Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 16
Eftir fall Sovétríkjanna var Rúss-
land lýst lýðræðisríki. Sigurganga
lýðræðisins var hafin um allan
heim. Ofbeldisfullir einræðisherr-
ar hurfu frá villu síns vegar og létu
kjósa sig í almennum kosningum,
oft undir eftirliti vestrænna lýð-
ræðisstofnana. Sama varð upp á
teningnum eftir árásirnar á turn-
ana tvo í New York. Líbía og Súdan
snerust til dæmis gegn hryðjuverk-
um, Gaddafi iðraðist opinberlega
og borgaði bætur fyrir unnin
hryðjuverk sem hann hafði þangað
til þrætt fyrir. Með þessu fengu
einræðisherrarnir skotleyfi al-
þjóðasamfélagsins á andstæðinga
sína, sem nú fengu stimpilinn
„hryðjuverkamenn“.
Eftir að Pútín Rússlandsforseti
hafði heimsótt George W. Bush á bú-
garð hans í Texas gaf Bush út þá
frægu yfirlýsingu að hann hefði
horft djúpt í augu þessa manns og
fundið á stundinni að þar færi maður,
sem hann gæti átt góð samskipti við.
Hver var svo þessi maður sem
svo heillaði forseta Bandaríkjanna
upp úr skónum? Pútín hafði strax á
námsárum sínum við Moskvu-há-
skóla boðið KGB þjónustu sína sem
snuðrari um samstúdenta sína og
hóf störf undir Fimmtu stjórnar-
nefnd sem sá um ofsóknir á hendur
andófsmönnum. Upp á síðkastið
hefur verið reynt að varpa töfra-
ljóma á líf hans sem njósnara er-
lendis, en staðreyndin er sú að hann
var aldrei formlega fluttur til er-
lendu njósnadeildar KGB, aðeins
lánaður þangað að sögn Olegs
Kalugins fyrrverandi hershöfð-
ingja í KGB, og þá aðeins í minni
háttar starf. Að sögn Júrís Svets,
annars KGB-njósnara, töldu menn
innan stofnunarinnar að á mæli-
kvarða framabrautar væri Dresden
í Austur-Þýskalandi, en þangað var
Pútín sendur, ìalgert svarthol, ferð
án fyrirheitsî.
Þessi frami nægði þó til þess að
í umrótinu eftir fall múrsins og síð-
ar Sovétríkjanna reis Pútín ört í
tign innan KGB í Leningrad (nú aft-
ur Pétursborg) og fékk á sig orð
fyrir að hafa tekist að koma þar á
stöðugleika. Áhrifamikil öfl, með
KGB sem kjarnahóp, sameinuðust
þá um að láta hann leysa stjórnleysi
síðara kjörtímabils Jeltsíns af
hólmi. Fyrir hann
var stofnaður stjórnmálaflokkur.
Hann vann kosningar, kom á röð og
reglu; hermönnum og opin-
berum starfsmönnum voru greidd
laun nokkurn veginn reglulega,
hann hlaut gífurlegar vinsældir
heima fyrir og ávann sér traust
meðal ráðamanna á Vesturlöndum.
Eftir 11. september hafði hann
tækifæri til að verða álitinn traust-
ur bandamaður Bandaríkjanna og
hefði getað snúið Rússlandi á braut-
ir vestræns lýðræðis og menningar.
Nú, á öðru ári seinna kjörtíma-
bils hans blasa staðreyndirnar hins
vegar við. KGB-menn og herfor-
ingjar skipa nú meira en helming
allra æðstu embætta í Kreml. Með
því að kalla þjóðarmorðið í
Tsjetsjeníu „baráttu gegn hryðju-
verkamönnum múslima“ hefur
þeim tekist að fara sínu fram þar
án mótmæla vestrænna ráðamanna
og án rækilegrar umfjöllunar vest-
rænna fjölmiðla. Jafnframt hafa
þeir notað tækifærið til að þjarma
rækilega að þeim fátæklegu rétt-
indum sem borgararnir höfðu
áunnið sér eftir fall Sovétstjórnar-
innar og til að efla á ný allt eftirlits-
kerfið sem Sovétstjórnin hafði með
framferði þeirra.
