Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 54
50 5. febrúar 2005 LAUGARDAGUR
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið.
Vinningar eru Mercenaries fyrir PS2, aðrir tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira.
Gunnar Hjálmarsson, betur
þekktur sem Dr. Gunni, hefur
hafið störf á DV þar sem hann
sinnir ýmiss konar menningar-
og dægurmálum. „Ég er bara í
einhverri prósentuvinnu en ekki
fullu starfi,“ segir Doktorinn,
sem hefur skrifað kjallara-
greinar fyrir blaðið síðustu mán-
uði. „Ég er samt lítið í fréttum og
að herja á níðinga.“
Gunni hefur áður verið viðloð-
andi DV en hann skrifaði meðal
annars í Fókus, fylgiriti DV, fyr-
ir nokkrum árum. Hann býst þó
ekki við því að fara dæma plötur
að nýju eins og hann gerði á
gamla Fókus. „Ég er nú eiginlega
hættur því. En maður á aldrei að
segja aldrei. Ég ætlaði að fara
skrifa dóma á heimasíðuna mína
en þá komst ég að því að ég er
hættur að hlusta á plötur. Hlusta
frekar á einstök lög – er með
mikið efni og hef á random.“
Gunni hefur stýrt hinum vin-
sæla spurningaþætti Popppunkti
á Skjá einum og fyrir síðustu jól
gaf hann út borðspil tengt þætt-
inum. Þátturinn hefur verið í fríi
síðustu mánuði en Gunni stefnir
á að fara aftur í sjónvarpið innan
skamms.
„Skjárinn ætlaði að setja þátt-
inn aftur í gang í vor og ég gerði
ráð fyrir því en þeir frestuðu því
og nú tala þeir um haustið. Þess
vegna er ég nú kominn á DV.
Þátturinn í vor á að vera svona
All-star þáttur, þar sem bestu lið-
unum verður safnað saman,“
segir Doktor Gunni. ■
DOKTOR GUNNI Er kominn á DV en ætl-
ar að fara með Popppunkt í loftið næsta
haust.
Ekki virðast allir vera á eitt
sáttir með kæru Þorsteins
Gunnarssonar, íþróttafrétta-
manns á Stöð 2 og Sýn, sem hann
lagði fram á hendur Skjá einum
vegna útsendinga þeirra á enska
boltanum með enskum þulum.
Útvarpsréttarnefnd tók mál-
ið fyrir og hefur ákveðið að
banna út-
sending-
a r n a r
frá og
m e ð
þessari helgi vegna þess að ekki
fylgir texti á íslensku með
enska talinu. Á heimasíðunni
malefni.com er Þorsteinn gagn-
rýndur harðlega fyrir kæruna
af fótboltaáhugamönnum sem
segja hann beita mikilli for-
ræðishyggju í málinu. Meðal
annars er þar gefið upp netfang
Þorsteins fyrir neðan ljósmynd
af honum og fólk hvatt til að
senda honum bréf. Í textabroti á
spjallsíðunni kemur meðal ann-
ars fram: „Ef menn skilja ekki
málið eða er illa við enska tungu
þá bara skipta þeir um rás...
hvaða hætta stafar af því að
einkastöð sé að sjónvarpa á
ensku ótrúleg heimska og
þröngsýni.“ Annars staðar
stendur: „Hef horft á boltann í
nokkrum löndum og verð að
viðurkenna að íslensku þulirnir
hreinlega sökka. Sennilega eru
bestu íslensku þulirnir þeir sem
þegja mest.“
Þorsteinn Gunnarsson kann-
aðist ekki við þessi ummæli á
heimasíðunni þegar Frétta-
blaðið ræddi við hann. „Ég er
búinn að fá mikil viðbrögð og
síminn hefur ekki stoppað. Það
hafa allir verið að láta í ljós
ánægju með þessa niðurstöðu,“
segir Þorsteinn. „Ég er búinn að
fá fjögur bréf þar sem menn eru
ekki sáttir.“
Hann gefur lítið út á ásakanir
um forræðishyggju. „Lögin eru
skýr og það verður að fara eftir
þeim. Ef menn vilja breyta
þessu þá verður að breyta út-
varpslögum. Mér er mjög annt
um starf íþróttafréttamanna og
þess vegna ákvað ég að láta
reyna á þetta. Mér fannst vegið
að okkar starfsheiðri með því að
vera með enska þuli,“ segir
hann.
