Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 42
30 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
Fyrir síðustu áramót bað Frétta-
blaðið mig að skrifa uppgjör árs-
ins 2004 sem verður að telja eitt
mesta átakaár í íslenskri sam-
tímasögu. Greinin birtist á gaml-
ársdag. Viðbrögðin voru í sam-
ræmi við árið og efnið og vil ég
byrja á því að þakka þann hlýja
stuðning sem ég hef á undanförn-
um vikum fundið í biðröðum og
bönkum sem og þann ískalda yfir-
helling sem fylgt hefur í bland.
Öll viðbrögð eru rithöfundi dýr-
mæt. Fáir hafa hins vegar stungið
niður penna en þó mun Jónína
Benediktsdóttir hafa skrifað í
Morgunblaðið um miðjan mánuð-
inn og um síðustu helgi birtist síð-
búin en föðurleg ádrepa frá Kára
Stefánssyni hér í Fréttablaðinu.
Þetta er ekki dónalegur félags-
skapur og vil ég þakka þeim Jón-
ínu og Kára fyrir þeirra framlag.
Raunasjóður rithöfunda
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, hefur um nokkurt
skeið verið einn svipmesti karakter
landsins og er nánast orðinn þjóða-
sagnapersóna. Allir kunna nokkrar
sögur af Kára. Hann er þekktur
fyrir sín þrumuskot og sinn sér-
stæða framburð á íslensku máli sem
hefur getið af sér mörg nýyrðin. Það
skemmtilegasta sem ég man eftir er
líklega orðið „hugmynt“ sem
Káramunnur framkallaði úr orðinu
„hugmynd“. Þessi framburðarafleið-
ing er auðvitað ákveðin snilld. Hún
er bæði táknræn fyrir lífvísinda-
mann sem að auki er snjall í við-
skiptum en fangar einnig vel það
andrúmsloft sem ríkti á verðbréfa-
mörkuðum laust fyrir síðustu alda-
mót. Ég man hins vegar ekki eftir
því að hafa lesið neitt eftir Kára
áður. Við hljótum þó að fagna því að
svo merkur maður tjái sig um þjóð-
mál. Alltof margir Íslendingar kjósa
öryggi þagnarinnar.
Grein Kára er hófstillt og mál-
efnaleg.
Reyndar hefur hann skrif sín á vin-
samlegum ráðleggingum til höf-
undarins um að halda sig fremur
við skáldskap en tjá sig of mikið
um þjóðmál. Þetta er gömul plata
og slitin sem Kári sækir í hinn
ævaforna raunasjóð rithöfunda. En
því miður dansa nú nánast allir
meðlimir Rithöfundasambandsins
eftir þeim nótum. Sá félagsskapur
virðist að auki orðinn það stór að
höfundarnir þurfa nú ekki lengur
að leita út fyrir hann um söguefni.
Á meðan samtíminn gerist æ póli-
tískari snúa íslenskir rithöfundar
nöflum saman og eru nú ekki
lengur á móti neinu nema Bók-
menntaverðlaunum Forseta Ís-
lands. Að minnsta kosti á meðan
þeir fá þau ekki sjálfir.
Það er samt dapurlegt að sjá svo
greindan mann sem Kára Stefáns-
son hampa þeirri klisju að rithöf-
undar geti ekki greint á milli
ímyndunar og raunveruleika og því
sé ekki hlustandi á þá í þjóðfélags-
umræðu. Sjálfum dettur mér ekki í
hug að saka Kára um að hafa meira
vit á genum og peningum en plott-
um og pólitík. Ég held því fram að
hann hafi mikið vit á þessu öllu
saman, eins og vel kemur fram í
grein hans.
Kári í jötumóð
Það óvæntasta við grein Kára er þó
hversu ljúf hún er og laus við læti.
Og má minn þar margt af læra.
Hér situr allt annar Kári við skrift-
ir en sá sem við þekkjum úr þjóð-
sögunum. Hér er enginn Kári í jöt-
unmóð. Hann er fremur í jötumóð.
En auðvitað er minna mál að
breyta vöðvafjalli en öðrum fjöll-
um og sannast hér hið fornkveðna
að þeir sem lóðunum lyfta eru ljúf-
astir penna.
Sem áður segir er grein Kára
afar hófstillt. Það er í henni fallegur
og föðurlegur tónn sem ber að
þakka. Það sama verður hins vegar
ekki sagt um áramótagrein mína.
Stórar misgjörðir kalla á stór orð.
Mig dreymir þó um að geta ein-
hvern tíma orðið eins og Kári: Vitr-
ingurinn sem heilastur mælir og
engan spælir, ber klæði á vopn og
beitir sínu vöfðu í silki. Kannski ein-
hvern tíma – þegar ég á orðið hund-
rað milljónir á banka og vakna á
hverjum morgni í 500 fermetrum,
með heitan bíl í stæðinu fyrir utan
og einkaritara og kaffiþjóna á hverj-
um fingri – mun ég loks öðlast þá
hugarins ró sem ekkert raskar,
hvorki lögfræðingar sem afhjúpa
hórueðli sitt á torgum, né forsætis-
ráðherrar sem orðnir eru offorsæt-
isráðherrar. Það er eðli eignamanna
að vilja engan æsing. Þeir rugga
ekki bátum. Hluturinn er öruggast-
ur í logni. Kári er því hættur að
blása. Sem bendir til þess að inni-
stæður hans séu ekki
allar í hugmynt.
