Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 2
SJÁVARÚTVEGUR Hákon Alfreðsson,
formaður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar, gagnrýnir aðferð Brims
við uppsagnirnar á 38 skipverjum
á Sléttbaki. Hann segir að sjó-
menn hafi haft samband við félag-
ið og látið í ljós ótta um að missa
vinnuna en vonandi komi annað
og hagkvæmara skip í staðinn.
Sjálfur segist hann pirraður yfir
því hvaða aðferðum hafi verið
beitt við uppsagnirnar.
„Guðmund-
ur kom um
borð í höfninni
í Reykjavík
þegar þeir
voru að fara
norður í
Barentshaf í 40
daga túr.
Sjómennirnir fengu það hlutskipti
að tilkynna fjölskyldum sínum í
gegnum síma að þegar þeir kæmu
í land næst væru þeir orðnir
atvinnulausir. Það er svolítið dap-
urlegt að mínu mati. Mér finnst
líka dapurlegt að Brim skuli ekki
sjá ástæðu til að bjóða forsvars-
mönnum sjómannafélagsins, skip-
stjórafélagsins og vélstjórafé-
lagsins til fundar og ræða þessi
mál, kynna þeim af hverju mönn-
unum sé sagt upp og hvað sé fram
undan. Mér finnst það frekar
dapurlegt.“
Hákon rifjar upp ummæli um
að endurskipulagning á
skipastóli félagsins sé í
skoðun. „Það læðist ugg-
ur að öllum öðrum sjó-
mönnum hjá Brimi og
þeir spyrja sig þess hvað sé fram
undan. Þeir geta ekki svarað því
hvað verður um kvóta skipsins. Er
verið að selja hann burt frá
byggðarlaginu? Menn verða óró-
legir og hræddir. 38 fjölskyldur á
Akureyri jafngildir því að allir
íbúar í Hrísey missi allt á einu
bretti,“ segir hann.
Guðmundur Kristjánsson, for-
stjóri Brims, segir að staðið hafi
verið eðlilega að uppsögnunum.
Frystiskiparekstur sé erfiður í
dag. Við söluna færist kvótinn af
Sléttbaki yfir á hin skipin og það
komi mönnunum til góða. Einn
frystitogari sé eftir hjá félaginu
og ekki standi til að selja hann.
Reynt verði að finna öllum mönn-
unum pláss hjá fé-
laginu.
ghs@frettabladid.is
2 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Íslendingar í Helsingborg:
Beið í vinnunni
meðan hættan leið hjá
HELSINGBORG Um 10 þúsund tonn af
brennisteinssýru láku úr tanki á
starfssvæði Kemira-fyrirtækisins í
Helsingborg í Svíþjóð í gærmorgun
og er óttast að leki geti komið að
öðrum tanki. Fjórir eða fimm Svíar
voru fluttir á sjúkrahús.
Sýran rann niður að höfninni og
myndaðist þar eiturský. Stórt svæði
var afgirt og þurftu 4.500 íbúar að
rýma íbúðir sínar og komast ekki
heim fyrr en eftir helgi. Íbúar í
nágrenninu voru hvattir til að halda
sig inni. Skólar gáfu frí og samgöng-
ur lágu niðri fram að hádegi.
Olgeir Einarsson háseti býr með
fjölskyldu sinni í tveggja kílómetra
fjarlægð frá höfninni í Helsingborg.
Konan hans, Unnur Skúladóttir,
starfar við ræstingar í skóla í
miðborginni og var hún komin til
vinnu þegar blásið var af almanna-
varnaflautunum. Engin börn mættu
í skólann og varð Unnur að halda sig
í skólanum fram eftir hádegi.
Sjálfur vinnur Olgeir á einni af
ferjunum milli Trelleborgar og
Rostock og hafði þetta því engin
áhrif á hann.
- ghs
Þota með 104 farþega:
Hrapaði í fjalllendi
AFGANISTAN, AP Farþegaþota með
104 einstaklinga innanborðs er
talin hafa hrapað nærri Kabúl,
höfuðborg Afganistans, í óveðri
sem hún flaug í gegnum. Flugvél-
in hvarf af ratsjám yfir fjalllendi,
suðaustur af borginni, þar sem
henni var flogið gegnum snjóbyl.
Tyrkneskir embættismenn,
sem sjá um flugvöllinn, tilkynntu
að brak flugvélarinnar hefði fund-
ist en það var síðar borið til baka.
Leit var hætt í gær en átti að
hefjast aftur í dag þegar birti.
Ættingjar þeirra sem voru um
borð og þeir sem stjórnuðu leit-
inni lýstu áhyggjum af því þegar
nóttaði og frostið jókst að litlar
líkur væru á að nokkur úr flugvél-
inni fyndist á lífi. Reynist það rétt
er þetta mannskæðasta flugslys í
sögu Afganistan. ■
Vaxtarsamningur við Vestfirði:
Ísafjörður verði byggðarkjarni
BYGGÐARMÁL Iðnaðarráðherra og
sjávarútvegsráðherra undirrituðu
samkomulag á Ísafirði í gær um
að vinna sameiginlega að því að
efla rannsóknir og þróunarstarf-
semi í sjávarútvegi. Samkvæmt
samkomulaginu munu ráðuneytin
vinna að tveimur verkefnum á
Ísafirði í ár, annað á sviði veiðar-
færarannsókna en hitt varðar
þorskeldi í sjókvíum. Ráðuneytin
leggja til tíu milljónir króna hvort
vegna verkefnanna.
