Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 18
5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Flugstöðvarfarsi Samgönguráðherrann er mikill áhugamaður um flugstöðvar. Nú lætur hann það boð út ganga að hann vilji sem fyrst reisa mynd- arlega flugstöð við Reykjavíkur- flugvöll. Því miður er ekki hægt að láta þetta eftir ráðherranum því meirihluti Reykvíkinga hefur ákveðið að taka svæðið til annarra nota innan skamms. Nú verða menn að hafa hraðann á og gera ráðherranum þetta ljóst áður en hann nær að skella milljarði eða meiru í gagnslausa flugstöð í Reykjavík. Auðvitað er hætt við að hann geti orðið fyrir nokkrum vonbrigðum útaf þessu en sem betur fer má finna honum huggun og það í hans heimabyggð Stykk- ishólmi. Þar er nefnilega ágætur flugvöllur, brautin vel á annan km á lengd, og það sem meira er: myndarleg flugstöð. Þessi mann- virki kríuðu ráðamenn kjördæm- isins út úr kerfinu um það leyti sem fór að sjást fyrir endann á flugi til minni staða á landinu og innanlandsflugið að takmarkast við örfáar leiðir milli stærstu staðanna. En þetta er snotur flugstöð með ágætum turni upp úr þakinu. Þaðan má alltaf gá til veðurs þótt ekki sjáist flugvélar á lofti. Það er auðvitað upplagt að þessi mikli áhugamaður um flug- stöð verði fljótlega gerður að yfirmanni á staðnum. Þarna kemur helst aldrei flugvél svo þetta verður rólegheita starf til- valið fyrir ráðherra á eftirlaunum og flugstöðina getur hann haft alveg útaf fyrir sig. ■ HAUKUR BRYNJÓLFSSON RAFVIRKI SKRIFAR: Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar með frammistöðu sinni með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um var gengi íslenska liðsins á mótinu ekki sem skyldi en flestir handbolta- spekingar voru sammála um að frammistaða Petersson væri ljósið í myrkrinu. Innkoma hans í landsliðið var sem ferskur vindur og menn eru einnig sammála um að við höfum ekki átt eins öflugan hægri hornamann síðan Valdimar Grímsson og Bjarki Sig- urðsson voru upp á sitt besta. Leikirnir í Túnis voru fyrstu landsleikir Petersson fyrir Ís- lands hönd en það var ekki hægt að sjá á spilamennsku stráksins að hann væri reynslulaus því hann lék við hvurn sinn fing- ur á mótinu. Skoraði mörg frábær mörk og reyndist ís- lenska liðinu ákaflega drjúg- ur og steig upp á mikilvægum augnabl ikum. Hefðu aðrir leik- menn leikið jafn vel og hann í Tún- is hefði íslenska liðið ekki farið eins snemma heim og raun bar vitni. Petersson er fæddur sumarið 1980 og því 24 ára gamall. Hann fæddist í Lettlandi og bjó þar til 18 ára aldurs er hann flutti til Íslands. Það æxlaðist þannig að Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, og Björgvin Barðdal, stjórnarmaður félagsins, fóru utan til þess að skoða unga og efnilega leik- menn. Þeir fylgdust með unglingalandsleikj- um hjá Lettum og úr varð að þeir sömdu við þrjá leikmenn og einn þeirra var Petersson. Hann lék fyrst um sinn með 2. flokki Gróttu/KR en ekki var langt um liðið þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Skottækni og sprengikraftur Lettans unga vakti fljótt áhuga og aðdáun íslenskra handknattleiksunnenda. Petersson gekk einnig vel að aðlagast lífinu á Ís- landi og það hversu vel honum gekk að aðlagast hjálpaði honum að bæta sig sem handboltamann. Hann iðkaði íþrótt sína af mikilli eljusemi ásamt því sem hann vann hjá Seglagerðinni Ægi við góðan orðstír. Metnaður Petersson var mikill og hann æfði ávallt meira en félagar sínir því hugur hans stefndi alla tíð í