Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 6
6 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Óvíst hvort olíufélögin séu skaðabótaskyld vegna útboðs borgarinnar árið 2001:
Bara bætur vegna útboðs árið 1996
SAMRÁÐ Líklegt er að Reykjavíkur-
borg fari aðeins fram á skaðabætur
frá olíufélögunum Olís, Essó og
Skeljungi vegna eins af þremur
útboðum sem snertu borgina og
fjallað er um í úrskurði áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála.
Borgaryfirvöld hafa falið
Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lög-
fræðingi að undirbúa skaðabóta-
kröfu á hendur félögunum. Í gögn-
um samkeppnisyfirvalda er fjallað
um þrjú útboð Reykjavíkurborgar
sem olíufélögin tóku þátt í. Útboðin
fóru fram árið 1993, 1996 og
2001 og snertu þau öll olíu- og bens-
ínkaup fyrirtækja borgarinnar.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
telur að olíufélögin hafi haft sam-
ráð í útboðunum árin 1996 og 2001
en að útboðið árið 1993 hafi ekki
falið í sér brot á samkeppnislögum.
Vilhjálmu telur, í minnisblaði
sem lagt var fyrir borgarráð á
fimmtudaginn, að borgaryfirvöld
eigi rétt til skaðabóta vegna sam-
ráðsins árið 1996. Hann treystir sér
hins vegar ekki að meta hvort olíu-
félögin séu skaðabótaskyld vegna
útboðsins árið 2001.
Útreikningar á bótakröfunni
mun liggja fyrir eftir fjórar til sex
vikur. - th
Heilbrigðisráðherra eflir geðheilbrigðisþjónustu:
Sérstök fjárveiting upp á 42 milljónir
HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega 42 millj-
óna króna aukafjárveitingu verð-
ur varið á þessu ári til að efla geð-
heilbrigðisþjónustu innan heilsu-
gæslunnar.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, hefur
skipt sérstakri fjárveitingu á
fimm verkefni í þessu skyni. Tólf
milljónir króna renna til Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík til að auka
þjónustu Geðteymis heimahjúkr-
unar og til að auka þjónustu á
Heilsugæslustöð miðbæjar. Þá
verður tólf milljónum varið til að
standa undir tilraunaverkefni um
sálfræðiþjónustu í heilsugæsl-
unni, Það er þjónustu og þjálfun
starfsmanna vegna meðferðar-
hópa á heilsugæslustöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu og landsbyggð-
inni. Níu milljónir króna verða
nýttar til að gera þjónustusamn-
inga við heilsugæslustöðvar á
landsbyggðinni um geðheilbrigð-
isþjónustu við börn og ungmenni.
5,4 milljónir króna renna til Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja til að
efla þjónustu við börn með geð-
ræn og sálfélagsleg vandamál,
og 3,7 milljónir króna renna til
Miðstöðvar heilsuverndar barna í
þeim tilgangi að efla geðheil-
brigðisþjónustu miðstöðvarinnar.
- jss
SKOÐANAKÖNNUN Einungis 16,6 pró-
sent landsmanna telja að Halldór
Ásgrímsson hafi staðið sig vel eða
mjög vel sem forsætisráðherra
samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins. Tæpur helmingur
telur að hann hafi staðið sig frekar
illa eða illa og 35,3 prósent telja að
hann hafi staðið sig sæmilega.
Ef þeir eru skoðaðir sem telja að
Halldór hafi staðið sig vel, telja
fimm prósent að hann hafi staðið
sig mjög vel en 11,6 prósent segja
að hann hafi staðið sig vel. Fólk á
landsbyggðinni virðist aðeins hrifn-
ara af störfum Halldórs, en fólk á
höfuðborgarsvæðinu. Tæplega 20
prósent manna á landsbyggðinni
telja því að Halldór hafi staðið sig
vel eða mjög vel sem forsætisráð-
herra, en einungis tæp 15 prósent
höfuðborgarbúa.
Heldur fleiri konur en karlar
telja að Halldór hafi staðið sig
sæmilega í starfi, eða 37,3 prósent á
móti 33,5 prósentum karla. Þá eru
mun fleiri á höfuðborgarsvæðinu
sem telja að Halldór hafi staðið sig
sæmilega í starfi, eða 39,3 prósent,
á móti 29,5 prósentum manna á
landsbyggðinni.
Af þeim sem ekki eru hrifnir af
frammistöðu Halldórs eru fleiri
líklegri til að segja að hann hafi
staðið sig illa, heldur en frekar illa.
Tæp 34 prósent segja hann hafi
staðið sig illa, en rúm 14 prósent
segja að hann hafi staðið sig frekar
illa. Alls telja 48 prósent að Halldór
hafi staðið sig frekar illa eða illa.
Í þjóðarpúlsi Gallup, þar sem
reglulega er spurt hvort fólk
sé ánægt eða óánægt með störf
Halldórs Ásgrímssonar sem ráð-
herra, hefur ánægja með störf
Halldórs dalað nokkuð. Í septem-
ber 2003 voru 59,3 prósent ánægð
með störf Halldórs. Í apríl á síðasta
ári var hlutfallið 44,2 prósent. Í
október 2004, tæpum mánuði eftir
að Halldór varð forsætisráðherra,
voru einungis 32,1 prósent ánægð
með störf hans og hafði hlutfall
ánægðra aldrei mælst minna.
Spurningin sem Gallup spyr er
ekki sú sama og spurning Frétta-
blaðsins, svo það þarf að fara var-
lega í það að gera samanburð á
milli kannana Fréttablaðsins og
Gallup, en þetta virðist benda til
þess að ánægja með störf Halldórs
sem ráðherra hafi snarminnkað
eftir að hann tók við sem forsætis-
ráðherra.
