Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 47
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands sl. fimmtudagskvöld voru flutt
verk eftir íslensk tónskáld. Una Svein-
bjarnardóttir lék einleik á fiðlu og
Skólakór Kársness undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur söng. Stjórn-
andi var Esa Heikkila frá Finnlandi.
Venite ad me eftir Jón Nordal er
samið í minningu Halldórs Hansens
barnalæknis. Verkið er fyrir kór og
hljómsveit, sungið á latínu og byggist
á texta Nýja testamentisins „Leyfið
börnunum að koma til mín...“ Það er
mjög skýrt að byggingu og höfuð-
litum verksins, málmblæstri, strengj-
um og kór er mjög haldið aðskildum,
eins og hóparnir talist á. Þetta er
fallegt, dramatískt verk sem lýsir ein-
lægum söknuði. Skólakór Kársness,
sem tók þátt í frumflutningi verksins
á sínum tíma, skilaði sínu hlutverki
mjög vel. Það er gaman að heyra hve
hið unga söngfólk á auðvelt með að
syngja óhefðbundið tónmál. Ný kyn-
slóð virðist ekki bundin dúr og moll
einum saman.
Annað verk á þessum tónleikum
var Draumnökkvi eftir Atla Heimi
Sveinsson frá árinu 1987. Að sögn
tónskáldsins er það hugleiðing um
Sólfarið, mynd Jóns Gunnars Árna-
sonar, og texti þar um er ritaður í
raddskrána. Þetta er raunverulega
konsert í einum þætti fyrir fiðlu og
kammersveit. Dreginn er upp fallegur
hljóðheimur strengjahljóðfæranna
með glissando, tremolando, pizzi-
cato, col legno og fleira tilheyrandi.
Þar er gott að dvelja um hríð. Á
sínum tíma var það nánast krafa tíð-
arandans að semja svona tónlist. Ekki
spillti fyrir að Una Sveinbjarnardóttir
lék einleikshlutverkið með miklum
glæsibrag og sýndi að ekki verður
skortur á góðum fiðluleikurum hér á
landi í bráð.
Tvö verk voru flutt eftir Hauk Tóm-
asson. Gildran – brot úr Fjórða söng
Guðrúnar, óperu Hauks frá árinu
1996 og Ardente, sem frumflutt var
í Kaupmannahöfn á síðasta ári.
Gildran er stuttur kafli, ógnvekjandi
og tættur, sem lýsir voveiflegum at-
burðum í óperunni. Hann fór í raun-
inni vel sem eins konar andstæða við
verkið sem á eftir kom og hefði ef til
vill mátt leika án hlés á milli. Ardente
er í þremur samtengdum hlutum,
sem hver hefur sinn skýra lit hljóm-
fræðilega og í útsetningunni fyrir
hljóðfærin. Stefrænar línur halda öllu
saman og gefa svigrúm til andstæðna
í vef og lit. Þetta er vel samið verk
sem sýnir góð tök höfundarins á
hljómsveitinni.
Síðasta verkið á tónleikunum var
Sólófónía eftir Kjartan Ólafsson, sem
stjórnað hefur Tónskáldafélagi Ís-
lands af miklum dugnaði um árabil.
Þetta verk er samið með tölvuforrit-
inu Calmus, sem Kjartan hefur hann-
að og þróað. Að sögn tónskáldsins er
notast við efni úr íslenskum þjóðlög-
um auk heimasmíðaðs efniviðar í
verkinu. Það er í einum kafla en
heyra mátti greinileg hlutaskil þar
sem skiptist á þéttskipaður vefur og
vefur skýrra þríhljóma. Ekki er unnt
að gera sér grein fyrir hlutdeild
Calmusar í verkinu, sem skiptir senni-
lega ekki máli því að hann er einnig
höfundarverk tónskáldsins. Ef til
vill mátti heyra þarna eins konar
tvíhyggju og átök manns og vélar,
hugsunar og sjálfvirkni.
Hlutur hljómsveitarinnar var yfir-
leitt með miklum ágætum á þessum
tónleikum og hinn finnski hljómsveit-
arstjóri sýndi að hann kann sitt fag til
hlítar.
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2005
TÓNLIST
FINNUR TORFI STEFÁNSSON
Háskólabíó
Verk eftir íslensk tónskáld
Sinfóníuhljómsveit Íslands
/Skólakór Kársness
Einleikari: Una Sveinbjarnardóttir
Kórstjóri: Þórunn Björnsdóttir
Stjórnandi: Esa Heikkila
Smáralind
Barnabuxur/pils 1000
Barnapeysur 1000/1500
Barnabolir 500
Kvenbuxur/pils 1500
Peysur 1000/2000
Jakkar 3000/5000
Kápur 5000
Vorvörurnar komnar - frábærir litir.
Útsölulok!
Hljómsveit TR
í Neskirkju
Hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík heldur tónleika í
Neskirkju í dag klukkan 17.00. Á
efnisskrá eru Marosszeki Tan-
cok eftir Zoltan Kodály, Zig-
eunerweisen op. 20 fyrir fiðlu og
hljómsveit eftir Pablo de Sarasa-
te, Meditation úr Thais fyrir fiðlu
og hljómsveit eftir Jules Masse-
net og Sinfónía nr. 3 Eroica eftir
Beethoven. Einleikari á fiðlu er
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir,
konsertmeistari er Sólrún Gunn-
arsdóttir og stjórnandi er
Gunnsteinn Ólafsson.
Gamalt og nýtt
UNA SVEINBJARNARDÓTTIR Ekki spillti
fyrir að Una lék einleikshlutverkið með
miklum glæsibrag.
Hlutur hljómsveitar-
innar var yfirleitt
með miklum ágætum á
þessum tónleikum og hinn
finnski hljómsveitarstjóri
sýndi að hann kann sitt fag
til hlítar.
,,