Engum dettur í hug lengur að
Rússland sé á leiðinni að verða
vestrænt lýðræðisríki. Í nýlegri
bók er innantómt lýðræði Rússa
kallað „skopstæling á lýðræði“. Það
er þó sannarlega reginmunur frá
fyrri stjórnarháttum að Pútín var
kosinn til valda, ólíkt fyrirrennur-
um hans í Sovétinu. En að öðru
leyti, samkvæmt sömu bók, hafa
kosningar getið af sér „stjórnmála-
flokka án hugmynda, umræður án
þátttöku hagsmunaaðila, fjölmiðla
án gagnrýni. Ennfremur hafa allar
þær stofnanir verið geltar, sem
stuðlað gætu að pólitískri menn-
ingu og hlúð að fjölbreytni í skoð-
unum fyrir framtíðina.“
Margir Rússar vilja kalla þetta
kerfi „stýrt lýðræði“. Yegor Gaidar,
fyrsti forsætisráðherrann eftir fall
Sovétsins, hefur lagt til að þetta
kerfi verði kallað „lokað lýðræði“.
Sú lýsing, segir hann, á við „kerfi
þar sem andstaða er lögleg í
prinsippinu, engin almenn kúgun á
sér stað, kosningar fara fram, en
niðurstöður þeirra eru þó ávallt
fyrirsjáanlegar.“
Eftir fall Sovétríkjanna sáu hug-
sjónamenn fyrir sér að lýðræðið
mundi fara „eins og vorþeyr um
löndin.“ Það mundi spretta upp úr
gróðurvana fótsporum einræðis-
herranna og laga sig að hefðum
hverrar þjóðar fyrir sig. Bandarík-
in mundu veita þessum veikburða
gróðri skjól með yfirburðavaldi
sínu og nauðsynlegum „áburði, ljósi
og annarri virkt“. „Pax Americana“
var runnið upp.
Nú, eftir fyrstu kosningarnar
sem George W. Bush hefur óum-
deilanlega unnið, var það hans
fyrsta verk að lýsa því yfir að vest-
ræn gildi (að hætti repúblikana),
lýðræði og frelsi, yrðu breidd út
um allan heiminn, með hervaldi ef
ekki vildi betur. Það ætti að vera
fremur létt verk.
Allir einræðisherrar heimsins
standa nú með honum – nema tveir.
Þar er verk að vinna fyrir vígfúsar
og staðfastar þjóðir. ■
A lmennt samkomulag er um það í þjóðfélaginu að gjaldakeisaranum það sem keisarans sé, enda þótt menn reiðifram tíundina sína misglaðir.
Í kjölfar skattsvikaskýrslu sem birtist á dögunum varð töluverð
umræða um að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki nýttu sér
glufur í skattalögum til þess að flytja fé úr landi og komast með því
undan skattgreiðslum.
Í svari sínu á Alþingi benti Geir Haarde fjármálaráðherra á þá
staðreynd að þrátt fyrir að athyglin hafi fyrst og fremst beinst að
þessum þáttum skýrslunnar sé það svo að meginhluti skattsvika sé
vegna svartrar atvinnustarfsemi og fullmiklu púðri hafi verið eytt
í þann þátt sem lítur að fyrirtækjum.
Þessi ábending ráðherrans er réttmæt. Góðu fréttirnar eru þær
að dregið hefur úr svartri atvinnustarfsemi. Ein helsta ástæða þess
er líklega sú að ákveðið var að húseigendur fengju endurgreiddan
hluta virðisaukaskatts vegna viðhalds húsnæðis. Hvatinn til að
svindla var minnkaður.
Fyrirtæki og eignarhaldsfélög hafa það að markmiði að há-
marka arðsemi sína. Það er því ekkert óeðlilegt við það að þau leiti
þeirra leiða sem í boði eru til þess að lágmarka útgjöld sín, þar með
talið skatta. Ef fyrirtæki leita út fyrir landsteinana í stórum stíl til
að lækka skattkostnað sinn er það til marks um það að samkeppn-
isstaða okkar í skattamálum sé ekki sem skyldi.
Í skýrslu sem Verslunarráð Íslands birti í vikunni er bent á það
að skráning félaga til þess að lækka skattgreiðslur sé ekki einung-
is í skattaparadísum, heldur einnig í löndum eins og Danmörku.
Það kemur á óvart þar sem fyrirtækjaskattar eru hærri í Dan-
mörku en á Íslandi. Á móti kemur hins vegar skattlagning sölu-
hagnaðar hér á landi sem skerðir samkeppnisstöðu okkar gagnvart
fjárfestingarfélögum og eignarhaldsfélögum.
Verslunarráði er umhugað um að breyta umræðu um skattamál.
Þar á bæ er lögð áhersla á að skattsvik séu ólíðanleg, en hvatt til
þess að atvinnulífið og skattayfirvöld vinni saman að því að skýra
reglur og leita lausna á vandamálum. Skattlagningu má líkja
við beit og beitarþol. Tekjur ríkisins geta orðið miklar tímabundið
vegna mikillar skattheimtu, en til lengri tíma raska þær jafnvægi
og draga úr verðmætasköpun. Lægri skattprósenta og einfaldari
reglur geta þegar upp er staðið skilað ríkinu meiri tekjum til lengd-
ar, vegna þess að þær laða að fjárfestingu og efla verðmætasköpun
í landinu.
