Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 29

Fréttablaðið - 05.02.2005, Side 29
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2005 Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Gatnamót 101 Ímyndum okkur að ég bjóði þér í bíltúr. Út úr bænum að skoða hitt eða þetta. Við þurfum að fara af Kringlumýrarbrautinni yfir á Miklu- braut og við lendum á rauðu á beygjuakrein með þrjá bíla fyrir fram- an okkur. Við bíðum. Ljósin skipta yfir í grænt og við mjökum okkur af stað. Ég er orðinn spenntur að komast út úr bænum og finnst þar að auki ekkert gaman að hanga á ljósum. Fremsti bíllinn á akreininni kemst yfir en svo stoppum við fyrir umferð sem er að koma á móti. Ljósin skipta yfir í gult og loks rautt. Við erum NÆSTUM ÞVÍ komin út á gatnamótin, umferðin á móti er að klárast. Ég ákveð að taka sénsinn, gef í og ætla að freista þess að komast yfir. Umferð um Miklubraut fær grænt ljós og við fáum bíl inn í farþegahliðina á miðjum gatnamótunum. Þína hlið. Þetta var nú ekkert rosalega sniðugt hjá mér, var það nokkuð? Á hverjum degi fer ég um þessi gatnamót til vinnu og á hverjum degi sé ég bílstjóra taka þennan séns. Flestir sleppa. En ekki allir. Í mínum huga eru tveir möguleikar til að fækka þessum algjörlega óþörfu árekstrum sem oft valda slysum á fólki. Annar er dauður tími á gatnamótum. Rauða ljósið logar í allar átt- ir í hálfa mínútu á meðan gatnamótin tæmast. Ódýrt og einfalt í fram- kvæmd en hefur sína ókosti: Þetta veldur óþarfa töfum á einni helstu umferðaræð höfuðborgarinnar og við myndum fljótlega komast upp á lagið og taka sénsinn á eldrauðu. Hinn möguleikinn er að við förum að keyra eins og fólk og rifja upp hvað litirnir þýða. Grænt: „Koma svo!“ Gult: „Tæmum gatnamót- in.“ Rautt: „Ekki einu sinni láta þér detta í hug að hreyfa þig.“ Umferðin snýst um líf. Bæði mitt og þitt. Ég keyri til vinnu á hverjum degi og er á stórum og þungum bíl. Þú vilt EKKI fá mig inn í hliðina á þér. Rautt þýðir rautt. Guli engillinn Nýi Audi A6 bíllinn fékk nýverið heið- ursnafnbótina Guli engillinn, frá félög- um í ADAC, sam- tökum þýskra bif- reiðaeigenda. Með heiðursnafnbótinni hlýtur hann einnig titilinn bíll ársins 2005. Audi A6 hafði mikla yfir- burði í öllum flokkum þrátt fyrir að til keppni hefðu valist allar helstu bílategundir heims eða 55 talsins. Velgengni Audi A6 byggist ekki síst á þeirri stefnu framleiðandans að ná forskoti á grundvelli tækni, einstakra þæginda, heillandi sportlegrar hönnunar og yfir- burðagæða þessa fólksbíls. Lesendur Motorwelt völdu Audi A6 besta bílinn en tímaritið er sent öllum 15 milljón- um félaga í ADCD, samtökum þýskra bifreiðaeigenda og var Guli engillinn veittur í fyrsta sinn í ár. „Þetta er allt frá monster-trukk- um niður í venjulega jeppa sem við sýnum í dag,“ segir Skúli H. Skúlason, formaður ferða- klúbbsins 4X4, en sýningin verð- ur í nýju húsnæði Bílabúðar Benna að Tangarhöfða 8-12. Jafnframt verður klúbburinn með sýningu á dekkjastærðum og myndræna útlistun á því hvaða hlutverk þær spila, auk þess sem starfsemi klúbbsins verður kynnt. „Klúbburinn stendur fyrir ferðum á hverju ári og þar á meðal eru nýliðaferðir sem eru fyrir þá sem eru að byrja að stunda þessa tegund af ferða- mennsku,“ segir Skúli og bætir við að einnig sé klúbburinn með kvennaferðir sem eru gífurlega vinsælar. „Karlarnir eru skildir eftir heima og konurnar fá tæki- færi til að ferðast án aftursætis- bílstjóra,“ segir Skúli og hlær. „Við förum einnig í land- græðsluferðir í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og þá oft upp í Þórsmörk,“ segir Skúli, en ferðaklúbbnum 4X4 er annt um landið og rekur áróður gegn ut- anvegarakstri. „Þetta er klúbbur fyrir þá sem ferðast á eigin vegum og við rekum harðan áróður fyrir því að menn sýni tillitssemi í um- ferðinni, bæði innanbæjar og utan,“ segir Skúli sem leggur metnað sinn í að vera prúður í umferðinni. ■ Prúðir í umferðinni Í dag verður ferðaklúbburinn 4X4 með kynningu á starfsemi sinni og sýningu á jeppum félagsmanna. „Þetta er allt frá monster-trukkum niður í venjulega jeppa sem við sýnum í dag,“ segir Skúli H. Skúlason formaður ferðaklúbbsins 4X4. Audi A6 hlýtur fyrstur bíla heið- ursnafnbótina Guli engillinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.