Við sama tækifæri voru kynnt-
ar niðurstöður skýrslu Verkefnis-
stjórnar um byggðaáætlun Vest-
fjarða. Þar kemur fram að Vest-
firðir eigi mikla möguleika til
vaxtar og þróunar á næstu árum
og búist er við að íbúum á svæð-
inu muni fjölga um hálft prósent á
ári næstu fimmtán ár.
Í skýrslunni er lögð áhersla á
að efla Ísafjörð sem byggðar-
kjarna Vestfjarða og einnig verð-
ur gerður þriggja ára vaxtar-
samningur sem miðast við að
styrkja hagvöxt einstakra svæða
á Vestfjörðum. Tillögurnar taka
mið af sambærilegum áherslum
víða erlendis þar sem lögð er
áhersla á að efla byggðakjarna
með markaðstengdum aðgerðum.
- bs
Kvótinn á hin skipin
Tæplega 40 fjölskyldur á Akureyri og víðar um land missa fyrirvinnuna á næstu
mánuðum þar sem 38 skipverjum á Sléttbaki frá Akureyri hefur verið sagt upp.
Útgerð togarans hefur borist gott tilboð í skipið frá Norður-Ameríku.
Snjóríki í Evrópu:
Her hjálpar
skíðafólki
AUSTURRÍKI, AP Kalla þurfti á aðstoð
austurríska hersins þegar 300
gestir á skíðahóteli í austurrísku
ölpunum voru
i n n i k r ó a ð i r
vegna snjóflóða
sem höfðu fallið
á vegi í nágrenn-
inu og hætta var
á fleiri flóðum.
Viðbúnaður
vegna snjóflóða-
hættu var komið
á efsta við-
bragðsstig og
því sendi herinn
þyrlur til að
koma fólkinu í
öruggt skjól.
Flestir gestanna
voru skólabörn á skíðanámskeiði.
Snjór veldur fleirum en Austur-
ríkismönnum vandræðum. Í
Búlgaríu og Rúmeníu hefur
snjónum kyngt niður dögum saman,
mörg þorp hafa einangrast og
bílstjórar þurft að hafast við í bílum
sínum. ■
SPURNING DAGSINS
Einar, eru brjóstamyndirnar
teknar við vopnaleit?
Það eru teknar myndir við vopnaleit en
ekki brjóstamyndir.
Einar Marteinsson er eigandi skemmtistaðarins
Palace en þar er gerð vopnaleit á gestum áður en
þeir fara inn á staðinn. Á heimasíðu Palace má
finna myndir af brjóstum og brjóstaskorum
kvenkynsgesta staðarins.
FLUGVÉLAR LEITAÐ
Afganskir lögreglu- og hermenn leituðu
flugvélarinnar í gær.
FRÁ ÍSAFIRÐI
Samningurinn miðast við að efla Ísafjörð sem byggðarkjarna Vestfjarða.
HERINN TIL
HJÁLPAR
Hermaður leiðbeinir
skólabörnum sem
verið er að flytja á
brott í þyrlu.
KONRÁÐ AL-
FREÐSSON
Formaður Sjómanna-
félags Eyfirðinga.
SLÉTTBAKUR
38 skipverjum hefur verið
sagt upp störfum.
Vistmanns leitað:
Fannst innan-
húss á Eir
LÖGREGLA Lögregla og björgunar-
sveitarmenn leituðu í gærkvöld
að níræðum vistmanni af hjúkr-
unarheimilinu Eir í Grafarvogi og
tók einn leitarhundur þátt í
leitinni.
Mannsins hafði verið saknað
frá því upp úr klukkan fimm í gær
og var lögregla kölluð til leitar
rétt fyrir klukkan sjö. Maðurinn
hefur horfið frá Eir.
Maðurinn fannst rétt fyrir
klukkan níu í gærkvöld inni á Eir
og hafði ekkert farið af hjúkrun-
arheimilinu. Ekkert amaði að
honum .- ghs
ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR
Þyrlan var kölluð til aðstoðar og lenti með
manninn á Landspítalanum klukkan
rúmlega þrjú.
Vinnuslys á Akranesi:
Með alvar-
lega hrygg-
áverka
SLYS Maður á fimmtugsaldri hlaut
alvarlega hryggáverka í slysi á
Akranesi í gær. Maðurinn var á
vörubíl með tengivagni við að
keyra möl í grunn að Flötum
skammt frá Akranesi þegar slysið
varð upp úr klukkan tvö.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu atvikaðist það þannig að
maðurinn hafði bakkað að grunn-
inum þannig að bíllinn og tengi-
vagninn mynduðu spíss. Þegar
hann sturtaði af vagninum fór
eitthvað úrskeiðis og vagninn
klemmdi manninn fastan inni í
bílhúsinu. Kalla þurfti á tækjabíl
til að klippa manninn út en það tók
um klukkustund.
Kallað var eftir aðstoð þyrlu
Landhelgisgæslunnar til að flytja
manninn á slysadeild. Þyrlan var
kominn á Landspítann klukkan
rúmlega þrjú.
Samkvæmt upplýsingum frá
vakthafandi lækni á gjörgæslu-
deild Landspítalans er ástand
mannsins stöðugt; hann er ekki í
lífshættu en hlaut alvarlega
áverka á hrygg.
- bs