Tekjuöflun til að tryggja grunnþarfir og réttindi í samfélagi er
megintilgangur skattkerfis og sá sem allir eru sammála um. Vissu-
lega má færa rök fyrir því að tekjujöfnun og jafnvel hagstjórn sé
einnig hlutverk skatta. Þegar leitað er jöfnunar og réttlætis mega
menn hins vegar ekki missa sjónar á þeim tækifærum sem liggja í
hóflegri og skilmerkilegri skattastefnu. Markmiðin um velsæld
fyrir alla eru líklegri til að nást ef kreddur öfundarinnar stjórna
ekki umræðunni. ■
5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Fjáröflun ríkisins er betur borgið í hóflegum og skýr-
um sköttum:
Hagkvæmni
í sköttum
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ef fyrirtæki leita út fyrir landsteinana í stórum stíl
til að lækka skattakostnað sinn er það til marks um það
að samkeppnisstaða okkar í skattamálum sé ekki sem
skyldi.
,,
Sendu SMS skeytið BTL DAF
á númerið 1900 og þú gætir unnið.
Vinningar eru miðar á Sailesh • ADSL tengingar
hjá BTnet • DVD myndir og margt fleira.
VARÚÐ
• ÓRIT
SKOÐA
ÐUR •
• BAN
NAÐ IN
NAN 1
8 ÁRA
•
Viltu vinna miða á 199 kr!
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið.
Fólk undir 18 ára aldri verður ekki afhentur miði þar sem aldurstakamark er 18 ára.
„Langfyndnasti
gríndávaldur á jörðinni!
-MTV
Þú færð miða á dávaldinn
Sailesh í öllum verslunum
Skífunnar og á skifan.is.
Miðaverð 3.500 kr.
!
Skopstæling á lýðræði
Spunakerlingarnar
Smekkfullt var í einu hliðarherbergjanna
á Thorvaldsensbar í fyrrakvöld þar sem
stétt íslenskra blaðamanna fór yfir
dramatíska atburði síðustu daga en þar
ber vitaskuld hæst afsögn Róberts Mars-
hall, fréttamanns á Stöð 2, eftir mistök
hans í starfi. Róbert er sem kunnugt er
formaður Blaðamannafélagsins sem stóð
fyrir umræðunum sem
voru fjörlegar og op-
inskáar á köflum en
áberandi var hvað
hart var gengið að
einum frummæland-
anna, Pétri Gunnars-
syni, skrifstofustjóra
Framsóknarflokksins,
sem var fulltrúi minni-
hlutaskoðana á fundinum. Eða eins og
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður á
Stöð 2, orðaði það svo eftirminnilega:
„Þið spunakerlingarnar í kringum forsæt-
isráðherra teljið ykkur vera búnar að vefa
klæði úr glitrandi þræði en sjáið ekki að
maðurinn er allsber. Hér átti Þóra við
þremenningana sem einkum eru sagðir
pólitískir klæðskerar Halldórs Ásgríms-
sonar; þeir Pétur, Björn Ingi Hrafns-
son aðstoðarmaður Halldórs og
Steingrímur Ólafsson upplýsingafull-
trúi hans...
Taugatitringur
Björg Eva Erlendsdóttir, frétta-
maður á RÚV, var einn frum-
mælenda á fundinum og fór
mikinn. Hún veifaði meðal annars
klögubréfi forsætisráðherra sem hann
sendi yfirstjórn fréttastofu RÚV á dögun-
um en þar kvartaði ráðherra sáran undan
einelti og önugum fréttaflutningi. Athygli
vekur að í bréfinu til ráðamanna á Ríkis-
útvarpinu nafngreinir forsætisráðherra
fréttamenn á öðrum miðlum, svo sem
Sigríði Dögg Auðunsdóttur á Fréttablað-
inu sem ráðherra segir efnislega að hafi
fengið að leika lausum hala í veikindafor-
föllum ritstjóra blaðsins! Þetta bréf – eða
öllu heldur innihald þess – er nátt-
úrlega með hreinum ólíkindum
og er auðvitað fyrst og fremst til
vitnis um það að sjálfar spuna-
kerlingarnar hafa enga stjórn á
forsætisráðherra – sem leikur
lausum hala fyrir vikið.
ser@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Kerfi þar sem
andstaða er lög-
leg í prinsippinu, engin al-
menn kúgun á sér stað,
kosningar fara fram, en nið-
urstöður þeirra eru þó ávallt
fyrirsjáanlegar...
,,
Í DAG
RÚSSNESKA RÚLLETTAN
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS