitík, eiginlega eins og
þyngdarhröðun jarðar.
Það er víst til mjög merkileg fóbía sem er óttinn við að þyngdarafl jarðar
snúist við, þannig að maður detti upp í loft – eða út í geim. Og í íslenskri póli-
tík virðist stefna í að þessir fastar séu allir að riðlast.
Átökin í Framsóknarflokknum hafa auðvitað verið einna áhugaverðust.
Hundruð nýrra félagsmanna gengu í flokkinn í Kópavogi á nokkrum dögum til
þess að tryggja Árna og Páli Magnússyni aukin ítök á komandi flokksþingi. Í
Framsókn er búið að velja næstu kynslóð og núna eru krónprinsarnir í óðaönn
að sýna fram á að þeir ráði yfir nógu öflugri vél til að taka við flokknum.
Þyngdaraflið er líka að snúast við í Samfylkingunni. Þar er nýbúið að útbúa
fullburða flokksmaskínu að hætti Sjálfstæðisflokksins. En nú stendur til að
rífa maskínuna upp með rótum og koma nýrri fyrir ef fram fer sem horfir og
Ingibjörg Sólrún leggur Össur að velli í kosningunum.
Í Sjálfstæðisflokknum er líka allt rólegt á yfirborðinu.
Innanflokksátök í flokkunum taka á sig ólíka mynd. Í Framsóknarflokki og
Sjálfstæðisflokki gildir öllu að ná valdi á margvíslegum undirdeildum flokk-
anna til að tryggja stöðu sína í valdastofnunum þeirra. Þetta útskýrir umfangs-
miklar smalanir vegna kosninga í stjórnir félaga sem á yfirborðinu virðast harla
smávægileg- eins og Freyja og Heimdallur. Í Samfylkingunni fá allir flokks-
menn að kjósa svo átökin þar eru annars eðlis.
Allt ber þetta þó að sama brunni. Þyngdaraflið í pólitíkinni er að snúast við.
Flokksmenn allra flokka eru farnir að búa sig undir hvað taki við þegar núver-
andi foringjar hætta og það er greinilega enginn skortur á fólki sem er tilbúið
að fylla það tómarúm – og passa sig á því að þegar þyngdaraflið snýst við þá
detti flokkarnir ekki á hausinn upp í loftið.
VIKA Í PÓLITÍK
SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR SKRIFAR
Óttinn við umsnúning
þyngdaraflsins
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Nú reynir fréttastjóri Stöðvar 2 að telja þjóðinni trú um
að fréttamaðurinn, formaður Blaðamannafélagsins, hafi
bara ekki séð það sem stóð í miðjum hausnum[...].
Það þarf ansi góðan vilja til þess að trúa því að þarna sé
um slysni að ræða. Það hvarflar allavega að mér að
skyndilegur brottrekstur fréttastjóra Stöðvar 2 fyrir örfá-
um dögum hafi helgast af því hann sætti sig ekki við að í
hans nafni væru fluttar vafasamar og oft á tíðum hreinlega
ósannar fréttir eins og tilfellið er með þessa frétt.“
G. Valdimar Valdemarsson, fyrrum stjórnarmaður Félags
framsóknarmanna í Kópavogi, Tímanum 28. janúar 2005.
HALLDÓR BLÖNDAL TEKUR VIÐ MÓTMÆLUM FRÁ GRÉTARI ÞORSTEINSSYNI, ALÞÝÐUSAMBANDI ÍSLANDS VEGNA
EFTIRLAUNAFRUMVARPSINS.
Við kynningu frumvarpsins var ljóst að þingmenn og ráðherrar gætu þegið eftirlaun og jafnframt gegnt öðru starfi. Þeir þyrftu þó að hlýta
6% skerðingu á ári þæðu þeir eftirlaun fyrir 65 ára aldur.