Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 329 stk.
Keypt & selt 57 stk.
Þjónusta 42 stk.
Heilsa 11 stk.
Skólar & námskeið 6 stk.
Heimilið 35 stk.
Tómstundir & ferðir 7 stk.
Húsnæði 37 stk.
Atvinna 28 stk.
Tilkynningar 4 stk.
Borgartún 26
sími 535 9000
Komdu í ljós
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 5. febrúar,
36. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 9.55 13.42 17.30
AKUREYRI 9.51 13.26 17.03
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Ingólfur Arnarson eignaðist Cadillac
Coup DeVille á 17 ára afmælisdaginn.
Hann ætlar að gefa syni sínum bílinn
þegar hann verður 17 ára.
„Þetta er rosalega fínn bíll og gaman að
keyra hann. Ég hreifst fyrst af þessum bíl
þegar ég var tíu ára. Hann var þá í eigu vin-
ar pabba og ég sagði honum þá að ég myndi
kaupa hann einn góðan veðurdag,“ segir
Ingólfur Arnarson, sölumaður hjá Íslensk-
ameríska, um fyrsta bílinn sinn – bíl sem
hann ætlar að eiga lengi enn. „Ég tók bíl-
prófið á réttum tíma og daginn sem ég varð
17 ára var ég kominn með ökuskírteini. Þá
var ekkert annað að gera en að eignast
draumabílinn. Ég keypti hann sama dag og
hef átt hann síðan,“ segir Ingólfur.
Draumabíllinn er Cadillac Coup Deville
frá árinu 1984. Ingólfur segir bílinn í topp-
standi og hann þurfi lítið viðhald. „Ég hef
afar sjaldan þurft að gera við hann – eina
viðhaldið felst í að bóna hann og halda hon-
um hreinum. Annars legg ég honum að
mestu yfir vetrartímann en nota hann þess
meira á sumrin. Þegar ég fékk bílinn á sín-
um tíma þá var þetta náttúrlega aðalkagg-
inn og við félagarnir fórum í marga bílt-
úrana á þeim árum,“ segir Ingólfur. Hann
ætlar að eiga bílinn áfram og stefnan er að
láta hann ganga til sonarins þegar hann
nær 17 ára aldri. „Ég hef engan áhuga á að
selja bílinn en það væri ágætt ef sonur
minn vildi taka við honum þegar hann fær
bílpróf. Það er um að gera að halda honum
innan fjölskyldunnar.“
Bíllinn er ekki eina samgöngutækið sem
heillar Ingólf því hann er nýbúinn að kaupa
sér einshreyfils Cessnu 150. „Móðurfjöl-
skyldan er öll á kafi í fluginu og mér telst
til að það séu fimm flugvélar í fjölskyld-
unni fyrir utan mína. Ég hef ekki flogið
Cessnunni og geri það sennilega ekki fyrr
en í sumar. Þá ætla ég að fljúga víða og taka
ljósmyndir sem er enn eitt áhugamálið.
Ætli maður bjóði ekki vinum og kunningj-
um að sitja í ef veðrið er gott,“ segir Ingólf-
ur Arnarson bíla- og flugvélaáhugamaður.
arndis@frettabladid.is
Ákvað tíu ára að þetta
væri bíllinn minn
Bylting í hjólabúnaði bíla er í
sjónmáli ef marka má nýjustu
fréttir frá dekkjaframleiðandan-
um Michelin. Þar á bæ eru
menn „að finna upp“ nýtt hjól
sem kallast Tweel. Nýja bílhjól-
ið er loftlaust og er talið mun
sterkara en klassískir lofthjól-
barðar. Tweel-hjólið er
búið plastpílárum
sem fjaðra í stað lofts-
ins í hefðbundnu
dekki. Michelin er um
þessar mundir að
prófa nýja dekkið undir Audi-
bílum og þykir byrjunin lofa
góðu.
Íslandsmeistarinn í
mótocrossi, Ragnar
Ingi Stefánsson, ætlar
að freista þess að
stökkva yfir fimmtíu
Nashuatec ljósritunar-
vélar. Stökkið fer fram
annað annað kvöld í
Reiðhöllinni í Víðidal. Ef stökkið
tekst þá verður það 25 metra
langt og að sögn Ragnars er
áskorunin erfið að því leyti að
ekið verður upp ramp og lent á
jafnsléttu en ekki í sömu hæð
og stokkið er úr. Allir eru vel-
komnir að fylgjast með tilraun-
inni sem hefst klukkan 20.
Ökumenn sem tala í farsímann
í akstri eiga það til að aka eins
og gamalmenni og sjá ekki það
sem er beint fyrir fram-
an augun á þeim.
Þetta eru niðurstöður
rannsóknar sem gerð
var við Utah-háskóla í
Bandaríkjunum. Fylgst
var með leikni ökumanna á
meðan þeir töluðu í farsíma og
kom í ljós að jafnvel þeir sem
notuðu handfrjálsan búnað
sýndu mun minni leikni
við aksturinn en þegar
þeir slepptu símanum
alveg. Mælikvarðinn á
ökuleikni ungra og
gamalla í rannsókninni
var metinn samkvæmt
viðbragðstölum en vitað er
að tvítugur ökumaður hefur
mun hraðara viðbragð en sá
sjötugi – nema þegar sá ungi
talar í símann.
Ingólfur við flotann sinn. Hann hefur átt bílinn síðan hann var 17 ára en Cessnuna keypti hann síðsumars.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í bílum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Nýr Skoda Octavia frumsýndur
BLS. 2
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
bílar@frettabladid.is
Í vinnunni hans
pabba er sími
á veggnum sem
þjófarnir geta
hringt í þegar
þeir eru búnir
að stela.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
V
IL
H
EL
M