Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2005 Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Gatnamót 101 Ímyndum okkur að ég bjóði þér í bíltúr. Út úr bænum að skoða hitt eða þetta. Við þurfum að fara af Kringlumýrarbrautinni yfir á Miklu- braut og við lendum á rauðu á beygjuakrein með þrjá bíla fyrir fram- an okkur. Við bíðum. Ljósin skipta yfir í grænt og við mjökum okkur af stað. Ég er orðinn spenntur að komast út úr bænum og finnst þar að auki ekkert gaman að hanga á ljósum. Fremsti bíllinn á akreininni kemst yfir en svo stoppum við fyrir umferð sem er að koma á móti. Ljósin skipta yfir í gult og loks rautt. Við erum NÆSTUM ÞVÍ komin út á gatnamótin, umferðin á móti er að klárast. Ég ákveð að taka sénsinn, gef í og ætla að freista þess að komast yfir. Umferð um Miklubraut fær grænt ljós og við fáum bíl inn í farþegahliðina á miðjum gatnamótunum. Þína hlið. Þetta var nú ekkert rosalega sniðugt hjá mér, var það nokkuð? Á hverjum degi fer ég um þessi gatnamót til vinnu og á hverjum degi sé ég bílstjóra taka þennan séns. Flestir sleppa. En ekki allir. Í mínum huga eru tveir möguleikar til að fækka þessum algjörlega óþörfu árekstrum sem oft valda slysum á fólki. Annar er dauður tími á gatnamótum. Rauða ljósið logar í allar átt- ir í hálfa mínútu á meðan gatnamótin tæmast. Ódýrt og einfalt í fram- kvæmd en hefur sína ókosti: Þetta veldur óþarfa töfum á einni helstu umferðaræð höfuðborgarinnar og við myndum fljótlega komast upp á lagið og taka sénsinn á eldrauðu. Hinn möguleikinn er að við förum að keyra eins og fólk og rifja upp hvað litirnir þýða. Grænt: „Koma svo!“ Gult: „Tæmum gatnamót- in.“ Rautt: „Ekki einu sinni láta þér detta í hug að hreyfa þig.“ Umferðin snýst um líf. Bæði mitt og þitt. Ég keyri til vinnu á hverjum degi og er á stórum og þungum bíl. Þú vilt EKKI fá mig inn í hliðina á þér. Rautt þýðir rautt. Guli engillinn Nýi Audi A6 bíllinn fékk nýverið heið- ursnafnbótina Guli engillinn, frá félög- um í ADAC, sam- tökum þýskra bif- reiðaeigenda. Með heiðursnafnbótinni hlýtur hann einnig titilinn bíll ársins 2005. Audi A6 hafði mikla yfir- burði í öllum flokkum þrátt fyrir að til keppni hefðu valist allar helstu bílategundir heims eða 55 talsins. Velgengni Audi A6 byggist ekki síst á þeirri stefnu framleiðandans að ná forskoti á grundvelli tækni, einstakra þæginda, heillandi sportlegrar hönnunar og yfir- burðagæða þessa fólksbíls. Lesendur Motorwelt völdu Audi A6 besta bílinn en tímaritið er sent öllum 15 milljón- um félaga í ADCD, samtökum þýskra bifreiðaeigenda og var Guli engillinn veittur í fyrsta sinn í ár. „Þetta er allt frá monster-trukk- um niður í venjulega jeppa sem við sýnum í dag,“ segir Skúli H. Skúlason, formaður ferða- klúbbsins 4X4, en sýningin verð- ur í nýju húsnæði Bílabúðar Benna að Tangarhöfða 8-12. Jafnframt verður klúbburinn með sýningu á dekkjastærðum og myndræna útlistun á því hvaða hlutverk þær spila, auk þess sem starfsemi klúbbsins verður kynnt. „Klúbburinn stendur fyrir ferðum á hverju ári og þar á meðal eru nýliðaferðir sem eru fyrir þá sem eru að byrja að stunda þessa tegund af ferða- mennsku,“ segir Skúli og bætir við að einnig sé klúbburinn með kvennaferðir sem eru gífurlega vinsælar. „Karlarnir eru skildir eftir heima og konurnar fá tæki- færi til að ferðast án aftursætis- bílstjóra,“ segir Skúli og hlær. „Við förum einnig í land- græðsluferðir í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og þá oft upp í Þórsmörk,“ segir Skúli, en ferðaklúbbnum 4X4 er annt um landið og rekur áróður gegn ut- anvegarakstri. „Þetta er klúbbur fyrir þá sem ferðast á eigin vegum og við rekum harðan áróður fyrir því að menn sýni tillitssemi í um- ferðinni, bæði innanbæjar og utan,“ segir Skúli sem leggur metnað sinn í að vera prúður í umferðinni. ■ Prúðir í umferðinni Í dag verður ferðaklúbburinn 4X4 með kynningu á starfsemi sinni og sýningu á jeppum félagsmanna. „Þetta er allt frá monster-trukkum niður í venjulega jeppa sem við sýnum í dag,“ segir Skúli H. Skúlason formaður ferðaklúbbsins 4X4. Audi A6 hlýtur fyrstur bíla heið- ursnafnbótina Guli engillinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.