Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 23
11LAUGARDAGUR 5. febrúar 2005
Yfirmaður í samkeppn-
isstofnun Írlands var
aðalræðumaður á aðal-
fundi stórkaupmanna í
gær.
Edward Henneberry, sérfræðing-
ur í samkeppnismálum á Írlandi,
flutti í gær ræðu á aðalfundi
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Henneberry fór yfir þróunina í
starfsemi samkeppnisyfirvalda á
Írlandi á síðustu árum.
Henneberry sagði margt
áþekkt með aðstæðum á Íslandi
og Írlandi. Í báðum ríkjum hefði
samkeppnisvæðing í atvinnulífinu
átt sér stað tiltölulega hratt á síð-
ustu árum með miklum hagsbót-
um bæði fyrir neytendur og þjóð-
arhag. Hann sagði að samkeppnis-
væðingin hefði einnig gert fyrir-
tækjunum gott því í samkeppn-
isumhverfi hefðu þau hvatningu
til að gera úrbætur í rekstri og ná
þannig betri árangri.
Að mati Henneberry eru skil-
virk samkeppnisyfirvöld einkar
nauðsynleg í eyríkjum eins og
Íslandi og Írlandi.
Í ræðu sinni sagði Henneberry
meðal annars að á Írlandi hefðu
efasemdir um kosti samkeppninn-
ar meðal annars heyrst frá fyrir-
tækjum sem höfðu vanist því að
starfa óáreitt og án þess að stöðu
þeirra væri ógnað í samkeppni.
Sagan sýndi hins vegar að írsk
fyrirtæki sem náð hafi fótfestu í
harðri samkeppni á heimamark-
aði ættu auðveldara með að fóta
sig í alþjóðlegri samkeppni.
Henneberry lagði áherslu á
mikilvægi öflugra samkeppnis-
yfirvalda og að spornað væri við
óeðlilegum yfirburðum á mark-
aði. Hann lagði hins vegar einnig
áherslu á að markaðsyfirburðir
sem hefðu áunnist vegna vel-
gengni í frjálsri samkeppni væru
ekki í eðli sínu hættulegir. Það
væri einungis hættulegt þegar
fyrirtæki misnotuðu slíka mark-
aðsyfirburði. - þk
Samkeppni er öllum í hag
Dregur úr
hallanum
Alan Greenspan, yfirmaður banda-
ríska Seðlabankans, spáir því að
viðskiptahalli Bandaríkjanna fari
minnkandi meðal annars vegna
veikrar stöðu Bandaríkjadals.
Í ræðu sinni á fundi helstu iðn-
ríkja heims í Lundúnum. Hann
sagði að auk veikingar Bandaríkja-
dals hefði meiri agi í ríkisfjármál-
um þau áhrif að draga myndi úr
viðskiptahallanum.
Greenspan var þó varkár í spá-
dómum og sagði að vegna þess hve
umfangsmikið og flókið fjármála-
kerfi heimsins væri orðið væri
ekki lengur hægt að spá nokkru um
þróunina. Hann taldi þó að mikill
samdráttur í viðskiptahalla Banda-
ríkjanna kæmi ekki til með að hafa
veruleg áhrif á markaði. Þetta telja
margir hagfræðingar vera bjart-
sýni þar sem mörg stór hagkerfi
treysti á jákvæðan vöruskipajöfn-
uð við Bandaríkin. ■
ALAN GREENSPAN Yfirmaður Seðla-
banka Bandaríkjanna telur að draga muni
úr viðskipthallanum í Bandaríkjunum, en
hann hefur aldrei verið meiri en um þessar
mundir.
M
YN
D
A
P
HLUTI SKÝRINGARINNAR
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar
Íslandsbanka, spáir lækkun gengis krón-
unnar. Viðbrögð á markaði benda til að
fleiri séu sömu skoðunar.
Gengi krónu
fer lækkandi
Gengi krónunnar lækkaði í gær
um 0,81prósent. Síðustu tvo daga
hefur gengi krónunnar lækkað
um 1,77 prósent í líflegum við-
skiptum. Gjaldeyrissérfræðingar
Íslandsbanka segja að lækkunina
megi meðal annars rekja til um-
ræðu um hátt gengi krónunnar.
Greiningardeild bankans lýsti
krónuna ofmetna í fyrradag og
má leiða líkur að því að hluta
skýringarinnar megi rekja til
þeirra vangaveltna. Einnig er
bent á að hækkun hafi verið á
genginu frá í desember og spá-
kaupmenn því verið að innleysa
hagnað af stöðutöku með krón-
unni. - hh
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SAMKEPPNIN ÖLLUM TIL GÓÐS Í ræðu Edward Hennberry í gær sagði hann meðal
annars að hann teldi aðstæður á Íslandi og Írlandi svipaðar.