Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 10
5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Til athugunar hjá VR: Greiða ávísanirnar út í peningum ORLOFSMÁL Hjá VR er til athugun- ar að endurskoða orlofsávísana- fyrirkomulagið á næsta ári, jafn- vel með það í huga að greiða upp- hæðina út. Ekkert er þó ákveðið enn þá enda hefur ýmislegt þarna áhrif, til dæmis skattar. „Þetta er stór spurning og það getur vel verið að þetta þróist meira í það form. Það eru hug- myndir um breytingar á næsta ári svo að hugsanlega mun þetta breytast,“ segir Gunnar Páll Páls- son, formaður VR. Hann útskýrir að í þessu sam- bandi séu vangaveltur um að breyta „framsetningu á félaginu“, til dæmis „að safna öllum þessum styrkjum frekar upp í séreigna- sparnað sem er þá bundinn en menn geta leyst út við ákveðnar aðstæður.“ Orlofsávísunin nemur 5.000 krónum á hvern fullgildan félags- mann og 7.500 krónum hafi við- komandi ekki notað ávísunina sína í fyrra. Upphæðin stendur síðan í stað sé ávísunin ekki notuð. Gamla ávísunin fellur úr gildi og er ný send á hverju ári. - ghs Nýr vefur stúdenta: Bylting í þjónustu NÁMSMENN Stúdentaráð Háskóla Ís- lands, í samvinnu við Félagsstofnun Stúdenta, opnaði nýtt vefsvæði fyr- ir stúdenta sem lið í því að auðvelda stúdentum aðgang að þjónustu FS. „Þetta er bylting í þjónustu við stúdenta á Íslandi,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. „Þarna er að finna á einum stað miðlanir fyrir stúdenta, sem sumar hverjar eru reknar á mörgum mismunandi stöðum í dag,“ segir hún. Jarþrúður bendir á að miðlunin sé unnin með þarfir stúdenta í huga og að Stúdentaráð hafi greint helstu þarfir og eftirspurn stúdenta eftir aðstoð með ýmis mál. „Þetta er liður í því að auðvelda stúdentum lífið, enda verða oft miklar breytingar á högum fólks í upphafi háskóla- náms,“ segir hún. - sda Bílar og mótorhjól keypt á netinu Viðskipti Íslendinga við bandarísk netfyrirtæki jukust um allt að 100 prósent í des- ember miðað við sama tíma í fyrra. Íslendingar sjá sér hag í að kaupa dýra hluti eins og snjósleða, ísskápa, bíla, mótorhjól og húsgögn þegar gengi dollarans er lágt. VIÐSKIPTI Netviðskipti ruku upp í fyrra og þá ekki síst í desember. Lágt gengi dollarans hafði þar mikið að segja. Hjá Flugleiðum frakt jókst innflutningurinn frá Bandaríkj- unum um 64 prósent í fyrra, þar af nam aukningin í desember 80 prósentum miðað við sama tíma í hittiðfyrra. Róbert Tómasson, markaðs- og sölustjóri, segir að þarna sé fyrst og fremst um net- viðskipti að ræða vegna hins lága gengis dollarans og nefnir sem dæmi að Flugleiðir frakt hafi flutt um 200 bíla til landsins fyrir einstaklinga í fyrra. Erling Valur Ingason, tals- maður Shopusa.is, segir að um tvöföldun hafi verið að ræða á netviðskiptum. Íslendingar hafi tekið verslun frá Ameríku opnum örmum og menn hafi gert stórar fjárfestingar, sérstaklega í bílaviðskiptum. Hjá Fedex nam aukningin allt að 40 prósentum. Af hátt í 7.000 sendingum í desember hafi um 30 prósent verið netviðskipti en netviðskiptin hafi nánast engin verið fyrir. „Við mælum smásendingar og sjáum að fólk er að panta allt frá DVD-diskum í tölvuhluti, tölvur og margt fleira,“ segir Jón Ólaf- ur Bergþórsson, framkvæmda- stjóri Fedex. Íslendingar hafa keypt allt mögulegt á Netinu upp á síðkast- ið, ekki síst dýra hluti á borð við sófasett, húsgögn, tölvur og ís- skápa. Þá segir Ragnar Sigurðs- son, starfsmaður í Vöruhúsinu í Keflavík að kaup á bílum, mótor- hjólum og snjósleðum séu algeng. Ragnar hefur þriggja ára reynslu af netviðskiptum. Á þess- um tíma hefur hann keypt um 100 hluti. Hann keypti m.a. Ford '55 í fyrrasumar og kostaði hann 2.800 dollara eða 174 þúsund krónur sé dollarinn 62 krónur. Fyrir síðustu jól keypti Ragnar litla 50 kúbika skellinöðru á 95 dollara sem hann ætlar að leika sér á á go kart-völlum. Flutn- ingurinn til New York kostaði 150 dollara og þá er eftir flutningur- inn heim. Ragnar býst þó við að spara að minnsta kosti 40 þúsund krónur á viðskiptunum. ghs@frettabladid.is Launanefndin: Lág laun ekki málið HAFNARFJÖRÐUR Sjálfstæðismenn í minnihluta bæjarráðs Hafnar- fjarðar mótmælta staðhæfingu Starfsmannafélags Hafnarfjarðar um að bæjarstjórnin standi að grjótharðri láglaunastefnu með því að eiga aðild að launanefnd sveitarfélaga. Starfsmannafélagið hefur ósk- að þess að bærinn semji sjálfstætt við félagsmenn. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir bæjarráð hafa ákveðið að senda erindi þess til starfskjaranefndar eftir fund ráðsins í gær. Þar komi fulltrúar bæjayfirvalda og starfsmanna að málinu. - gag GUNNAR PÁLL PÁLSSON Það eru hugmyndir um breytingar á næsta ári svo að hugsanlega mun þetta breytast. FORD '55 Fordinn nýkominn til landsins. PÁLL SKÚLASON OG JARÞRÚÐUR ÁS- MUNDSDÓTTIR Opna formlega nýjan vef, studentamidlun.is, sem bæta á þjónustu við stúdenta. RAGNAR SIGURÐSSON Hefur m.a. keypt Ford '55 á ebay.com. Fyrir síðustu jól keypti hann litla skellinöðru sem er á leið til landsins. Hann býst við að spara að minnsta kosti 40 þúsund á þeim kaupum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.