Átta lífsýni
Vísindamaðurinn tekur átta lífsýni
úr tólf mánaða langri grein minni,
bregður þeim undir smásjá og
greinir af þeirri skarpskyggni sem
hann er þekktur fyrir. En til að
hjálpa fólki að þreyja þorrann
kemur þetta:
1. Ég held því fram að ég hafi
aldrei haldið því fram að utanríkis-
ráðherra væri geðveikur. Ef til vill
hefur Kári, sökum áralangrar bú-
setu sinnar erlendis, misst úr
nokkra kafla í þróun íslenskunnar.
Vonandi geta krakkarnir hans þó
skýrt fyrir honum hvað orðalagið
ìgeðveikur leiðtogiî í raun þýðir. Í
grein minni sagði að um vorið hefði
það HVARFLAÐ AÐ OKKUR að
skilja þau orð Káraskilningi, upp á
gamla mátann, en síðsumars hefði
komið í ljós að sjúkleikinn var ann-
ars eðlis.
2. Ég held því fram að sá ágæti
maður sem nú gegnir embætti ut-
anríkisráðherra hafi vorið 2004
gert sig að minni manni með því að
draga dóttur forsetans inn í póli-
tískar deilur. Þó svo að tjónelskar
títiprjónssálir hafi unun af því að
steikja menn upp úr því smjöri
sem af þeim sjálfum drýpur, í
skjóli þess móralska múrs sem
stendur vestanhafs og þess ógnar-
mikla smáborgaraveldis sem Bret-
land heitir, hafa það hingað til ver-
ið óskráð lög á Íslandi að blanda op-
inberu lífi manna ekki saman við
kynlíf þeirra og afleiðingar þess.
Og þó annað gildi um fjármál
manna ætla ég ekki að gerast sú
drusla að saka jötumóðan um að
beita sínu dúðaða stílvopni til varn-
ar þeim sem fyrstur á garðann gaf.
3. Ég held því fram að allir menn
geti haft allar (eða engar, eins og
Kári segist hafa) skoðanir á stjórn-
arskrá sinni en verði þó að fylgja
henni hverju sinni eins og hún er
prentuð á pappírinn. Leiðin fram
hjá bókstafnum er breytingu háð.
4. Ég held því fram að Kári hafi
rétt fyrir sér þegar hann segir ut-
anríkisráðherra hafa verið óbil-
gjarnan og smekklausan í mál-
flutningi sínum á liðnu ári. Ég held
því líka fram að það orðalag hans
sé hófstilltara og öllu boðlegra en
að kalla þann hinn sama druslu,
sem reyndar er tilvitnun í annan
mann. (Ég get þó ekki neitað því
að ég er örlítið hissa á því að
sannur Eminem-aðdáandi eins og
Kári láti slíkt orðalag fara fyrir
brjóstið á sér.)
5. Ég held því fram að Kári sé að
grínast þegar hann segir forsætis-
ráðherra hafa staðið með utanríkis-
ráðherra af heilindum liðið sumar,
nema þá að heilasérfræðingurinn
eigi við að menn geti verið haldnir
stólaþrá af heilum hug. Það getur
þó sjálfsagt verið mögulegt. Allt er
hægt í heilindum af slíku tagi. En
ég er auðvitað ekki jafn sjúkdóms-
greindur og doktorinn.
6. Ég held því fram að sonur roðans
sé ekki svo grænn að hann skilji
ekki hvernig bláminn virkar. Ég
held því fram að Kári hafi einfald-
lega dvalið of lengi vestur í Bás-
túni til að vita það sem
allir vita að stjórnar-
flokkarnir hafa í
hálfa öld
s k i p t
í s -
lensku
þjóðfé-
lagi á
milli sín.
S j a l l a r n i r
áttu Shell og
Shell átti
S j a l l a n a .
F r a m m a r a r
áttu Essó og
Essó átti Frammara. Þetta eru jafn
alkunnar staðreyndir og þær að
Sjálfstæðisflokkurinn á enn þá
Moggann og Framsókn Tímann
punktur is. (Þetta var til dæmis
ástæðan fyrir því að er-lendir olíu-
menn sem leituðu fótfestu hér
hrökkluðust jafnan úr landi. Spillt
viðskiptaumhverfi kölluðu þeir
það.) Menn geta svo látið sig
dreyma um að olíufélögin hafi
aldrei deilt samráðsgróðanum með
flokkunum sínum, en ég trúi því
ekki að maður sem eyðir
dögum sínum í leit að alkageninu
sé svo trúaður á viljastyrk mann-
skepnunnar.