Hringt var 1. febrúar í 800
manns sem skiptust jafnt milli
kynja og hlutfallslega eftir kjör-
dæmum. Spurt var: Hvernig þykir
þér Halldór Ásgrímsson hafa
staðið sig sem forsætisráðherra?
Mjög vel, vel, sæmilega, frekar illa
eða illa. 87 prósent tóku afstöðu til
spurningarinnar.
svanborg@frettabladid.is
Donald Rumsfeld:
Bauð fram
afsögn sína
BANDARÍKIN, AP Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, bauðst tvisvar til að
segja af sér þegar fanga-
misþyrmingarnar í Abu Ghraib
fangelsinu í Írak voru hvað
mest áberandi í fyrra. Í bæði
skiptin hafnaði George W. Bush
Bandaríkjaforseti afsögn hans.
Rumsfeld sagði frá þessu í
viðtali á CNN. Hann sagði að
hann hefði viljað að Bush tæki
ákvörðun um framtíð sína og
því hefði hann ákveðið að
gegna embætti áfram þegar
Bush sagðist ekki vilja að hann
færi. ■
EINUM ÞINGMANNI OFAUKIÐ Í
frétt um fylgi stjórnmálaflokk-
anna samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins í gær var einum
þingmanni sjálfstæðismanna of-
aukið. Samkvæmt könnuninni
myndu þeir þá fá 22 þingmenn en
ekki 23, einum færri en Samfylk-
ingin. Hins vegar verður að hafa
í huga að mjög lítill munur var á
fylgi sjálfstæðismanna og Sam-
fylkingarinnar.
■ LEIÐRÉTTING
Telur þú að skipt verði um for-
mann í Samfylkingunni á þessu
ári?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Viltu að líffæri þín nýtist öðr-
um að þér liðnum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
39.71%
60.29%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
Lítil ánægja með Halldór
Þjóðin virðist ekki ánægð með frammistöðu Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra.
Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins segir tæpur helmingur að hann hafi staðið sig illa.
Tæp 17 prósent telja hann hafa staðið sig vel.
GLAÐST YFIR FORSÆTISRÁÐHERRASKIPTUM
Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra 15. september á síðasta ári. Síðan þá hefur ánægja með störf hans sem ráðherra dalað.
JÓN KRISTJÁNSSON
Hefur skipt sérstakri fjárveitingu í fimm
verkefni á sviði geðheilbrigðisþjónustu.
Mjög vel Vel Sæmilega Frekar illa Illa
Hvernig hefur Halldór Ásgrímsson
staðið sig sem forsætisráðherra?
5,0% 35,3%11,6% 14,1% 33,9%
LAUGAVEGUR
Borgarfulltrúi segir nýjar byggingar standa
auðar ekki síður en þær eldri.
Ólafur F. Magnússon:
Áhyggjur
af niðurrifi
BORGARMÁL Margar nýbyggingar
við Laugaveg eru gersamlega úr
takt við eldri byggð og götumynd
þessarar helstu götu borgarinnar
að sögn Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa F-listans.
Á fundi borgarráðs í vikunni
lýsti Ólafur F. yfir áhyggjum
vegna niðurrifs gamalla húsa við
Laugaveg. Hann segir að nýju
byggingarnar standi síðan ekki
síður auðar en þær sem eldri eru.
Á fundinum lagði hann fram
fyrirspurn þar sem hann óskar
svara við því hversu mörg hús við
Laugaveg hafi verið rifin í
valdatíð R-listans. Einnig vill
hann svör við því hversu mörg
hús verði leyft að rífa samkvæmt
nýlegum uppbyggingarhugmynd-
um R-listans. - th
Árekstur við Eskifjörð:
Keyrði á
flutningabíl
LÖGREGLUMÁL Einn var fluttur á
sjúkrahús með lítils háttar
meiðsli eftir að fólksbíll ók
framan á flutningabíl með tengi-
vagn í brekku á Hólmahálsi rétt
fyrir klukkan átta í gærmorgun.
Að sögn lögreglunnar á Eskifirði
voru aðstæður slæmar og mikil
hálka. Tveir voru í fólksbílnum og
einn í flutningabílnum.
Farþegi fólksbílsins var fluttur
á sjúkrahús til skoðunar en
meiðsli hans reyndust lítils háttar.
Báðir bílarnir skemmdust hins
vegar mikið. Flutningabíllinn var
óökufær og var dreginn af slys-
stað og fólksbifreiðin var flutt á
brott með vörubíl. - bs
VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON
Borgaryfirvöld hafa falið Vilhjálmi að útbúa
kröfugerð vegna ólögmæts samráðs olíufé-
laganna.
Jón Bjarnason:
Vill efla
trúverðug-
leikann
ALÞINGI Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri grænna, er flutnings-
maður þingsályktunartillögu um
sjálfstæði og
eflingu Fjár-
málaeftirlitsins.
Hann vill að
fjármálaeftir-
litið verði fært
undir alþingi til
að efla trúverð-
ugleika þess en
nú er eftirlitið
undir viðskipta-
ráðherra.
Í tillögunni
er mælst til þess að alþingi feli
ríkisstjórninni að skipa nefnd sem
geri úttekt á starfsskilyrðum
Fjármálaeftirlitsins og stöðu þess
gagnvart ráðherra, ríkisstjórn og
fjármálamarkaðnum. Hann segir
of mikla leynd hvíla á störfum
Fjármálaeftirlitsins og þar vanti
meira gagnsæi. - hrs
JÓN BJARNASON
Segir of mikla leynd
vera á störfum Fjár-
málaeftirlitsins.