atvinnumennsku. Hann tók leið- sögn einnig ákaflega vel og þjálfarinn hans á þeim tíma sagði að hann hefði hæglega hlaupið 10 kíló- metra nakinn væri hann beðinn um það. Forkólfar Gróttu/KR sáu snemma að Petersson yrði ekki lengi í herbúðum félagsins – til þess var hann ein- faldlega of góður. Úr varð að þýska félagið Dusseldorf samdi við Petersson og þangað fór hann árið 2003. Þar hefur þessi efnilegi leikmaður haldið áfram að blómstra og sífellt aukið styrk sinn. Í Þýskalandi býr Petersson ásamt unnustu sinni, Eivoru Pálu Blöndal, fyrrum handknatt- leikskonu úr Val, og syni þeirra, Lúkasi Jóhannesi. Petersson varð íslenskur ríkis- borgari fyrir þrem árum síð- an en hann gat ekki byrjað að leika með ís- lenska landslið- inu fyrr en í jan- úar þar sem hann hafði leik- ið landsleiki fyrir hönd Letta. Reglur al- þjóða hand- boltasambands- ins kveða á um að ef leikmaður hefur leikið fyrir aðra þjóð verði að líða þrjú ár frá því hann fær ríkisborg- ararétt í öðru landi þar til hann getur byrjað að spila fyrir viðkomandi þjóð á al- þjóðavettvangi. Þeir sem um- gengust Peters- son á Íslands- árum hans lýsa hon- um sem m j ö g j a r ð - b u n d n u m pilti og nokkuð hlé- d r æ g u m . Jafnvel feimn- um á stundum. Hann er ekki sá sem öskrar félaga sína áfram en leiðir þess í stað með góðu for- dæmi. Petersson er einnig fyrirmyndardrengur á öðrum sviðum. Er reglumaður á vín og tóbak, er hógvær og laus við alla stjörnustæla. Frami Petersson kemur hans gömlu félögum á Íslandi ekki á óvart því fyrir utan þá hæfileika sem hann hlaut í vöggugjöf þá sé hann atvinnu- maður fram í fingurgóma sem viti upp á hár hvað til þurfi til að ná langt í heimi handboltans. Þeir segja að hann geti enn bætt leik sinn mikið, spá honum miklum frama í handboltaheiminum og efast ekki um að hann eigi eftir að spila með einhverju af bestu handboltaliðum heims áður en langt um líður. ■ MAÐUR VIKUNNAR Jarðbundinn og metn- aðarfullur drengur ALEXANDER PETERSSON HANDKNATTLEIKSMAÐUR TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE R K A. IS DAGBLAÐIÐ VÍSIR 30. TBL. – 95. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 ] VERÐ KR. 295 Eurovision-stríð DagskrárstjórarRÚV hnakkrifust Bls. 61 Júlíus Hurfusporlaust Óskar & HEFÐI ORÐIÐ 25 ÁRA Í DAG Taldi dómsdag í nánd Svipti dóttur sína lífi ÚTSÖLULOK 25% afsláttur NUDDSTÓLLRAFMAGNSNUDDÍTALSKT LEÐUR VERÐ 46.900,-VERÐ ÁÐUR 62.500,- MICROFIBER ÁKLÆÐI VERÐ 33.900,-VERÐ ÁÐUR 45.200,- 25% afsláttur HÆGINDASTÓLL ÍTALSKT LEÐUR VERÐ 29.800,-VERÐ ÁÐUR 38.900,- HÆGINDASTÓLL MÁN - FÖS....... LAUGARD........ SUNNUD.......... 14 - 18 11 - 16 13 - 16 OPNUNARTÍMI SETT EHF HLÍ‹ASMÁRA 14 201 KÓPAVOGUR SÍMI 534 1400 SETT@SETT.IS 25% afsláttur Óskar Halldórsson, 13 ára, og Júlíus Karlsson, 14 ára, hurfu sporlaust í Keflavík fyrir ellefu árum. Ólöf Jóna Fjeldsted, móðir Óskars, var 36 ára þriggja barna einstæð móðir þegar sonur hennarhvarf. Enginn veit hvað varð um drengina. Ólöf heldur upp á aðÓskar hefði orðið 25 ára í dag með því að kveikja á kerti við minningarstein horfinna í kirkjugarðinum í Keflavík. Blóðbaðið á Hagamel Bls. 10-11 Sjónvarps-stjörnukortHvar og hvernig býr fólkið á skjánum Bls. 28-29 Fréttakonan Brynja Þor-geirs er einstæð móðirVæri til í að ná mér í góðan bóndason Allt um hættuför Jóns Ársæls til Íraks Kraftaverka-drengur Drakk baneitraðan hreinsilög og lifir þrátt fyrirdauðadóm lækna Bls. 32-34 Bls. 25 Bls. 12 Bls. 22-23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.