7. Ég held því fram að auglýsingin
góða í New York Times hafi gert
okkur öllum gott. Hún varð til þess
að efla umræðu og undirstrika þá
staðreynd að Ísland er fremur van-
þróað ríki hvað lýðræði varðar.
Forsætisráðherra er til dæmis enn
ekki laus úr því sjálfskaparvíti
sínu sem Íraksmálið er. Ég held því
ekki fram að Kári hafi einhverju
sinni sjálfur auglýst í NYT en ég
held að hann og allir þeir sem létu
þetta grasrótarframtak fara í sínar
þöndustu taugar ættu að hugleiða
orð utanríkisráðherra sem sagði í
áramótagrein að óþarft væri að
agnúast út í það þó menn auglýstu
skoðanir sínar í erlendum blöðum.
Og mælti þar manna heilastur. Það
er alltaf jafn undarlegt þegar menn
leggjast gegn því að fólk komi
skoðunum sínum á framfæri.
8. Ég held því fram að ég hafi farið
yfir strikið í ummælum varðandi
veikindi fyrrum forsætisráðherra.
Það var ósmekklegt af mér að líkja
þeim við sumarfrí fyrir okkur sem
heima sátum. Ég bið forláts á því
að hafa vegið svo ósmekklega að
jafn háttvísum einstaklingi. Ég
held því hins vegar fram að setn-
ingin „Vonandi tækist læknunum
að skera af honum mestu gallana,“
sé ekki ósmekkleg. Hún þýðir í
raun: Batnandi manni er best að
lifa. En margir höfðu á orði að
sjúkdómslegan hefði breytt ráð-
herranum: Hann væri annar maður
eftir. Hafi einhverjir aðrir skilið
þetta Káraskilningi vona ég að
þessi orð verði þeim bindi á sár. Og
að lokum skulu hér endurteknar
óskir til ráðherrans um góðan bata.
Við hinir hárlausu
Heilasérfræðingurinn lýkur svo
grein sinni á því að sjúkdóms-
greina mig: Ég er kalinn á heila.
Þar sé komin skýring á villum
mínum. Verra gæti það verið.
Ég má vera feginn á meðan
hjartað sleppur. En þó
s t a r f s m ö n n u m
Íslenskrar erfðagreining-
ar hafi tekist að einangra
gríngenið í forstjóra sínum, og
stækka með góðum stera-
skammti, vonum við, hinir hár-
lausu, að hann og þeir gleymi
samt ekki að leita að
skallageninu.
Með kveðju.
–HH
Um síðustu helgi birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson, for-
stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem hann gagnrýndi áramótaannál
Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hér svarar Hallgrímur pistli Kára.
Dæmi:
Jóhann & Svana og 2 börn þeirra lögðu dæmið upp:
Nýr ferðavagn hjá Evró Sólarlandarferð m/ferðaskrifstofu
Fleetwood Yuma 9 fet Marmaris Sólarströndin.
995.000.- 600.000.-
Notkun: maí-okt. 2 vikur og framlengd um eina viku
Frjáls ferðamáti Hótelið og ströndin
Bjartar sumarnætur Myrkur á kvöldin
Nægt rými Fullt af fólki
Félagsskapur Túristar
Útivera Sólbruni
Sumar eftir sumar 3 vikna sæla.
Fasteign á hjólum Myndaalbúmið fullt af myndum
Bókaðu fjölskylduna í skemmtilegasta
& ódýrasta sumarfríið ár eftir ár í vagni
eða húsbíl frá Evró.
N
Landsins mesta úrval
Tjaldvagnar-Fellihýsi-A-hús-Hjólhýsi-Húsbílar
Nýtt! Upplýsingar um öll tjaldstæði á Íslandi fyrir þá sem
kjósa að ferðast um landið allt á www.evro.is
Ljúfur Kári
KÁRI STEFÁNSSON
Honum fannst ekki
„sómi“ að áramótaannál
sem Hallgrímur skrifaði
fyrir Fréttablaðið.
HALLGRÍMUR HELGASON
„Það er samt dapurlegt að sjá svo greindan mann sem Kára
Stefánsson hampa þeirri klisju að rithöfundar geti ekki
greint á milli ímyndunar og raunveruleika og því sé ekki
hlustandi á þá í þjóðfélagsumræðu.“
Mig dreymir þó um
að geta einhvern
tíma orðið eins og Kári: Vitr-
ingurinn sem heilastur
mælir og engan spælir, ber
klæði á vopn og beitir sínu
vöfðu í silki. Kannski ein-
hvern tíma – þegar ég á orð-
ið hundrað milljónir á banka
og vakna á hverjum morgni
í 500 fermetrum, með heit-
an bíl í stæðinu fyrir utan og
einkaritara og kaffiþjóna á
hverjum fingri – mun ég
loks öðlast þá hugarins ró
sem ekkert raskar, hvorki
lögfræðingar sem afhjúpa
hórueðli sitt á torgum, né
forsætisráðherrar sem orðn-
ir eru offorsætisráðherrar.
,,