Hvað varðar ummælin um að
íslenskir íþróttafréttamenn séu
lakari en þeir ensku segist
Þorsteinn alltaf vera að reyna að
bæta sig, rétt eins og kollegar
hans. „Það telst reyndar til tíð-
inda hér ef gerðar eru athuga-
semdir við lýsingar hjá okkur.“
freyr@frettabladid.is
ÞORSTEINN GUNNARSSON: NETVERJAR SÝNA ÍÞRÓTTAFRÉTTAMANNI GULA SPJALDIÐ
Brjálaðir út af boltanum
… fær hljómsveitin Jan Mayen,
fyrir frumlegt nafn og góða tón-
list. Vonandi nær sveitin að slá
í gegn á erlendri grundu.
HRÓSIÐ
ÞORSTEINN GUNNARSSON Þorsteinn
kærði útsendingar Skjás eins á enska bolt-
anum með enskum þulum. Hann segist
hafa fengið mjög góð viðbrögð frá al-
menningi eftir að Útvarpsréttarnefnd
dæmdi í málinu.
Betur fór en á horfðist á sýn-
ingu Nemendaleikhússins á
Spítalaskipinu á dögunum.
„Þetta leit ekki vel út en við náð-
um að afstýra stórslysi,“ segir
Guðjón Davíð Karlsson biskups-
sonur eða Gói eins og hann er
oftast kallaður. „
Sviðsmyndin er talsvert hár
og mjór pallur og vegna þess
hversu mikið er af kösturum og
hliðarlýsingu er stundum erfitt
að reikna út hvar maður er. Einn
leikarinn okkar, Ólafur Steinn
Ingunnarson, á að stökkva í
hring í sýningunni og lenda í
fanginu á mér. Nema hvað, hann
misreiknar sig svona hrapallega
og stefnir út í sal þar sem er allt
fullt af fólki og hann er alveg að
fara að lenda á einum áhorfand-
anum.“
„Hann rétt náði að krækja í
mig og ég bjargaði bæði Ólafi og
áhorfandanum. Hann slapp nú
óhultur en meiddi sig aðeins.
Áhorfendur geta greinilega
verið óhultir á leiksýningu ef ég
er meðal leikenda,“ segir hann
og hlær.
Spítalaskipið er leiksýning
eftir Kristínu Ómarsdóttur sem
var frumsýnd á dögunum.
„Leikritið gerist á spítalaskipi
sem er starfrækt í styrjöld í
heiminum. Þetta gerist á óá-
kveðnum tíma og hið ríkjandi
kerfi í heiminum er karlaveldi.
Karlmenn stjórna öllu og kon-
urnar eru sendar í fæðingarbúð-
ir og það eina sem er ætlast til
af þeim er að fæða börn og þá
sérstaklega drengi. Konurnar
mynda svo skæruliðasveit og
gera árás á karlaveldið. Það er
gífurleg spenna og stuð í leikrit-
inu, miklar bardagasenur og
aksjónatriði.“
Á ÍSLENSKU Samkvæmt úrskurði Útvarpsréttarnefndar verða íslenskir þulir að lýsa
leikjum frá ensku deildarkeppninni. Skjár einn verður að bregðast við því á einn eða
annan hátt við litla hrifningu netverja.
Lárétt: 1dólgar, 6ami,7fæ,8la,9éls,
10ýta,12aða,14ort, 15ið,16sá,17
ora,18skap.
Lóðrétt: 1dall,2óma,3li,4aflaðir, 5
ræs,9éta,11brák,13aðal,14oss,17
op.
Lárétt: 1 fantar, 6 leiði, 7 hlotnast, 8
tónn, 9 snjókomu, 10 vinnuvél, 12 skel,
14 samið, 15 hreyfing, 16 leit, 17 vöru-
tegund, 18 geð.
Lóðrétt: 1 ílát, 2 hljóma, 3 fimmtíu og
einn, 4 fiskaðir, 5 á fætur!, 9 borða, 11
fituskán, 13 einkum, 14 þf. af vér, 17 gat.
Lausn
Biskupssonur bjargar áhorfanda
SPÍTALASKIPIÐ Guðjón Davíð Karlsson
náði að afstýra slysi á sýningu Nemenda-
leikhússins þegar minnstu munaði að
Ólafur Steinn Ingunnarsson dytti á einn
áhorfandann.
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
Doktorinn aftur á DV